Opið bréf til Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra 9. ágúst 2010 00:01 Æ, nú var íslenska þjóðin óheppin! Enn eitt áfallið! Hvert er áfallið, vænti ég að þú spyrjir? Jú Gylfi, hrikalegustu skógareldar í manna minnum í Rússlandi! Af hverju eru skógareldar í Rússlandi áfall fyrir íslenska þjóð? er líklega næsta spurning þín. Jú, vegna hins flókna afleiðusambands verðlags og eignastöðu á Íslandi. Nú spyr ég, þar sem þú ert hagfræðingur. Hvers á íslensk fjölskylda með bága eignastöðu að gjalda að þurfa að sjá á eftir eignum vegna skógarelda í Rússlandi? Já, og fyrir utan það, hvað það er heimskulegt að eignirnar renna nú að stórum hluta til erlendra kröfuhafa bankanna. Frá upptöku verðtryggingar hefur eignarréttur verið virtur að vettugi. Verðtryggingu var ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu. En verðbólga er samkvæmt skilgreiningu það sem gerist með verðlag almennt þegar gjaldmiðill missir verðgildi sitt, verðlag hækkar þá yfir línuna á einhverjum tíma. Með framkvæmd verðtryggingarinnar var hins vegar ekki aðeins leiðrétt fyrir verðbólgu heldur öllum verðbreytingum á einingum í körfu neysluverðsvísitölunnar. Þetta þýðir að þegar breytingar verða á verði vöru í vísitölunni, vegna atviks, sem ekki er hægt að rekja til veikingar gjaldmiðils rekst hún alla leið inn í alla verðtryggða lánasamninga. Þetta leiðir augljóslega til þess að óumsamin eignatilfærsla verður milli lánþega og lánveitanda. Frá 1983 til 1988 jafngilti þessi eignatilfærsla yfir 250 milljörðum frá skuldurum til lánveitenda bara vegna olíuverðshækkana á heimsmarkaði og hækkunar fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Þessar verðbreytingar voru óháðar gengi krónunnar og því ótengdar verðbólgu. Eignatilfærslurnar voru því hrein lögleysa. Núna blasir við enn ein holskefla tilfærslna frá skuldurum til lánardrottna. Hveitiverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% vegna skógareldanna. Það mun leiða til hækkaðs vöruverðs á Íslandi sem mun bitna á eignastöðu fjölskyldna með verðtryggða lánasamninga. Búast má við að eignatjón muni nema að minnsta kosti tvöföldu tjóni síðasta Suðurlandsskjálfta. Þú segir væntanlega að þetta muni jafna sig þegar verðið gengur niður aftur. En svoleiðis útúrsnúningur dugar ekki. Í millitíðinni munu fjölskyldur þurfa að búa við hækkaðar afborganir og verri lífskjör. Að auki, ef eign fjölskyldu þurrkast upp áður en verðið gengur niður þá er hún einfaldlega gjaldþrota. Þú tókst þér í munn orðið sanngirni um daginn þegar þú tjáðir þig um dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggða lánasamninga. Mátti á þér skilja að ósanngjarnt sé að almenningur njóti vaxtakjara sem algengir eru í nágrannalöndum okkar. Af orðum þínum að dæma þá vilt þú ekki að ósanngirni viðgangist á því sviði sem heyrir undir ráðuneyti þitt. Þú veist það að margar fjölskyldur munu missa restina af eignum sínum í kjölfar skógareldanna í Rússlandi. Hver eru þín sanngirnisrök fyrir því? Ég giska á að þjóðin vilji vita. Ég á ekki von á að þú skiljir samhengi atvikshækkana á vöruverði og eignastöðu íslenskra fjölskyldna frekar en þegar þú stóðst vaktina fyrir íslenska þjóð sem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands. En sagt er að dropinn holi steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Örn Karlsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Æ, nú var íslenska þjóðin óheppin! Enn eitt áfallið! Hvert er áfallið, vænti ég að þú spyrjir? Jú Gylfi, hrikalegustu skógareldar í manna minnum í Rússlandi! Af hverju eru skógareldar í Rússlandi áfall fyrir íslenska þjóð? er líklega næsta spurning þín. Jú, vegna hins flókna afleiðusambands verðlags og eignastöðu á Íslandi. Nú spyr ég, þar sem þú ert hagfræðingur. Hvers á íslensk fjölskylda með bága eignastöðu að gjalda að þurfa að sjá á eftir eignum vegna skógarelda í Rússlandi? Já, og fyrir utan það, hvað það er heimskulegt að eignirnar renna nú að stórum hluta til erlendra kröfuhafa bankanna. Frá upptöku verðtryggingar hefur eignarréttur verið virtur að vettugi. Verðtryggingu var ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu. En verðbólga er samkvæmt skilgreiningu það sem gerist með verðlag almennt þegar gjaldmiðill missir verðgildi sitt, verðlag hækkar þá yfir línuna á einhverjum tíma. Með framkvæmd verðtryggingarinnar var hins vegar ekki aðeins leiðrétt fyrir verðbólgu heldur öllum verðbreytingum á einingum í körfu neysluverðsvísitölunnar. Þetta þýðir að þegar breytingar verða á verði vöru í vísitölunni, vegna atviks, sem ekki er hægt að rekja til veikingar gjaldmiðils rekst hún alla leið inn í alla verðtryggða lánasamninga. Þetta leiðir augljóslega til þess að óumsamin eignatilfærsla verður milli lánþega og lánveitanda. Frá 1983 til 1988 jafngilti þessi eignatilfærsla yfir 250 milljörðum frá skuldurum til lánveitenda bara vegna olíuverðshækkana á heimsmarkaði og hækkunar fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Þessar verðbreytingar voru óháðar gengi krónunnar og því ótengdar verðbólgu. Eignatilfærslurnar voru því hrein lögleysa. Núna blasir við enn ein holskefla tilfærslna frá skuldurum til lánardrottna. Hveitiverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% vegna skógareldanna. Það mun leiða til hækkaðs vöruverðs á Íslandi sem mun bitna á eignastöðu fjölskyldna með verðtryggða lánasamninga. Búast má við að eignatjón muni nema að minnsta kosti tvöföldu tjóni síðasta Suðurlandsskjálfta. Þú segir væntanlega að þetta muni jafna sig þegar verðið gengur niður aftur. En svoleiðis útúrsnúningur dugar ekki. Í millitíðinni munu fjölskyldur þurfa að búa við hækkaðar afborganir og verri lífskjör. Að auki, ef eign fjölskyldu þurrkast upp áður en verðið gengur niður þá er hún einfaldlega gjaldþrota. Þú tókst þér í munn orðið sanngirni um daginn þegar þú tjáðir þig um dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggða lánasamninga. Mátti á þér skilja að ósanngjarnt sé að almenningur njóti vaxtakjara sem algengir eru í nágrannalöndum okkar. Af orðum þínum að dæma þá vilt þú ekki að ósanngirni viðgangist á því sviði sem heyrir undir ráðuneyti þitt. Þú veist það að margar fjölskyldur munu missa restina af eignum sínum í kjölfar skógareldanna í Rússlandi. Hver eru þín sanngirnisrök fyrir því? Ég giska á að þjóðin vilji vita. Ég á ekki von á að þú skiljir samhengi atvikshækkana á vöruverði og eignastöðu íslenskra fjölskyldna frekar en þegar þú stóðst vaktina fyrir íslenska þjóð sem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands. En sagt er að dropinn holi steininn.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun