Þurftu að fylla upp í fimm milljarða gat 1. desember 2010 06:00 Kynna áform Jón Gnarr borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Valli Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmarkið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækkun skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorphirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjárveitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætlun sé lagður grunnur að vexti borgarinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjárhagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnumálin þar sem við setjum verulegar fjárhæðir í mannaflsfrekar framkvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni." Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlutans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist einnig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frekar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækkanir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa." [email protected] Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmarkið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækkun skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorphirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjárveitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætlun sé lagður grunnur að vexti borgarinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjárhagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnumálin þar sem við setjum verulegar fjárhæðir í mannaflsfrekar framkvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni." Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlutans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist einnig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frekar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækkanir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa." [email protected]
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira