Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Hjalti Þór Hreinsson í Breiðholti skrifar 10. júlí 2010 16:18 Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis. Fréttablaðið/Valli Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. Það var mígandi rigning í Breiðholtinu, henni má einnig líkja með því að hellt hafi verið úr fötu eða þá að það væri eins og rigndi eldi og brennisteini. Bleytan hafði áhrif á leikinn sem var leiðinlegur í fyrri hálfleik. Fjarðabyggð ætlaði greinilega ekki að sækja á mörgum mönnum og lögðu rútunni við eigin vítateig. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið í gegn en það gekk illa. Srdjan Rajkovic varði þó frábærlega frá Kristjáni Páli Jónssyni í besta færi hálfleiksins. Srdjan varði oft á tíðum frábærlega og höfðu Leiknismenn nánast hug á að velja hann mann leiksins, hann hélt liðinu á floti í bókstaflegri merkingu. Austfirðingar færðu sig upp á skaftið í seinni hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir en Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis var ávallt vel á verði og greip vel inn í allar sendingar Austfirðinga. Eina mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins þegar Brynjar skallaði boltann í netið eftir sendingu frá hægri kanti við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir það fékk hann svo miklu betra færi þegar hann slapp einn í gegn en var of lengi að skjóta og færið fór út um þúfur. Kristján Páll skaut einnig í slá í hálfleiknum og Leiknismenn hefðu getað skorað meira. Allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar fengu öll þrjú stigin. Leiknir er með 22 stig og er eitt á toppnum en Víkingar hafa 19 og eiga leik til góða gegn KA á morgun. ÍR er einnig með 19 stig en Leiknir á einn leik til góða á granna sína og Víkingar tvo. Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. Það var mígandi rigning í Breiðholtinu, henni má einnig líkja með því að hellt hafi verið úr fötu eða þá að það væri eins og rigndi eldi og brennisteini. Bleytan hafði áhrif á leikinn sem var leiðinlegur í fyrri hálfleik. Fjarðabyggð ætlaði greinilega ekki að sækja á mörgum mönnum og lögðu rútunni við eigin vítateig. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið í gegn en það gekk illa. Srdjan Rajkovic varði þó frábærlega frá Kristjáni Páli Jónssyni í besta færi hálfleiksins. Srdjan varði oft á tíðum frábærlega og höfðu Leiknismenn nánast hug á að velja hann mann leiksins, hann hélt liðinu á floti í bókstaflegri merkingu. Austfirðingar færðu sig upp á skaftið í seinni hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir en Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis var ávallt vel á verði og greip vel inn í allar sendingar Austfirðinga. Eina mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins þegar Brynjar skallaði boltann í netið eftir sendingu frá hægri kanti við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir það fékk hann svo miklu betra færi þegar hann slapp einn í gegn en var of lengi að skjóta og færið fór út um þúfur. Kristján Páll skaut einnig í slá í hálfleiknum og Leiknismenn hefðu getað skorað meira. Allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar fengu öll þrjú stigin. Leiknir er með 22 stig og er eitt á toppnum en Víkingar hafa 19 og eiga leik til góða gegn KA á morgun. ÍR er einnig með 19 stig en Leiknir á einn leik til góða á granna sína og Víkingar tvo.
Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira