Fyrsti leikur Favre í stúkunni á 20 ára ferli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. desember 2010 23:36 Favre mætir til leiks í kvöld. Hann gerði sér smá vonir um að spila en varð loksins að játa sig sigraðan og fá sér sæti í stúkunni. AP Eitt magnaðasta met íþróttasögunnar er tvímælalaust sá ótrúlegi fjöldi leikja sem leikstjórnandinn Brett Favre hefur spilað í röð í NFL-deildinni. Allt tekur enda og svo á einnig við um met Favre. Hann mun ekki geta leikið með Minnesota Vikings í kvöld gegn NY Giants vegna meiðsla. Sá leikur var þegar merkilegur fyrir þær sakir að hann þarf að fara fram í Detroit eftir að þakið hrundi á heimavelli Minnesota. Nú er þessi leikur farinn í sögubækurnar. Allt frá því Favre lék sinn fyrsta leik fyrir Green Bay Packers árið 1992 hefur hann byrjað alla leiki sína á ferlinum. Alls var Favre búinn spila 297 deildarleiki í röð og leikirnir eru vel yfir 300 ef leikir í úrslitakeppni eru taldir með. Þetta met er algerlega einstakt enda er amerískur fótbolti hörð íþrótt, meiðsli tíð og ferill leikmanna styttri en í öðrum íþróttum. Leikstjórnendur fá þess utan oft í leik harða skelli og þunga menn ofan á sig. Aðrir leikmenn hreinlega reyna að meiða þá og koma þeim úr leiknum. Favre hefur meðal annars spilað ökklabrotinn í vetur en axlarmeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Buffalo um síðustu helgi settu þennan 41 árs gamla harðjaxl loks á bekkinn og reyndar alla leið í stúkuna núna. Favre hefur verið í deildinni í 20 ár og það verður vafalítið sérstök reynsla fyrir hann að fylgjast með leik kvöldsins úr stúkunni. Erlendar Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira
Eitt magnaðasta met íþróttasögunnar er tvímælalaust sá ótrúlegi fjöldi leikja sem leikstjórnandinn Brett Favre hefur spilað í röð í NFL-deildinni. Allt tekur enda og svo á einnig við um met Favre. Hann mun ekki geta leikið með Minnesota Vikings í kvöld gegn NY Giants vegna meiðsla. Sá leikur var þegar merkilegur fyrir þær sakir að hann þarf að fara fram í Detroit eftir að þakið hrundi á heimavelli Minnesota. Nú er þessi leikur farinn í sögubækurnar. Allt frá því Favre lék sinn fyrsta leik fyrir Green Bay Packers árið 1992 hefur hann byrjað alla leiki sína á ferlinum. Alls var Favre búinn spila 297 deildarleiki í röð og leikirnir eru vel yfir 300 ef leikir í úrslitakeppni eru taldir með. Þetta met er algerlega einstakt enda er amerískur fótbolti hörð íþrótt, meiðsli tíð og ferill leikmanna styttri en í öðrum íþróttum. Leikstjórnendur fá þess utan oft í leik harða skelli og þunga menn ofan á sig. Aðrir leikmenn hreinlega reyna að meiða þá og koma þeim úr leiknum. Favre hefur meðal annars spilað ökklabrotinn í vetur en axlarmeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Buffalo um síðustu helgi settu þennan 41 árs gamla harðjaxl loks á bekkinn og reyndar alla leið í stúkuna núna. Favre hefur verið í deildinni í 20 ár og það verður vafalítið sérstök reynsla fyrir hann að fylgjast með leik kvöldsins úr stúkunni.
Erlendar Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira