Kaupþingsfólkið með stærstu skuldirnar með minnstan greiðsluvilja Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Áttatíu starfsmenn Kaupþings banka fengu samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, sem er í raun þrotabú bankans, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans úr gildi og hefur nú höfðað mál til að innheimta peningana. Sumir þessara starfsmanna vinna ennþá hjá Arion banka, en þeir tóku flestir lágar fjárhæðir að láni. Af þessum áttatíu starfsmönnum sem skulda 32 milljarða eru tuttugu fyrrverandi lykilstjórnendur með 90 prósent af upphæðinni. Þessir einstaklingar skulda því þrotabúi bankans tæplega 29 milljarða króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er listi þessa 20 stærstu, en þar eru mörg kunnugleg nöfn. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings banka. Eruð þið í slitastjórn Kaupþings vongóð um að fá eitthvað af þessum fjármunum til baka? „Já, við erum það. Það er auðvitað erfitt á þessu stigi að segja hve mikið, en það er ljóst að langflestir af þeim sem skulda lægri fjárhæðir vilja gera upp og hluti af þeim sem skulda meira hefur lýst vilja sínum til að gera upp eða allavega leggja sín spil á borðið því sumir geta ekki gert upp, hafa ekki til þess fé," segir Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Er meiri greiðsluvilji hjá þeim hópi sem skuldar lægri fjárhæðir? „Einfalda svarið er já. Það hefur samt töluverður hluti þeirra sem skulda hærri fjárhæðir verið í viðræðum við okkur." Nokkrir þessara starfsmanna sem voru með háar fjárhæðir að láni færðu eignir á maka sína eftir bankahrunið. Ólafur segir að þetta séu undantekningartilvik, en slitastjórnin hafi viðrað kyrrsetningu á þessum eignum. „Við vorum í startholunum með fimm eða sex kyrrsetningar, en þeir aðilar hafa allir fært eignirnar til baka á sig," segir Ólafur. Ólafur segir að málin verði þingfest í september og október næstkomandi, ef ekki tekst að semja við starfsmennina áður. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira
Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Áttatíu starfsmenn Kaupþings banka fengu samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, sem er í raun þrotabú bankans, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans úr gildi og hefur nú höfðað mál til að innheimta peningana. Sumir þessara starfsmanna vinna ennþá hjá Arion banka, en þeir tóku flestir lágar fjárhæðir að láni. Af þessum áttatíu starfsmönnum sem skulda 32 milljarða eru tuttugu fyrrverandi lykilstjórnendur með 90 prósent af upphæðinni. Þessir einstaklingar skulda því þrotabúi bankans tæplega 29 milljarða króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er listi þessa 20 stærstu, en þar eru mörg kunnugleg nöfn. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings banka. Eruð þið í slitastjórn Kaupþings vongóð um að fá eitthvað af þessum fjármunum til baka? „Já, við erum það. Það er auðvitað erfitt á þessu stigi að segja hve mikið, en það er ljóst að langflestir af þeim sem skulda lægri fjárhæðir vilja gera upp og hluti af þeim sem skulda meira hefur lýst vilja sínum til að gera upp eða allavega leggja sín spil á borðið því sumir geta ekki gert upp, hafa ekki til þess fé," segir Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Er meiri greiðsluvilji hjá þeim hópi sem skuldar lægri fjárhæðir? „Einfalda svarið er já. Það hefur samt töluverður hluti þeirra sem skulda hærri fjárhæðir verið í viðræðum við okkur." Nokkrir þessara starfsmanna sem voru með háar fjárhæðir að láni færðu eignir á maka sína eftir bankahrunið. Ólafur segir að þetta séu undantekningartilvik, en slitastjórnin hafi viðrað kyrrsetningu á þessum eignum. „Við vorum í startholunum með fimm eða sex kyrrsetningar, en þeir aðilar hafa allir fært eignirnar til baka á sig," segir Ólafur. Ólafur segir að málin verði þingfest í september og október næstkomandi, ef ekki tekst að semja við starfsmennina áður.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira
Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12