Segir lögregluna hafa vísað á Jón Stóra vegna innheimtu skuldar 20. desember 2010 20:20 „Andrukkarinn" Jón H. Hallgrímsson sagði í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að iðnaðarmaður hefði leitað til hans vegna innheimtu á skuld eftir að hann fékk þau svör hjá lögreglunni að vangoldin laun, sem hann vildi fá greidd, yrðu ekki endurheimt nema með aðstoð manna eins og Jóns. „Iðnaðarmaður leitaði til mín, hann átti inni árslaun hjá verktaka sem var að byggja hús. Hann skipti um kennitölu og lifði svo eins og kóngur," sagði Jón, eða Jón Stóri eins og hann er oftast kallaður, í viðtali í Íslandi í dag. Jón sagði manninn hafa leitað lagalegs rétts síns vegna vangoldinna launa án árangurs. Jón segist svo hafa spurt manninn hvar hann hafi fengið númerið þegar hann hafði samband, „hann sagðist bara hafa farið niður á lögreglustöð og þeir sögðu að eina leiðin til þess að fá þessa skuld væri að tala við Jón eða vini hans," sagði Jón sem dreymir um að opna innheimtufyrirtæki með ritara einn daginn. Þá játaði Jón í viðtalinu að hann hefði innheimt fíkniefnaskuldir og til handalögmála hefði komið. „Það hefur komið fyrir að það hafi komið til handalögmáls vegna skuldar en ég stunda það ekki að beita ofbeldi við innheimtingu skulda," útskýrði Jón. Hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma. Hann áréttaði að hann væri ekki handrukkari, hann væri frekar andrukkari, eins og hann orðaði það sjálfur. Aðspurður á hverju hann lifði svaraði Jón því til að hann hagnaðist helst á braski. Þannig gerði hann upp íbúð í miðbænum og seldi svo tveimur mánuðum síðar með tæplega tíu milljón króna hagnaði. Hægt er að horfa á viðtalið við þennan umdeilda mann í viðhenginu þar sem hann lýsir einnig fíkniefnaneyslu sinni. Hann var varaður við af lækni að hann ætti þrjú ár eftir ef hann hætti ekki í þeirri hörðu neyslu sem hann var í. Þá er einnig rætt við Helga Jean Claessen, sem ritaði bók um Jón. Mál Jóns stóra Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Andrukkarinn" Jón H. Hallgrímsson sagði í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að iðnaðarmaður hefði leitað til hans vegna innheimtu á skuld eftir að hann fékk þau svör hjá lögreglunni að vangoldin laun, sem hann vildi fá greidd, yrðu ekki endurheimt nema með aðstoð manna eins og Jóns. „Iðnaðarmaður leitaði til mín, hann átti inni árslaun hjá verktaka sem var að byggja hús. Hann skipti um kennitölu og lifði svo eins og kóngur," sagði Jón, eða Jón Stóri eins og hann er oftast kallaður, í viðtali í Íslandi í dag. Jón sagði manninn hafa leitað lagalegs rétts síns vegna vangoldinna launa án árangurs. Jón segist svo hafa spurt manninn hvar hann hafi fengið númerið þegar hann hafði samband, „hann sagðist bara hafa farið niður á lögreglustöð og þeir sögðu að eina leiðin til þess að fá þessa skuld væri að tala við Jón eða vini hans," sagði Jón sem dreymir um að opna innheimtufyrirtæki með ritara einn daginn. Þá játaði Jón í viðtalinu að hann hefði innheimt fíkniefnaskuldir og til handalögmála hefði komið. „Það hefur komið fyrir að það hafi komið til handalögmáls vegna skuldar en ég stunda það ekki að beita ofbeldi við innheimtingu skulda," útskýrði Jón. Hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma. Hann áréttaði að hann væri ekki handrukkari, hann væri frekar andrukkari, eins og hann orðaði það sjálfur. Aðspurður á hverju hann lifði svaraði Jón því til að hann hagnaðist helst á braski. Þannig gerði hann upp íbúð í miðbænum og seldi svo tveimur mánuðum síðar með tæplega tíu milljón króna hagnaði. Hægt er að horfa á viðtalið við þennan umdeilda mann í viðhenginu þar sem hann lýsir einnig fíkniefnaneyslu sinni. Hann var varaður við af lækni að hann ætti þrjú ár eftir ef hann hætti ekki í þeirri hörðu neyslu sem hann var í. Þá er einnig rætt við Helga Jean Claessen, sem ritaði bók um Jón.
Mál Jóns stóra Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira