Hámark siðferðis Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 19. febrúar 2010 06:00 Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um siðferði og viðskipti. Það er ekki brýnasta verkefni íslenskra bankastjóra að hámarka arðsemi til skamms tíma. Miklu mikilvægara er að hámarka siðferði til langs tíma. Þetta blasir við þegar sértæk skuldaaðlögun fyrirtækja stendur yfir. Þar verður ekki unað við þá þversögn að fulltrúar helstu gjaldþrota íslensks viðskiptalífs njóti forkaupsréttar á glötuðum eignum sínum. Og hvað segir það aukinheldur um hrunalærdóminn að þeir einir geta boðið best sem tapað hafa mestu? Nú er það ekki svo að stjórnmálamenn eigi að ákveða hvaða einstaklingar mega reka fyrirtæki. Aftur á móti er pólitísk stefnumótun í þessum efnum afar mikilvæg - og sömuleiðis eftirfylgni þingheims. Skortur á hvorutveggju er samfélaginu háskalegur eins og nöturleg dæmin sanna. Illskiljanlegt er að nýir bankastjórnendur hampi þeim helst sem verst hafa leikið íslenskt viðskiptalíf á síðustu árum. Öllu verra er að þeir njóti afskrifta og ívilnana umfram almenning. Það er eðlileg krafa að athafnamenn, sem hafa réttarstöðu grunaðra í bankahruninu, fái ekki óhindraðan aðgang að fyrri eignum sínum. Í reynd ber að taka fyrir það. Fyrir því hlýtur að vera meirihluti á Alþingi. Engin ástæða er til að gefa afslátt af íslensku réttarkerfi við siðvæðingu viðskiptalífsins. Sakleysi gildir uns sekt er sönnuð. Því má vel vera að flestir þeir kaupahéðnar sem fremstir fóru í krosseignakapphlaupinu - og ekki hafa fengið réttarstöðu grunaðra - megi sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að skiptum gæðanna, en þeir eiga ekki að njóta forkaupsréttar. Hámörkun fjár má ekki vera á kostnað hámörkun siðferðis. Og svo er hitt: Almenn og opin útboð hljóta hér að vera meginreglan. Hitt er fullreynt í þröngu, myrkvuðu og líkast til mygluðu handvali. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um siðferði og viðskipti. Það er ekki brýnasta verkefni íslenskra bankastjóra að hámarka arðsemi til skamms tíma. Miklu mikilvægara er að hámarka siðferði til langs tíma. Þetta blasir við þegar sértæk skuldaaðlögun fyrirtækja stendur yfir. Þar verður ekki unað við þá þversögn að fulltrúar helstu gjaldþrota íslensks viðskiptalífs njóti forkaupsréttar á glötuðum eignum sínum. Og hvað segir það aukinheldur um hrunalærdóminn að þeir einir geta boðið best sem tapað hafa mestu? Nú er það ekki svo að stjórnmálamenn eigi að ákveða hvaða einstaklingar mega reka fyrirtæki. Aftur á móti er pólitísk stefnumótun í þessum efnum afar mikilvæg - og sömuleiðis eftirfylgni þingheims. Skortur á hvorutveggju er samfélaginu háskalegur eins og nöturleg dæmin sanna. Illskiljanlegt er að nýir bankastjórnendur hampi þeim helst sem verst hafa leikið íslenskt viðskiptalíf á síðustu árum. Öllu verra er að þeir njóti afskrifta og ívilnana umfram almenning. Það er eðlileg krafa að athafnamenn, sem hafa réttarstöðu grunaðra í bankahruninu, fái ekki óhindraðan aðgang að fyrri eignum sínum. Í reynd ber að taka fyrir það. Fyrir því hlýtur að vera meirihluti á Alþingi. Engin ástæða er til að gefa afslátt af íslensku réttarkerfi við siðvæðingu viðskiptalífsins. Sakleysi gildir uns sekt er sönnuð. Því má vel vera að flestir þeir kaupahéðnar sem fremstir fóru í krosseignakapphlaupinu - og ekki hafa fengið réttarstöðu grunaðra - megi sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að skiptum gæðanna, en þeir eiga ekki að njóta forkaupsréttar. Hámörkun fjár má ekki vera á kostnað hámörkun siðferðis. Og svo er hitt: Almenn og opin útboð hljóta hér að vera meginreglan. Hitt er fullreynt í þröngu, myrkvuðu og líkast til mygluðu handvali. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar