Ekki félagshyggjustjórn enn Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júní 2010 09:13 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ástæður þess er mikið til umræðu í fjölmiðlum og á Alþingi og mun svo verða lengi enn. Er ljóst eftir útkomu skýrslunnar hverjir eiga sök á bankahruninu? Hverjir eru ábyrgir? Að mínu mati kemur eftirfarandi skýrt fram í skýrslunni: Ofvöxtur bankanna og slælegt eftirlit þeirra aðila, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, er höfuðástæða hrunsins.Bankarnir þöndust of mikið út Menn eru sammála um það í dag, að bankarnir hafi þanist of mikið út. Þeir urðu alltof stórir miðað við stærð íslenska hagkerfisins. En hvers vegna gerðist það og af hverju var ekki tekið í taumana? Ég tel að rekja megi upphafið til einkavæðingar bankanna. Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir af hóflegri stærð og þeir tóku ekki óeðlilega mikil lán erlendis. En við einkavæðingu bankanna urðu alger umskipti í þessum efnum. Bankarnir komust þá í hendur manna, sem kunnu ekki að reka banka og höfðu enga þekkingu á bankarekstri og síst á alþjóðlegri bankastarfsemi. Hinir nýju eigendur breyttu bönkunum í fjárfestingar- og braskstofnanir. Einkabankarnir byrjuðu að taka óhóflega mikil erlend lán til þess að fjármagna fjárfestingar erlendis, kaup á bönkum og öðrum fyrirtækjum. Lántökur bankanna urðu svo miklar erlendis, að skuldir bankanna námu orðið 8 til 10-faldri þjóðarframleiðslu. Þetta var svo mikil skuldsetning, að engin leið var fyrir bankana að greiða þessar skuldir til baka. Ekkert mátti út af bera til þess að illa færi. Og þegar erlendar fjármálastofnanir kipptu að sér hendinni og neituðu að framlengja lán íslensku bankanna hrundu þeir eins og spilaborgir. Ég tel, að ef bankarnir hefðu áfram verið ríkisbankar hefðu þeir staðist erlendu bankakreppuna.Eftirlitsstofnanir brugðust Gátu eftirlitsstofnanir, Fjármálaeftirlit (FME) og Seðlabanki ekki tekið í taumana og stöðvað útþenslu bankanna?Jú, þær gátu það. Þær höfðu nægar heimildir til þess. Fjármálaeftirlitið veitir fjármálastofnunum starfsleyfi og getur afturkallað þau leyfi. Fjármálaeftirlitið getur farið inn í bankana og skoðað öll gögn, sem það vill athuga. FME getur boðað fund í stjórn fjármálastofnana. FME getur vikið stjórn og framkvæmdastjóra fjármálastofnunar frá störfum. FME hefði getað sett Landsbankanum nokkurra mánaða frest til þess að breyta útibúum í Bretlandi og Hollandi í dótturfyrirtæki að viðlagðri afturköllun starfsleyfa útibúanna. Ef það hefði verið gert væri ekkert Icesave-vandamál í dag. Þá hefði Icesave heyrt undir Breta og Hollendinga. Þessar þjóðir hefðu þá orðið að ábyrgjast innstæður á Icesave-reikningum. Seðlabankinn gat stöðvað lántökur bankanna erlendis. Það hefði mátt gera í áföngum en markmiðið hefði átt að vera að minnka bankana. Seðlabankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna, sem hefði torveldað stækkun þeirra og sennilega stöðvað hana. En í stað þess að auka bindiskylduna afnam Seðlabankinn hana. FME var alveg máttlaus eftirlitsaðili, án nokkurs myndugleika. Seðlabankinn var aðgerðarlaus gagnvart stækkun bankanna. Það eina sem bankinn hafði áhuga á var stækkun gjaldeyrisvarasjóðsins. Það var gott og blessað en Seðlabankinn átti einnig að stöðva vöxt bankanna og minnka þá og raunar hefðu FME og Seðlabankinn átt að vinna saman að því verkefni. Furðulegt er, að Seðlabankinn skyldi ekki þiggja tilboð Englandsbanka um að aðstoða Ísland við minnkun bankanna.Frjálshyggjan orsökin? Hvers vegna voru eftirlitsstofnanir aðgerðarlausar?Það var vegna þess að við stjórn í báðum þessum stofnunum, FME og Seðlabanka, voru menn sem trúðu á frjálshyggjuna. Þeir töldu að ekki ætti að hafa of mikið opinbert eftirlit. Allt ætti að vera frjálst, markaðurinn mundi leiðrétta það, sem þyrfti að leiðrétta. Þessi skýring er áreiðanlega rétt og samkvæmt henni ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla sök á hruninu og meiri en aðrir flokkar, þar eð flokkurinn innleiddi frjálshyggjuna í íslenskt þjóðfélag.Hver er ábyrgð stjórnvalda? Eru stjórnvöld saklaus? Báru þau enga ábyrgð. Jú vissulega báru stjórnvöld ábyrgð. Stjórnvöld báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þau áttu að tryggja að bankarnir mundu ekki misnota frelsið. Stjórnvöld áttu að sjá til þess að eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankinn, mundu rækja hlutverk sitt og hafa nauðsynlegt eftirlit með bönkunum. Stjórnvöld áttu ekki að horfa aðgerðarlaus á FME og Seðlabankann sitja með hendur í skauti. Allir þessi aðilar bera ábyrgð. Ekki þýðir að vísa hver á annan. Fyrirtækin bera einnig mikla ábyrgð. Stjórnendur þeirra fóru ógætilega í "góðærinu", fjárfestu of mikið, eyddu of miklu og tóku of mikil lán. Hlutur þeirra í hruninu er mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ástæður þess er mikið til umræðu í fjölmiðlum og á Alþingi og mun svo verða lengi enn. Er ljóst eftir útkomu skýrslunnar hverjir eiga sök á bankahruninu? Hverjir eru ábyrgir? Að mínu mati kemur eftirfarandi skýrt fram í skýrslunni: Ofvöxtur bankanna og slælegt eftirlit þeirra aðila, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, er höfuðástæða hrunsins.Bankarnir þöndust of mikið út Menn eru sammála um það í dag, að bankarnir hafi þanist of mikið út. Þeir urðu alltof stórir miðað við stærð íslenska hagkerfisins. En hvers vegna gerðist það og af hverju var ekki tekið í taumana? Ég tel að rekja megi upphafið til einkavæðingar bankanna. Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir af hóflegri stærð og þeir tóku ekki óeðlilega mikil lán erlendis. En við einkavæðingu bankanna urðu alger umskipti í þessum efnum. Bankarnir komust þá í hendur manna, sem kunnu ekki að reka banka og höfðu enga þekkingu á bankarekstri og síst á alþjóðlegri bankastarfsemi. Hinir nýju eigendur breyttu bönkunum í fjárfestingar- og braskstofnanir. Einkabankarnir byrjuðu að taka óhóflega mikil erlend lán til þess að fjármagna fjárfestingar erlendis, kaup á bönkum og öðrum fyrirtækjum. Lántökur bankanna urðu svo miklar erlendis, að skuldir bankanna námu orðið 8 til 10-faldri þjóðarframleiðslu. Þetta var svo mikil skuldsetning, að engin leið var fyrir bankana að greiða þessar skuldir til baka. Ekkert mátti út af bera til þess að illa færi. Og þegar erlendar fjármálastofnanir kipptu að sér hendinni og neituðu að framlengja lán íslensku bankanna hrundu þeir eins og spilaborgir. Ég tel, að ef bankarnir hefðu áfram verið ríkisbankar hefðu þeir staðist erlendu bankakreppuna.Eftirlitsstofnanir brugðust Gátu eftirlitsstofnanir, Fjármálaeftirlit (FME) og Seðlabanki ekki tekið í taumana og stöðvað útþenslu bankanna?Jú, þær gátu það. Þær höfðu nægar heimildir til þess. Fjármálaeftirlitið veitir fjármálastofnunum starfsleyfi og getur afturkallað þau leyfi. Fjármálaeftirlitið getur farið inn í bankana og skoðað öll gögn, sem það vill athuga. FME getur boðað fund í stjórn fjármálastofnana. FME getur vikið stjórn og framkvæmdastjóra fjármálastofnunar frá störfum. FME hefði getað sett Landsbankanum nokkurra mánaða frest til þess að breyta útibúum í Bretlandi og Hollandi í dótturfyrirtæki að viðlagðri afturköllun starfsleyfa útibúanna. Ef það hefði verið gert væri ekkert Icesave-vandamál í dag. Þá hefði Icesave heyrt undir Breta og Hollendinga. Þessar þjóðir hefðu þá orðið að ábyrgjast innstæður á Icesave-reikningum. Seðlabankinn gat stöðvað lántökur bankanna erlendis. Það hefði mátt gera í áföngum en markmiðið hefði átt að vera að minnka bankana. Seðlabankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna, sem hefði torveldað stækkun þeirra og sennilega stöðvað hana. En í stað þess að auka bindiskylduna afnam Seðlabankinn hana. FME var alveg máttlaus eftirlitsaðili, án nokkurs myndugleika. Seðlabankinn var aðgerðarlaus gagnvart stækkun bankanna. Það eina sem bankinn hafði áhuga á var stækkun gjaldeyrisvarasjóðsins. Það var gott og blessað en Seðlabankinn átti einnig að stöðva vöxt bankanna og minnka þá og raunar hefðu FME og Seðlabankinn átt að vinna saman að því verkefni. Furðulegt er, að Seðlabankinn skyldi ekki þiggja tilboð Englandsbanka um að aðstoða Ísland við minnkun bankanna.Frjálshyggjan orsökin? Hvers vegna voru eftirlitsstofnanir aðgerðarlausar?Það var vegna þess að við stjórn í báðum þessum stofnunum, FME og Seðlabanka, voru menn sem trúðu á frjálshyggjuna. Þeir töldu að ekki ætti að hafa of mikið opinbert eftirlit. Allt ætti að vera frjálst, markaðurinn mundi leiðrétta það, sem þyrfti að leiðrétta. Þessi skýring er áreiðanlega rétt og samkvæmt henni ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla sök á hruninu og meiri en aðrir flokkar, þar eð flokkurinn innleiddi frjálshyggjuna í íslenskt þjóðfélag.Hver er ábyrgð stjórnvalda? Eru stjórnvöld saklaus? Báru þau enga ábyrgð. Jú vissulega báru stjórnvöld ábyrgð. Stjórnvöld báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þau áttu að tryggja að bankarnir mundu ekki misnota frelsið. Stjórnvöld áttu að sjá til þess að eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankinn, mundu rækja hlutverk sitt og hafa nauðsynlegt eftirlit með bönkunum. Stjórnvöld áttu ekki að horfa aðgerðarlaus á FME og Seðlabankann sitja með hendur í skauti. Allir þessi aðilar bera ábyrgð. Ekki þýðir að vísa hver á annan. Fyrirtækin bera einnig mikla ábyrgð. Stjórnendur þeirra fóru ógætilega í "góðærinu", fjárfestu of mikið, eyddu of miklu og tóku of mikil lán. Hlutur þeirra í hruninu er mikill.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun