Lítið skref í baráttunni gegn nauðgunum Ögmundur Jónasson og Halla Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2010 06:15 Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður dómsmála- og mannréttindaráðherra Neyðarmóttaka vegna nauðgunar og Stígamót taka á móti að meðaltali 230 manneskjum árlega sem leita sér aðstoðar eftir að hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun. Neyðarmóttaka veitir eins og nafnið gefur til kynna neyðarþjónustu eftir ofbeldi en fólk leitar til Stígamóta til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Samtals hafa um 1.600 manns leitað sér aðstoðar á þessum tveimur stöðum á síðustu sjö árum. Þolendur nauðgana eru í miklum meirihluta konur og ofbeldismennirnir í langflestum tilfellum karlar. Rétt er að taka fram að hér er ekki meðtalið kynferðislegt ofbeldi gegn börnum en að því viðbættu tvöfaldast fjöldinn. Árið 2009 komu 233 nauðgunarmál á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu bárust hins vegar aðeins 65 kærur. 42 mál fóru áfram til Ríkissaksóknara, ákært var í 14 málum og sakfellt í átta. Átta mál af 233 gera 3,4%. Á undanförnum sjö árum hefur þetta hlutfall hæst orðið 6,8%.Endurmenntun og hærri miskabætur Vegna þessara tölfræðilegu staðreynda boðaði dómsmála- og mannréttindaráðherra til samráðsfundar um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu föstudaginn 12. nóvember sl. Til fundarins komu, svo dæmi séu tekin, fulltrúar Stígamóta, Neyðarmóttöku, lögreglu, Ríkissaksóknara, dómstólaráðs, Mannréttindaskrifstofu, Femínistafélags Íslands og þingflokka. Þátttakendum var skipt upp í smærri hópa og tekin voru til umræðu fimm efni: Löggjöf, kærur, lögregluransókn, ákærur og dómstólar. Í öllum hópunum spunnust frjóar umræður og lagðar voru fram ýmsar tillögur til úrbóta. Meðal þess sem fram kom á fundinum var að stofnun sérstakrar kynferðisbrotadeildar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið til miklla bóta en flutningur fleiri málaflokka undir sömu deild hefði verið skref aftur á bak. Skiptar skoðanir voru um hvort kynferðisbrotadeild ætti að starfa á landsvísu en rík áhersla var lögð á mikilvægi fyrstu klukkustundanna í rannsókn nauðgunarmála. Þá var einnig rætt hvort lögregla ætti, í samræmi við lög, alltaf að bregðast við með rannsókn þegar nauðgunarmál koma upp fremur en að láta brotaþola taka ákvörðun um kæru. Meðal hugmynda sem komu fram voru rannsókn á áhrifum breytinga á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga frá árinu 2007; kynningarátak um viðbrögð við nauðgun; endurmenntunarnámskeið fyrir dómara um áhrif kynferðislegs ofbeldis á brotaþola; endurskoðun á lögum sem fjalla um réttargæslumenn; a.m.k. tvær konur sitji í fjölskipuðum dómi í nauðgunarmálum og að miskabætur til brotaþola verði hærri. Þessar hugmyndir og fleiri verða unnar áfram á vettvangi dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og þá í samráði við lykilaðila varðandi hverja ákvörðun fyrir sig. Svar okkar er nei Fyrir aðeins örfáum áratugum var kynferðislegt ofbeldi ekki til umræðu á Íslandi og margir litu svo á að slíkt ofbeldi ætti sér aðeins stað úti í hinum stóra heimi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, ekki síst fyrir tilstuðlan kvennahreyfingarinnar, sem hefur barist við að ná eyrum samfélagsins og oft mátt þola svívirðingar fyrir það eitt að vekja máls á nauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi. Fundurinn í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er aðeins lítið skref í þessari baráttu. Það getur verið freistandi að líta á nauðganir sem einstaklingsbundinn valda. Fjöldi þeirra sýnir hins vegar skýrt fram á að þetta ofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál. Nauðgun er ekki aðeins ógn við líf og heilsu þeirra sem fyrir slíku ofbeldi verða heldur einnig hinna sem þurfa að lifa við ógnina við ofbeldi. Á þessu þarf að taka með lögum og framfylgd laga en líka með menntun, fræðslu, forvörnum og hugarfarsbreytingu. Sem samfélag þurfum við að líta inn á við og spyrja: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi?" Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður dómsmála- og mannréttindaráðherra Neyðarmóttaka vegna nauðgunar og Stígamót taka á móti að meðaltali 230 manneskjum árlega sem leita sér aðstoðar eftir að hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun. Neyðarmóttaka veitir eins og nafnið gefur til kynna neyðarþjónustu eftir ofbeldi en fólk leitar til Stígamóta til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Samtals hafa um 1.600 manns leitað sér aðstoðar á þessum tveimur stöðum á síðustu sjö árum. Þolendur nauðgana eru í miklum meirihluta konur og ofbeldismennirnir í langflestum tilfellum karlar. Rétt er að taka fram að hér er ekki meðtalið kynferðislegt ofbeldi gegn börnum en að því viðbættu tvöfaldast fjöldinn. Árið 2009 komu 233 nauðgunarmál á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu bárust hins vegar aðeins 65 kærur. 42 mál fóru áfram til Ríkissaksóknara, ákært var í 14 málum og sakfellt í átta. Átta mál af 233 gera 3,4%. Á undanförnum sjö árum hefur þetta hlutfall hæst orðið 6,8%.Endurmenntun og hærri miskabætur Vegna þessara tölfræðilegu staðreynda boðaði dómsmála- og mannréttindaráðherra til samráðsfundar um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu föstudaginn 12. nóvember sl. Til fundarins komu, svo dæmi séu tekin, fulltrúar Stígamóta, Neyðarmóttöku, lögreglu, Ríkissaksóknara, dómstólaráðs, Mannréttindaskrifstofu, Femínistafélags Íslands og þingflokka. Þátttakendum var skipt upp í smærri hópa og tekin voru til umræðu fimm efni: Löggjöf, kærur, lögregluransókn, ákærur og dómstólar. Í öllum hópunum spunnust frjóar umræður og lagðar voru fram ýmsar tillögur til úrbóta. Meðal þess sem fram kom á fundinum var að stofnun sérstakrar kynferðisbrotadeildar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið til miklla bóta en flutningur fleiri málaflokka undir sömu deild hefði verið skref aftur á bak. Skiptar skoðanir voru um hvort kynferðisbrotadeild ætti að starfa á landsvísu en rík áhersla var lögð á mikilvægi fyrstu klukkustundanna í rannsókn nauðgunarmála. Þá var einnig rætt hvort lögregla ætti, í samræmi við lög, alltaf að bregðast við með rannsókn þegar nauðgunarmál koma upp fremur en að láta brotaþola taka ákvörðun um kæru. Meðal hugmynda sem komu fram voru rannsókn á áhrifum breytinga á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga frá árinu 2007; kynningarátak um viðbrögð við nauðgun; endurmenntunarnámskeið fyrir dómara um áhrif kynferðislegs ofbeldis á brotaþola; endurskoðun á lögum sem fjalla um réttargæslumenn; a.m.k. tvær konur sitji í fjölskipuðum dómi í nauðgunarmálum og að miskabætur til brotaþola verði hærri. Þessar hugmyndir og fleiri verða unnar áfram á vettvangi dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og þá í samráði við lykilaðila varðandi hverja ákvörðun fyrir sig. Svar okkar er nei Fyrir aðeins örfáum áratugum var kynferðislegt ofbeldi ekki til umræðu á Íslandi og margir litu svo á að slíkt ofbeldi ætti sér aðeins stað úti í hinum stóra heimi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, ekki síst fyrir tilstuðlan kvennahreyfingarinnar, sem hefur barist við að ná eyrum samfélagsins og oft mátt þola svívirðingar fyrir það eitt að vekja máls á nauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi. Fundurinn í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er aðeins lítið skref í þessari baráttu. Það getur verið freistandi að líta á nauðganir sem einstaklingsbundinn valda. Fjöldi þeirra sýnir hins vegar skýrt fram á að þetta ofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál. Nauðgun er ekki aðeins ógn við líf og heilsu þeirra sem fyrir slíku ofbeldi verða heldur einnig hinna sem þurfa að lifa við ógnina við ofbeldi. Á þessu þarf að taka með lögum og framfylgd laga en líka með menntun, fræðslu, forvörnum og hugarfarsbreytingu. Sem samfélag þurfum við að líta inn á við og spyrja: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi?" Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun