Merkingarlaust kjaftæði? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 24. nóvember 2010 14:05 Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Nýafstaðinn þjóðfundur sendi frá sér skýr skilaboð varðandi þetta efni: „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir." Niðurstöður könnunar Miðlunar meðal landsmanna sem greint var frá í fréttum RÚV 17. nóvember sl. styðja þessi skilaboð þjóðfundarins, en svarendur í könnuninni töldu eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda vera mikilvægasta umfjöllunarefni stjórnlagaþings. Þó eru sannarlega einhverjir á öðru máli. Sem dæmi, þá varð á vegi mínum færsla ónafngreinds bloggara á dögunum sem telur það vera „merkingarlaust kjaftæði" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það sé „innihaldslaus klisja sem á ekkert erindi í stjórnarskrána". Sjálf deili ég þeirri skoðun sem fram kemur í skilaboðum þjóðfundar og hjá meirihluta svarenda í könnun Miðlunar. En af hverju? Um hvað snýst þessi spurning um eignarhald náttúruauðlinda? Hvað viljum við tryggja og hvernig getum við gert það?Hvað viljum við tryggja? Við viljum að náttúruauðlindir séu skilgreindar sem okkar sameiginlegu gæði sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Við viljum tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum tryggja möguleika landsmanna til að njóta almennra náttúrugæða landsins. Við viljum tryggja að ekki verði spillt eða gengið um of á þann náttúruauð sem landsmenn líta á sem sameiginleg verðmæti sem þeir hafi sameiginlega hagsmuni af. Við viljum tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda og sanngjarna hlutdeild landsmanna í afrakstri af nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við lítum á sem okkar sameiginlegu gæði. Við viljum tryggja að landsmenn eigi þess kost að njóta auðlindanna og nýta þær til framtíðar, hvort sem það eru fiskimið, jarðhitasvæði, vatnsföll, neysluvatn eða jarðnæði til matvælaframleiðslu.Hvernig getum við tryggt það? Sameign þjóðarinnar Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum sem við skilgreinum sem sameiginleg gæði. Með því er hægt að staðfesta táknrænt forræði þjóðarinnar á þeim náttúruauði sem við landsmenn höfum sameiginlega hagsmuni af. Slík skilgreining ein og sér þarf ekki að hrófla við eignarréttarlegum heimildum. Styrkur slíkra ákvæða gæti legið í að með því séu settar takmarkanir á það hvernig þeir sem fara með eignarréttarlegt forræði auðlindanna geti hagnýtt þær og ráðstafað, þ.e. að hagnýting þeirra og framsal sé þá bundið þeim takmörkunum sem leiða af skilgreiningu auðlindanna sem sameiginlegra gæða. Sjálfbær nýting Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Slík ákvæði marka meginreglu um að náttúruauðlindir skuli nýttar á sjálfbæran hátt, þ.e. að ekki sé gengið svo á þær að þær nái ekki að viðhalda gæðum sínum og framleiðslugetu. Stjórnarskrárbundin krafa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, ásamt skilgreiningu þeirra sem sameignar þjóðarinnar, ættu að setja handhöfum eignarréttarlegra heimilda afdráttarlaus takmörk. Opinbert eignarhald, innlent eignarhald Við getum sett reglur um að tilteknar náttúruauðlindir skuli vera í opinberri eigu eða að einkaeign á slíkum auðlindum skuli háð tilteknum takmörkunum. Það getur varðað almennar skorður við því hvernig þær má nýta og framselja; tiltekin skilyrði sem geta verið forsenda eignarnáms og skorður við erlendu eignarhaldi. Slík ákvæði má setja í stjórnarskrá. Einnig má sjá fyrir sér að mælt sé fyrir um það í stjórnarskrá að sett skuli lög um slík efni. Taka má dæmi úr stjórnarskrám og löggjöf annarra Evrópuríkja um slík ákvæði: Samkvæmt norskum lögum skulu vatnsaflsauðlindir landsins tilheyra og nýtast almenningi sem best. Þetta skal tryggt með því að eignarhald þeirra liggi hjá opinberum aðilum (ríki, fylkjum eða sveitarfélögum). Einkaaðilar mega að hámarki eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækjum og nýtingarrétti. Samkvæmt þýsku stjórnarskránni fylgir sú skylda eignarréttinum, að nýting hans þarf einnig að þjóna almannahagsmunum.Innihaldslaus klisja? Er það þá „merkingarlaust kjaftæði" og „innihaldslaus klisja" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskránni. Ónei, það er bara allsendis sjálfsagt og nauðsynlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Nýafstaðinn þjóðfundur sendi frá sér skýr skilaboð varðandi þetta efni: „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir." Niðurstöður könnunar Miðlunar meðal landsmanna sem greint var frá í fréttum RÚV 17. nóvember sl. styðja þessi skilaboð þjóðfundarins, en svarendur í könnuninni töldu eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda vera mikilvægasta umfjöllunarefni stjórnlagaþings. Þó eru sannarlega einhverjir á öðru máli. Sem dæmi, þá varð á vegi mínum færsla ónafngreinds bloggara á dögunum sem telur það vera „merkingarlaust kjaftæði" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það sé „innihaldslaus klisja sem á ekkert erindi í stjórnarskrána". Sjálf deili ég þeirri skoðun sem fram kemur í skilaboðum þjóðfundar og hjá meirihluta svarenda í könnun Miðlunar. En af hverju? Um hvað snýst þessi spurning um eignarhald náttúruauðlinda? Hvað viljum við tryggja og hvernig getum við gert það?Hvað viljum við tryggja? Við viljum að náttúruauðlindir séu skilgreindar sem okkar sameiginlegu gæði sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Við viljum tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum tryggja möguleika landsmanna til að njóta almennra náttúrugæða landsins. Við viljum tryggja að ekki verði spillt eða gengið um of á þann náttúruauð sem landsmenn líta á sem sameiginleg verðmæti sem þeir hafi sameiginlega hagsmuni af. Við viljum tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda og sanngjarna hlutdeild landsmanna í afrakstri af nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við lítum á sem okkar sameiginlegu gæði. Við viljum tryggja að landsmenn eigi þess kost að njóta auðlindanna og nýta þær til framtíðar, hvort sem það eru fiskimið, jarðhitasvæði, vatnsföll, neysluvatn eða jarðnæði til matvælaframleiðslu.Hvernig getum við tryggt það? Sameign þjóðarinnar Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum sem við skilgreinum sem sameiginleg gæði. Með því er hægt að staðfesta táknrænt forræði þjóðarinnar á þeim náttúruauði sem við landsmenn höfum sameiginlega hagsmuni af. Slík skilgreining ein og sér þarf ekki að hrófla við eignarréttarlegum heimildum. Styrkur slíkra ákvæða gæti legið í að með því séu settar takmarkanir á það hvernig þeir sem fara með eignarréttarlegt forræði auðlindanna geti hagnýtt þær og ráðstafað, þ.e. að hagnýting þeirra og framsal sé þá bundið þeim takmörkunum sem leiða af skilgreiningu auðlindanna sem sameiginlegra gæða. Sjálfbær nýting Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Slík ákvæði marka meginreglu um að náttúruauðlindir skuli nýttar á sjálfbæran hátt, þ.e. að ekki sé gengið svo á þær að þær nái ekki að viðhalda gæðum sínum og framleiðslugetu. Stjórnarskrárbundin krafa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, ásamt skilgreiningu þeirra sem sameignar þjóðarinnar, ættu að setja handhöfum eignarréttarlegra heimilda afdráttarlaus takmörk. Opinbert eignarhald, innlent eignarhald Við getum sett reglur um að tilteknar náttúruauðlindir skuli vera í opinberri eigu eða að einkaeign á slíkum auðlindum skuli háð tilteknum takmörkunum. Það getur varðað almennar skorður við því hvernig þær má nýta og framselja; tiltekin skilyrði sem geta verið forsenda eignarnáms og skorður við erlendu eignarhaldi. Slík ákvæði má setja í stjórnarskrá. Einnig má sjá fyrir sér að mælt sé fyrir um það í stjórnarskrá að sett skuli lög um slík efni. Taka má dæmi úr stjórnarskrám og löggjöf annarra Evrópuríkja um slík ákvæði: Samkvæmt norskum lögum skulu vatnsaflsauðlindir landsins tilheyra og nýtast almenningi sem best. Þetta skal tryggt með því að eignarhald þeirra liggi hjá opinberum aðilum (ríki, fylkjum eða sveitarfélögum). Einkaaðilar mega að hámarki eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækjum og nýtingarrétti. Samkvæmt þýsku stjórnarskránni fylgir sú skylda eignarréttinum, að nýting hans þarf einnig að þjóna almannahagsmunum.Innihaldslaus klisja? Er það þá „merkingarlaust kjaftæði" og „innihaldslaus klisja" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskránni. Ónei, það er bara allsendis sjálfsagt og nauðsynlegt.
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun