Kærður fyrir tuttugu kynferðisbrot á löngu árabili 16. september 2010 06:00 Héraðsdómur Suðurlands Nítján konur lögðu fram kærur gegn hálfáttræðum karlmanni fyrir kynferðisbrot, eftir að rannsókn hófst á meintu kynferðisbroti hans gegn fimm ára stúlkubarni í Vestmannaeyjum í fyrra. Konurnar nítján kærðu manninn fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar þær voru ungar en málin reyndust öll vera fyrnd. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn í máli litlu stúlkunnar en því var áfrýjað og er það nú fyrir Hæstarétti. Það varðar meint kynferðisbrot gegn barninu í maí 2009. Foreldrar stúlkunnar kærðu manninn til lögreglu. Honum var gefið að sök að hafa farið með stúlkubarnið inn í hús sitt og haft þar í frammi ýmsar kynferðislegar athafnir. Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann sagði stúlkuna aldrei hafa farið inn í húsið heldur hefðu þau einungis átt orðastað utan þess. Staðfest var að maðurinn og stúlkan voru ein til frásagnar um ferðir hennar í tæpa klukkustund á þeim degi sem meint kynferðisbrot hafði átt sér stað. Stúlkan sagði föður sínum hins vegar að hún hefði verið í húsinu hjá manninum á þeim tíma. Í skýrslu sálfræðings, sem falið var að meta andlegt ástand mannsins, kom fram að hann hafði greint manninn með barnahneigð. Kærurnar nítján sem bárust á manninn eftir að rannsókn málsins fór af stað voru mjög líkar og lýstu mjög líkum aðstæðum og hegðun hans gagnvart stúlkubörnum. Ein þeirra kvenna sem lögðu fram kæru var sonardóttir mannnsins, en það mál reyndist nýlega fyrnt. Hann kannaðist í viðtali hjá sálfræðingnum við atvik árið 1995, þegar hún var fimm ára og var í pössun hjá honum. Maðurinn sagði barnið hafa átt upptökin meðan hann dottaði fyrir framan sjónvarpið. Maðurinn var sýknaður í sumar í Héraðsdómi Suðurlands, en ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar, þar sem málið bíður meðferðar. - jss Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Á sér langra sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Sjá meira
Nítján konur lögðu fram kærur gegn hálfáttræðum karlmanni fyrir kynferðisbrot, eftir að rannsókn hófst á meintu kynferðisbroti hans gegn fimm ára stúlkubarni í Vestmannaeyjum í fyrra. Konurnar nítján kærðu manninn fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar þær voru ungar en málin reyndust öll vera fyrnd. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn í máli litlu stúlkunnar en því var áfrýjað og er það nú fyrir Hæstarétti. Það varðar meint kynferðisbrot gegn barninu í maí 2009. Foreldrar stúlkunnar kærðu manninn til lögreglu. Honum var gefið að sök að hafa farið með stúlkubarnið inn í hús sitt og haft þar í frammi ýmsar kynferðislegar athafnir. Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann sagði stúlkuna aldrei hafa farið inn í húsið heldur hefðu þau einungis átt orðastað utan þess. Staðfest var að maðurinn og stúlkan voru ein til frásagnar um ferðir hennar í tæpa klukkustund á þeim degi sem meint kynferðisbrot hafði átt sér stað. Stúlkan sagði föður sínum hins vegar að hún hefði verið í húsinu hjá manninum á þeim tíma. Í skýrslu sálfræðings, sem falið var að meta andlegt ástand mannsins, kom fram að hann hafði greint manninn með barnahneigð. Kærurnar nítján sem bárust á manninn eftir að rannsókn málsins fór af stað voru mjög líkar og lýstu mjög líkum aðstæðum og hegðun hans gagnvart stúlkubörnum. Ein þeirra kvenna sem lögðu fram kæru var sonardóttir mannnsins, en það mál reyndist nýlega fyrnt. Hann kannaðist í viðtali hjá sálfræðingnum við atvik árið 1995, þegar hún var fimm ára og var í pössun hjá honum. Maðurinn sagði barnið hafa átt upptökin meðan hann dottaði fyrir framan sjónvarpið. Maðurinn var sýknaður í sumar í Héraðsdómi Suðurlands, en ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar, þar sem málið bíður meðferðar. - jss
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Á sér langra sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Sjá meira