Ögmundur Jónasson : ASÍ: Icesave er stóriðjustefna Ögmundur Jónasson skrifar 10. apríl 2010 06:00 Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og gengið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða aukalega í erlendum skuldbindingum. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody"s sér til stuðnings, en rannsóknir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðugar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody"s og annarra ámóta álitsgjafa; fara í saumana á staðhæfingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody"s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöðugar þar sem Norðurlandaþjóðirnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusambandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesave og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir áframhaldandi stóriðjustefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tímann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri niðurstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðingar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frágangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóðinni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem langvinna baráttu – sjálfstæðisbaráttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og gengið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða aukalega í erlendum skuldbindingum. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody"s sér til stuðnings, en rannsóknir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðugar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody"s og annarra ámóta álitsgjafa; fara í saumana á staðhæfingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody"s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöðugar þar sem Norðurlandaþjóðirnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusambandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesave og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir áframhaldandi stóriðjustefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tímann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri niðurstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðingar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frágangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóðinni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem langvinna baráttu – sjálfstæðisbaráttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun