LungA haldin í tíunda skipti 10. júlí 2010 08:00 Framkvæmdaráð LungA Allt er nú að verða tilbúið á Seyðisfirði fyrir hina árlegu listahátíð LungA. Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti. Þetta er tíunda árið sem hátíðin er haldin og því má ætla að miklum áfanga sé náð í huga aðstandenda. Hún var haldin árið 2000 í fyrsta sinn í þeirri mynd sem hún er í dag. Þá tóku um 20 ungmenni þátt í listasmiðjunum. Í ár eru um 98 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára sem skráð eru í smiðjurnar. Í ár koma einnig 30 ungmenni að utan, tólf frá Danmörku, tólf frá Finnlandi og átta frá Noregi. Tískusýningar eru meðal þess sem er á dagskrá LungA. „Ég held þetta verði æðislegt! Við erum öll mætt tímalega í fyrsta sinn fyrir hátíðina og náum að vera smá tíma saman áður en hún byrjar. Við hlökkum allavega rosalega til,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn af stofnendum listahátíðarinnar LungA. Framkvæmdaráð telur um átta manns auk framkvæmdastjórans, Aðalheiðar Borgþórsdóttur, sem gengur undir nafninu mamma-LungA. Að auki verða um 20 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum sem sjá um gæslu á hátíðinni. Auk listasmiðja yfir daginn eru uppákomur öll kvöld sem opnar eru almenningi. Um helgina er mikil dagskrá sem um 3.000-4.000 manns hafa sótt síðustu ár. „Á laugardaginn verður Pop Up markaður, listaopnanir og við frumsýnum LungAbókina sem gefin verður út í tilefni afmælisins,“ segir Björt. „Auk þess erum við með tónleikaveislur alla helgina en aðalafmælistónleikarnir eru á laugardaginn frá klukkan 16 til eitt eftir miðnætti þar sem spilað er á tveimur sviðum. Slegið verður upp grillveislu þar sem veitingar verða til sölu auk þess sem gestir hafa tök á því að mæta með sinn eigin mat og grilla.“ [email protected] LungA Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti. Þetta er tíunda árið sem hátíðin er haldin og því má ætla að miklum áfanga sé náð í huga aðstandenda. Hún var haldin árið 2000 í fyrsta sinn í þeirri mynd sem hún er í dag. Þá tóku um 20 ungmenni þátt í listasmiðjunum. Í ár eru um 98 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára sem skráð eru í smiðjurnar. Í ár koma einnig 30 ungmenni að utan, tólf frá Danmörku, tólf frá Finnlandi og átta frá Noregi. Tískusýningar eru meðal þess sem er á dagskrá LungA. „Ég held þetta verði æðislegt! Við erum öll mætt tímalega í fyrsta sinn fyrir hátíðina og náum að vera smá tíma saman áður en hún byrjar. Við hlökkum allavega rosalega til,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn af stofnendum listahátíðarinnar LungA. Framkvæmdaráð telur um átta manns auk framkvæmdastjórans, Aðalheiðar Borgþórsdóttur, sem gengur undir nafninu mamma-LungA. Að auki verða um 20 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum sem sjá um gæslu á hátíðinni. Auk listasmiðja yfir daginn eru uppákomur öll kvöld sem opnar eru almenningi. Um helgina er mikil dagskrá sem um 3.000-4.000 manns hafa sótt síðustu ár. „Á laugardaginn verður Pop Up markaður, listaopnanir og við frumsýnum LungAbókina sem gefin verður út í tilefni afmælisins,“ segir Björt. „Auk þess erum við með tónleikaveislur alla helgina en aðalafmælistónleikarnir eru á laugardaginn frá klukkan 16 til eitt eftir miðnætti þar sem spilað er á tveimur sviðum. Slegið verður upp grillveislu þar sem veitingar verða til sölu auk þess sem gestir hafa tök á því að mæta með sinn eigin mat og grilla.“ [email protected]
LungA Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira