Var erlendum sparifjáreigendum mismunað í raun? Ólafur Elíasson, Eiríkur S. Svavarsson og Ragnar F. Ólafsson og Jóhannes Þ. Skúlason skrifa 18. desember 2010 06:00 Því hefur verið haldið fram af Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld hafi mismunað breskum og hollenskum sparifjáreigendum í Icesave-málinu. Íslenskar innistæður hafi verið tryggðar upp í topp en aðrar innistæður hafi verið ótryggðar. Það er rétt að íslensk stjórnvöld gripu til þeirrar neyðarráðstöfunar að gefa út yfirlýsingu um að íslenskar innistæður væru tryggðar að fullu til að koma í veg fyrir algert hrun á Íslandi. Því má hins vegar ekki gleyma að íslensk stjórnvöld gripu líka til ráðstafana sem vörðu hagsmuni erlendra sparifjáreigenda. Með neyðarlögunum var sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi tryggður forgangur að erlendu eignasafni Landsbankans. Með þeirri aðgerð virðast breskum og hollenskum sparifjáreigendum hafa verið tryggðar endurheimtur upp á allt að 90% af þeirri upphæð sem þeir höfðu lagt inn á Icesave, án nokkurrar íhlutunar þarlendra stjórnvalda (miðað við áætlun skilanefndar Landsbankans um endurheimtur). Í þessu sambandi verður að benda á að innistæður á Íslandi voru hins vegar aðeins tryggðar í íslenskum krónum og sú trygging var veitt eftir hrun þegar gengisfall hafði orðið á verðmætum þeirra innistæðna. Mismunandi málsmeðferð er ekki ávísun á mismunun í verðmætum Sé því haldið fram að mismunun hafi átt sér stað er ekki nóg að benda á að aðilar hafi ekki hlotið sömu málsmeðferð. Fyrir dómstólum verða Bretar og Hollendingar einnig að sýna fram á að þeirra sparifjáreigendum hafi ekki verið tryggð sömu verðmæti og þeim íslensku. Við nánari skoðun virðist það ekki vera raunin. Tökum dæmi: Breti sem lagði 10.000 sterlingspund inn á Icesave-reikning í Bretlandi 1. janúar 2008, þegar innlagnir inn á Icesave stóðu í hámarki. Hann ætti nú von á u.þ.b. 9.000 pundum úr þrotabúi Landsbankans vegna íslensku neyðarlaganna. Þessi sparifjáreigandi hefur tapað um 1.000 sterlingspundum og vöxtum á tímabilinu. Þetta væri niðurstaðan hefðu bresk stjórnvöld ekki gripið inn í og greitt Bretanum út innistæðurnar. Berum þetta nú saman við íslenskan sparifjáreigenda sem lagði sömu upphæð inn á reikning Landsbankans í Reykjavík. Hann lagði inn á sparifjárreikning 10.000 sterlingspund sem breyttust í íslenskar krónur. Þannig var innistæða hans 1.240.000 ISK 1. janúar 2008. Þessi innistæða hans hefur borið almenna sparifjárvexti frá þeim tíma og stendur nú í u.þ.b. 1.370.000 ISK. Sé litið til verðmætis þessara króna er augljóst að raunverðmæti þeirra í t.d. sterlingspundum eða annarri mynt á EES-svæðinu er langt undir þeim verðmætum sem breskum sparifjáreigendum voru tryggð með neyðarlögunum sem gáfu þeim forgang í erlendar eigur Landsbankans. Á núverandi gengi fengi íslenski sparifjáreigandinn t.d. aðeins um 6.600 sterlingspund fyrir krónueign sína. Þrátt fyrir ólíka málsmeðferð er ekki augljóst að dómari muni komast að þeirri niðurstöðu að sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið órétti beittir. Enda virðist sem þeim hafi í raun verið tryggð meiri verðmæti út úr bankahruninu en sparifjáreigendum á Íslandi.Jóhannes Þ. SkúlasonRagnar F. ÓlafssonEiríkur S. Svavarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram af Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld hafi mismunað breskum og hollenskum sparifjáreigendum í Icesave-málinu. Íslenskar innistæður hafi verið tryggðar upp í topp en aðrar innistæður hafi verið ótryggðar. Það er rétt að íslensk stjórnvöld gripu til þeirrar neyðarráðstöfunar að gefa út yfirlýsingu um að íslenskar innistæður væru tryggðar að fullu til að koma í veg fyrir algert hrun á Íslandi. Því má hins vegar ekki gleyma að íslensk stjórnvöld gripu líka til ráðstafana sem vörðu hagsmuni erlendra sparifjáreigenda. Með neyðarlögunum var sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi tryggður forgangur að erlendu eignasafni Landsbankans. Með þeirri aðgerð virðast breskum og hollenskum sparifjáreigendum hafa verið tryggðar endurheimtur upp á allt að 90% af þeirri upphæð sem þeir höfðu lagt inn á Icesave, án nokkurrar íhlutunar þarlendra stjórnvalda (miðað við áætlun skilanefndar Landsbankans um endurheimtur). Í þessu sambandi verður að benda á að innistæður á Íslandi voru hins vegar aðeins tryggðar í íslenskum krónum og sú trygging var veitt eftir hrun þegar gengisfall hafði orðið á verðmætum þeirra innistæðna. Mismunandi málsmeðferð er ekki ávísun á mismunun í verðmætum Sé því haldið fram að mismunun hafi átt sér stað er ekki nóg að benda á að aðilar hafi ekki hlotið sömu málsmeðferð. Fyrir dómstólum verða Bretar og Hollendingar einnig að sýna fram á að þeirra sparifjáreigendum hafi ekki verið tryggð sömu verðmæti og þeim íslensku. Við nánari skoðun virðist það ekki vera raunin. Tökum dæmi: Breti sem lagði 10.000 sterlingspund inn á Icesave-reikning í Bretlandi 1. janúar 2008, þegar innlagnir inn á Icesave stóðu í hámarki. Hann ætti nú von á u.þ.b. 9.000 pundum úr þrotabúi Landsbankans vegna íslensku neyðarlaganna. Þessi sparifjáreigandi hefur tapað um 1.000 sterlingspundum og vöxtum á tímabilinu. Þetta væri niðurstaðan hefðu bresk stjórnvöld ekki gripið inn í og greitt Bretanum út innistæðurnar. Berum þetta nú saman við íslenskan sparifjáreigenda sem lagði sömu upphæð inn á reikning Landsbankans í Reykjavík. Hann lagði inn á sparifjárreikning 10.000 sterlingspund sem breyttust í íslenskar krónur. Þannig var innistæða hans 1.240.000 ISK 1. janúar 2008. Þessi innistæða hans hefur borið almenna sparifjárvexti frá þeim tíma og stendur nú í u.þ.b. 1.370.000 ISK. Sé litið til verðmætis þessara króna er augljóst að raunverðmæti þeirra í t.d. sterlingspundum eða annarri mynt á EES-svæðinu er langt undir þeim verðmætum sem breskum sparifjáreigendum voru tryggð með neyðarlögunum sem gáfu þeim forgang í erlendar eigur Landsbankans. Á núverandi gengi fengi íslenski sparifjáreigandinn t.d. aðeins um 6.600 sterlingspund fyrir krónueign sína. Þrátt fyrir ólíka málsmeðferð er ekki augljóst að dómari muni komast að þeirri niðurstöðu að sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið órétti beittir. Enda virðist sem þeim hafi í raun verið tryggð meiri verðmæti út úr bankahruninu en sparifjáreigendum á Íslandi.Jóhannes Þ. SkúlasonRagnar F. ÓlafssonEiríkur S. Svavarsson
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar