Engir örðugleikar milli Schumacher og Rosberg 25. mars 2010 10:38 Michael Schumacher og Nico Rosberg vinna vel saman hjá Mercedes, þó sumir blaðamenn vilji kannski etja þeim saman að sögn Rosbergs til að skapa spennandi fyrirsagnir. mynd: Getty Images Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir. Hann segist sakna þess að geta ekki sagt hvað sem er um tilveruna, þar sem því geti verið snúið á hvolf. Þetta fylgir því að vera liðsfélagi margfalds meistara, en samskipti þeirra hafa hins vegar verið afburðar góð og ekki yfir neinu að kvarta. Mercedes lið þeirra félaga keppir í Melbourne í Ástralíu um helgina. „Því miður þarf ég nú að tala gætilega svo það verði ekki mistúlkað. Ég vil ekki skapa æsandi fyrirsagnir og það er reyndar ekki minn karakter. Ég er í góðri stöðu að vera liðsfélagi Schumachers. Ef ég er fyrir aftan hann, þá þykir það eðlliegt, ef ég er á undan, þá er ég að standa mig vel og ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel á árinu," sagði Rosberg. Mikil umfjöllun hefur fylgt endurkomu Schumachers og að sumu leyti hefur það verið heppilegt fyrir Rosberg, sem fær kannski meiri vinnufrið. En á stundum líka athygli sem liðsfélagi sjöfalds meistara og því borin saman við hann. Rosberg var á undan Schumacher í fyrsta móti ársins, en hefði viljað komast ofar en í fimmta sæti. Bíll Rosberg og Schumachers er undirstýrður og það hentar ekki akstursstíl Rosbergs, né heldur Schumachers. Þeir eru að vinna í að breyta bílnum til betri vegar. Schumacher naut sérþjónustu þegar hann var hjá Ferrari og Rubens Barrichello kvartaði yfir þessu á sínum tíma. En Rosberg kann vel við samskipti þeirra tveggja og það hallar á hvorugan í samskiptum við Mercedes liðið, en Ross Brawn stýrir gangi mála og var einmitt náin samstarfsmaður Schumachers hjá Ferrari. „Það hefur allt gengið eins og í sögu. Schumacher er opinnskár og vingjarnlegur og er ekkert að vinna að því að rústa mér sem liðsfélaga. Hann er afslappaður og það breytti engu þó ég kæmi á undan honum í endamark í fyrsta móti ársins. Við erum sterkir saman og vinnum með liðinu að þróa bílinn. Þá erum við á sömu skoðun um hvað þarf að gera og það hjálpar liðinu", sagði Rosberg. Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir. Hann segist sakna þess að geta ekki sagt hvað sem er um tilveruna, þar sem því geti verið snúið á hvolf. Þetta fylgir því að vera liðsfélagi margfalds meistara, en samskipti þeirra hafa hins vegar verið afburðar góð og ekki yfir neinu að kvarta. Mercedes lið þeirra félaga keppir í Melbourne í Ástralíu um helgina. „Því miður þarf ég nú að tala gætilega svo það verði ekki mistúlkað. Ég vil ekki skapa æsandi fyrirsagnir og það er reyndar ekki minn karakter. Ég er í góðri stöðu að vera liðsfélagi Schumachers. Ef ég er fyrir aftan hann, þá þykir það eðlliegt, ef ég er á undan, þá er ég að standa mig vel og ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel á árinu," sagði Rosberg. Mikil umfjöllun hefur fylgt endurkomu Schumachers og að sumu leyti hefur það verið heppilegt fyrir Rosberg, sem fær kannski meiri vinnufrið. En á stundum líka athygli sem liðsfélagi sjöfalds meistara og því borin saman við hann. Rosberg var á undan Schumacher í fyrsta móti ársins, en hefði viljað komast ofar en í fimmta sæti. Bíll Rosberg og Schumachers er undirstýrður og það hentar ekki akstursstíl Rosbergs, né heldur Schumachers. Þeir eru að vinna í að breyta bílnum til betri vegar. Schumacher naut sérþjónustu þegar hann var hjá Ferrari og Rubens Barrichello kvartaði yfir þessu á sínum tíma. En Rosberg kann vel við samskipti þeirra tveggja og það hallar á hvorugan í samskiptum við Mercedes liðið, en Ross Brawn stýrir gangi mála og var einmitt náin samstarfsmaður Schumachers hjá Ferrari. „Það hefur allt gengið eins og í sögu. Schumacher er opinnskár og vingjarnlegur og er ekkert að vinna að því að rústa mér sem liðsfélaga. Hann er afslappaður og það breytti engu þó ég kæmi á undan honum í endamark í fyrsta móti ársins. Við erum sterkir saman og vinnum með liðinu að þróa bílinn. Þá erum við á sömu skoðun um hvað þarf að gera og það hjálpar liðinu", sagði Rosberg.
Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira