Ekki félagshyggjustjórn enn 17. febrúar 2010 06:00 Björgvin Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina. Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson skrifar um ríkisstjórnina. Margir félagshyggjumenn urðu glaðir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þingsæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélaginu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lofaði því samt að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska velferðarkerfið. Stærsta kosningaloforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niðurÞað er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarðar, sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausumFélagsmálaráðherra hefur einnig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysisbætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grundvelli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnuleysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræðisreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félagshyggju"-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálumRáðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félagshyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skattar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafnaðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki.Síðan hækkar núverandi ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveðið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnarEkkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylkingunni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggjustjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar