Jón Halldór: Liðið mitt lítur vissulega vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2010 16:00 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Mynd/Daníel „Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag. „Við lentum á mjög góðum leik á móti KR í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum og að sama skapi lenti KR kannski ekki á góðum leik. Ég geri ráð fyrir að KR hafi spilað betur í meistarakeppninni í gær heldur en á móti okkur. Ég held að deildin verði mikið jafnari en menn halda. Njarðvík er sem dæmi með tvo mjög góða útlendinga og þeim er spáð 7. sæti," segir Jón Halldór en Keflavík tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að vinna 101-70 sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslitaleiknum. „Liðið mitt lítur vissulega vel út og ég er ofboðslega ánægður með útlendinginn minn. Hún er framar björtustu vonum. Hún er rosalega dugleg, kannski ekki besti leikmaðurinn sem þú sérð en hún er að allan tímann og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún gerir líka það sem okkur vantar sem er að taka fráköst," sagði Jón Halldór um Jacquline Adamshick sem var með 22,0 stig og 21,0 frákast að meðaltali í Lengjubikarnum. „Það er búið að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra," segir Jón Halldór. „Við þurfum að spýta aðeins í lófana því það vantar svolítið upp á formið á liðinu. Við eigum helling inni þótt að við höfum spilað vel á móti KR í þessum leik á dögunum. Þær spiluðu að sama skapi ekki vel og þá litum við rosalega vel út. Við eigum töluvert inni í sambandið við úthald og getum hlaupið miklu meira. Þeir sem eru glöggir þeir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka," sagði Jón Halldór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira
„Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag. „Við lentum á mjög góðum leik á móti KR í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum og að sama skapi lenti KR kannski ekki á góðum leik. Ég geri ráð fyrir að KR hafi spilað betur í meistarakeppninni í gær heldur en á móti okkur. Ég held að deildin verði mikið jafnari en menn halda. Njarðvík er sem dæmi með tvo mjög góða útlendinga og þeim er spáð 7. sæti," segir Jón Halldór en Keflavík tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að vinna 101-70 sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslitaleiknum. „Liðið mitt lítur vissulega vel út og ég er ofboðslega ánægður með útlendinginn minn. Hún er framar björtustu vonum. Hún er rosalega dugleg, kannski ekki besti leikmaðurinn sem þú sérð en hún er að allan tímann og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún gerir líka það sem okkur vantar sem er að taka fráköst," sagði Jón Halldór um Jacquline Adamshick sem var með 22,0 stig og 21,0 frákast að meðaltali í Lengjubikarnum. „Það er búið að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra," segir Jón Halldór. „Við þurfum að spýta aðeins í lófana því það vantar svolítið upp á formið á liðinu. Við eigum helling inni þótt að við höfum spilað vel á móti KR í þessum leik á dögunum. Þær spiluðu að sama skapi ekki vel og þá litum við rosalega vel út. Við eigum töluvert inni í sambandið við úthald og getum hlaupið miklu meira. Þeir sem eru glöggir þeir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka," sagði Jón Halldór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira