Gengi hlutabréfa í færeyska Eik banka hækkaði um 4,4 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar.
Á sama tíma féll gengi hlutabréfa Century Aluminum um 2,95 prósent og gengi hlutabréfa Marels lækkaði um 0,77 prósent.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,34 prósent og endaði í 940 stigum.