Gefðu oss Guð, meira þras! 27. ágúst 2010 06:00 Gefðu oss Guð, meira puð." Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð" var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara. Þrasgirni Íslendinga er löngu kunn. Árum saman þrösuðu Íslendingar með boðaföllum í sjálfstæðisbaráttunni yfir ríkisráðsákvæðinu, sem hér á landi var kallað „fleygurinn". Loks komust menn á snoðir um að „fleygurinn" skipti engu máli. Þá lauk þrasi. Halldór Laxness kvað upp þann dóm, að Íslendingar þrösuðu ávallt um aukaatriði og tittlingaskít. Þegar kæmi að kjarna máls setti menn hljóða. Slíkt þjónar ekki þrasi. Menn þrösuðu um byggingu Búrfellsvikjunar og álverið í Straumsvík. „Hafnarfjörður verður óbyggilegur vegna barnadauða af völdum mengunar." „Það er ekki satt." „Jú, víst." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Þjóðin þrasaði vegna EFTA. „Nú verður selt sjálfstæði þjóðarinnar." „Nei." „Jú." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Samningurinn um EES. „Ísland mun nú fyllast af portúgölskum, spænskum og ítölskum lýð sem sest upp á velferðarkerfið." „Nei." „Jú, víst." „Nei!" „Jú, víst." Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Muna menn byggingu Perlunnar, Ráðhússins í Tjörninni og Hæstaréttarhússins? Hvílík reiðinnar ósköp sem þjóðin gat þrasað. Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Hvílík skelfing! Í hálfan annan áratug hafa menn þrasað um hugsanlega aðild að ESB. Einn fullyrðir að um glapræði sé að ræða - ókostirnir séu svona og svona. Annar fullyrðir hið algerlega gagnstæða - kostirnir séu þvert á móti þessir og þessir. Eftir þessu sama spori í sama hring hefur þrasið gengið - hring eftir hring, ár eftir ár. Nú stendur til að gá hvaða kostir gefist. En þá má það ekki. Af hverju ekki? Af því að þá verður þrasið frá þjóðinni tekið. Þá koma landsmenn að kjarna máls. Slíkt á ekki við Íslendinga. En alltaf má þá búa til nýtt þras. Þá geta menn þrasað um hvort nokkuð sé að marka niðurstöður samninga. „Þær niðurstöður er ekkert að marka því þær munu ekki standast fyrir Evrópurétti." „Jú, víst." „Nei, ekki." „Jú." „Nei." Drottinn minn góður gefðu að þrasið sé ekki frá þjóðinni tekið. Nóg er nú samt, sem dunið hefur yfir þessa þjóð! „Gefðu oss Guð, meira þras." Til allrar hamingju fyrir þjóðarsálina eru ekki horfur á að þau ósköp verði að vondir menn taki af oss vélaþras. Það væru jú landráð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Gefðu oss Guð, meira puð." Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð" var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara. Þrasgirni Íslendinga er löngu kunn. Árum saman þrösuðu Íslendingar með boðaföllum í sjálfstæðisbaráttunni yfir ríkisráðsákvæðinu, sem hér á landi var kallað „fleygurinn". Loks komust menn á snoðir um að „fleygurinn" skipti engu máli. Þá lauk þrasi. Halldór Laxness kvað upp þann dóm, að Íslendingar þrösuðu ávallt um aukaatriði og tittlingaskít. Þegar kæmi að kjarna máls setti menn hljóða. Slíkt þjónar ekki þrasi. Menn þrösuðu um byggingu Búrfellsvikjunar og álverið í Straumsvík. „Hafnarfjörður verður óbyggilegur vegna barnadauða af völdum mengunar." „Það er ekki satt." „Jú, víst." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Þjóðin þrasaði vegna EFTA. „Nú verður selt sjálfstæði þjóðarinnar." „Nei." „Jú." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Samningurinn um EES. „Ísland mun nú fyllast af portúgölskum, spænskum og ítölskum lýð sem sest upp á velferðarkerfið." „Nei." „Jú, víst." „Nei!" „Jú, víst." Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Muna menn byggingu Perlunnar, Ráðhússins í Tjörninni og Hæstaréttarhússins? Hvílík reiðinnar ósköp sem þjóðin gat þrasað. Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Hvílík skelfing! Í hálfan annan áratug hafa menn þrasað um hugsanlega aðild að ESB. Einn fullyrðir að um glapræði sé að ræða - ókostirnir séu svona og svona. Annar fullyrðir hið algerlega gagnstæða - kostirnir séu þvert á móti þessir og þessir. Eftir þessu sama spori í sama hring hefur þrasið gengið - hring eftir hring, ár eftir ár. Nú stendur til að gá hvaða kostir gefist. En þá má það ekki. Af hverju ekki? Af því að þá verður þrasið frá þjóðinni tekið. Þá koma landsmenn að kjarna máls. Slíkt á ekki við Íslendinga. En alltaf má þá búa til nýtt þras. Þá geta menn þrasað um hvort nokkuð sé að marka niðurstöður samninga. „Þær niðurstöður er ekkert að marka því þær munu ekki standast fyrir Evrópurétti." „Jú, víst." „Nei, ekki." „Jú." „Nei." Drottinn minn góður gefðu að þrasið sé ekki frá þjóðinni tekið. Nóg er nú samt, sem dunið hefur yfir þessa þjóð! „Gefðu oss Guð, meira þras." Til allrar hamingju fyrir þjóðarsálina eru ekki horfur á að þau ósköp verði að vondir menn taki af oss vélaþras. Það væru jú landráð!
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun