Tólf rök með Evrópu-sambandsaðild Íslands Benedikt Jóhannesson skrifar 11. febrúar 2010 06:00 Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópusambandsaðild 1. StjórnmálastöðugleikiAllt frá stríðslokum hafa íslensk stjórnvöld valið að skipa sér í sveit með vestrænum lýðræðisþjóðum. Stærstu áfangarnir voru árið 1949, en þá gengu Íslendingar í NATO, árið 1970 gengum við í EFTA og árið 1993 þegar Ísland varð aðili að EES-svæðinu. Þessi samtök hafa staðið vörð um lýðræði, frelsi og efnahagsframfarir. Samvinnan er hornsteinn að utanríkisstefnu Íslands. Síðan Bandaríkjamenn ákváðu einhliða að flytja herlið sitt úr landi hefur sambandið við þá ekki verið náið. Þeir höfnuðu því t.d. að veita Seðlabanka Íslands lán árið 2008 þegar eftir því var leitað. Norðurlandasamvinna hefur líka verið Íslendingum mikilvæg, en aðeins Norðmenn og Færeyingar eru nú utan Evrópusambandsins. Stefna Evrópusambandsins hefur mjög mikil áhrif á öll ríki á Norðurlöndum. Smáþjóð verður að eiga bandamenn þegar hún lendir í vanda. 2. EfnahagsstöðugleikiUm langt skeið hefur íslenska krónan ógnað efnahagslegu sjálfstæði landsmanna. Opið hagkerfi með lítinn gjaldmiðil er auðveldur skotspónn erlendra og innlendra spákaupmanna. Á árunum 2001-2008 var krónan lengst af allt of hátt skráð. Þannig vann hún gegn hagsmunum útflutningsgreina sem veiktust og þurftu að skuldsetja sig mikið. Nú er hún svo lágt skráð að ungt fólk á erfitt með að sækja nám erlendis og erlend lyf og matvæli hafa tvöfaldast í verði. Ferðalög til útlanda eru nú forréttindi þeirra ríku. Laun á Íslandi eru svo lág að margt ungt fólk íhugar að flytja úr landi. Stöðugt efnahagsumhverfi og trú viðskiptalanda á Íslandi eru forsendur þess að þjóðin geti byggt upp atvinnulíf sem getur selt verðmætar vörur og þjónustu úr landi. Sveiflur ógna bæði fyrirtækjum og einstaklingum. 3. Bein áhrif á framgang alþjóðamálaMeð inngöngu í Evrópusambandið myndu Íslendingar hafa beina aðkomu að setningu fjölmargra laga og reglugerða sem munu hafa áhrif á Íslandi um langa framtíð. Innan Evrópusambandsins hafa fulltrúar smáþjóða mjög víða mikil áhrif. Sem dæmi má nefna að æðsta embætti sambandsins er nú í höndum Belga. 4. Evrópusambandið er hagsmunasamband ríkjaEinn aðalkosturinn við Evrópusambandið er samræming laga og reglna á ýmsum sviðum. Það er grunnurinn að frjálsum og opnum markaði. Hins vegar er Evrópusambandið samband 27 fullvalda ríkja. Danir hafa verið í Evrópusambandinu í tæplega 40 ár og halda hnarreistir fullveldi sínu. Í Danmörku blaktir danski fáninn Dannebrog alls staðar við hún og Evrópufáninn er sjaldséður. Engum dettur í hug að líkja Evrópukeppni í neinni íþrótt við innanlandsmót. 5. Grunngildi Evrópu-sambandsins eru góðMeðal grunngilda Evrópusambandsins eru friður, frelsi, mannréttindi, jafnrétti og umhverfisvernd. Margt af þessu finnst Íslendingum svo sjálfsagt að ekki þurfi að hafa af því áhyggjur. En með aðild væru Íslendingar að leggja áherslu á að þeir vilji taka þátt í því að vernda þessi gildi, ekki bara á Íslandi heldur í allri Evrópu. Stór hluti þeirra landa sem nú er í Evrópusambandinu þurfti í áratugi að vera án þessara réttinda, sem Íslendingar telja sjálfsögð. Sagan sýnir okkur að ekkert slíkt er sjálfgefið. 6. Styrkari samningsstaða út á viðEvrópusambandið hefur gert fjölmarga alþjóðasamninga og hefur á að skipa sérfræðingum á öllum sviðum alþjóðamála. Íslendingar myndu njóta þess að vera í liði með færustu sérfræðingum heims. 7. Áhersla á lítil menningarsvæðiEin grunnstefna Evrópusambandsins er að þúsund blóm blómstri eins og Maó formaður sagði á sínum tíma. Ólíkt formanninum hefur Evrópusambandið fylgt þessari stefnu í verki. Lítil málsvæði hafa fengið stuðning og miklum fjármunum er varið til þess að þýða bækur frá smáþjóðum yfir á önnur mál og öfugt. Nú síðast var keltneska tekin upp sem eitt af opinberum málum sambandsins, en hún hefur átt í vök að verjast á Bretlandseyjum eins og alþekkt er. 8. Íslendingar hefðu mikil áhrifÁ Evrópuþinginu sitja nú rúmlega 700 þingmenn. Enginn þeirra kemur frá Íslandi. Við inngöngu fengju Íslendingar 6 menn á þingið eða um 1% þingmanna. Hér á landi yrðu rúmlega 50 þúsund manns bakvið hvern þingmann á Evrópuþinginu en í Svíþjóð er tæplega hálf milljón manna að baki hverjum Evrópuþingmanni og tæplega milljón í Þýskalandi. Íslendingar fengju fulltrúa í framkvæmdastjórn og líklegt er að Íslendingar yrðu í lykilhlutverki í sjávarútvegsmálum. 9. Íslendingar halda öllum sínum auðlindumHelstu náttúruauðlindir Íslendinga eru fallvötnin, hitinn í iðrum jarðar, náttúran og fiskur í hafinu. Ekkert mun breytast varðandi þrennt það fyrsttalda. Evrópusambandið hefur ekki sameiginleg auðlindayfirráð og þær reglur sem gilda um stjórn orkuauðlinda hafa þegar verið teknar inn í íslensk lög vegna EES-sáttmálans. Hins vegar er í Evrópusambandinu sameiginleg fiskveiðistefna. Meginástæðan fyrir henni er að strandlengja meginlands Evrópu nær yfir fjölmörg ríki og ekkert Evrópuríki er sambærilegt við Ísland sem er eyja í miðju Atlantshafi þar sem margir fiskistofnar eru staðbundnir. Engin erlend þjóð fengi rétt til þess að veiða við Ísland við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og fiskveiðistjórnunarkerfið yrði samkvæmt ákvörðun Íslendinga. Hin formlega ákvörðun um heildarkvóta yrði samkvæmt núverandi reglum í Brussel, en eðlilegt samningamarkmið væri að skylt væri að úthluta í samræmi við gagnsæjar reglur og tillögur vísindamanna. Með því að krefjast þess að ekki sé leyfilegt að veiða umfram slíkar tillögur yrðu Íslendingar áfram í fremstu röð í vernd fiskistofna. Samkvæmt alþjóðasáttmálum ber Íslendingum að semja um veiðar úr sameiginlegum stofnum. Evrópusambandið hefur haldið Íslendingum frá borðinu í sumum tilvikum, einkum þegar flökkustofnar breyta hegðun sinni eða veiðar hafa hafist úr nýjum stofnum. Með aðild komast Íslendingar í sterkari stöðu sem innherjar. 10. Ný tækifæri fyrir landbúnaðSvíar og Finnar fengu nýja reglu um landbúnað samþykkta. Með henni má styrkja landbúnað norðan 62. breiddargráðu meira en almennt gerist innan sambandsins. Sömu reglur myndu gilda á Íslandi. Markaður fyrir landbúnaðarvörur opnast og hefði eflaust í för með sér miklar breytingar fyrir bændur. Reynsla í nágrannalöndum er sú að inngangan hafi haft mjög jákvæð áhrif bæði fyrir bændur og neytendur. Óhagkvæmri framleiðslu hafi verið hætt, en bændur lagt áherslu á framleiðslu sem gæfi þeim bestar tekjur. Nýir markaðir opnast í kjölfar þess að reglur eru samræmdar. 11. Sterkara ÍslandKostnaður Íslendinga við það að standa utan Evrópusambandsins og Evrópska myntbandalagsins hefur verið óskaplegur. Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið hefur þurft að borga margfalda vexti á við jafnaldra sína í öðrum löndum. Hrun krónunnar varð til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna er í skuldafjötrum. Laun eru um helmingur af því sem er víðast hvar í nágrannaríkjum. Íslensk fyrirtæki skortir fjármagn. Flest stærstu fyrirtæki landsins komust í þrot. Útlendingar vilja hvorki lána fé til Íslands né fjárfesta á landinu, þrátt fyrir að hér sé allt sem þarf til þess að byggja upp góð fyrirtæki: Menntun, tæknibúnaður, húsnæði, vegir, fjarskiptakerfi, orka. Hins vegar skortir traust á landinu. Það verða Íslendingar að endurvinna. Aðild að Evrópusambandinu og myndbandalaginu er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að temja sér þann efnahagslega aga sem þarf til þess að missa ekki tök á hagstjórninni í annað sinn. Kreppan hefur komið við allar þjóðir en enga leikið jafnilla og Íslendinga. 12. Þjóð meðal þjóðaÍslendingar geta aldrei aftur lýst því yfir að í þessu landi verði ekki beitt þeim úrræðum, sem best hafa reynst í þessum heimshluta. Aldrei aftur má þessi þjóð hokra undir handafli ofstjórnar og kreppuhugsunarháttar, miðstýringar og mismununar. Líklegt er að smæð þjóðarinnar verði okkur styrkur ásamt með því að við erum að véla við margar hefðbundnar vinaþjóðir. Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að Íslendingar séu sjálfir að búa sér til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja eigin samningsstöðu er menn mæta með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið. Þjóðin má síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einangrun, altekin af ótta og kjarkleysi. Hún verður að sýna reisn og styrk og forðast einangrunarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hlýtur þjóðin að ganga sannfærð um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúin til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolanleg. Á morgun, föstudaginn 12. febrúar, klukkan 16.30 verður félagið Sjálfstæðir Evrópumenn stofnað í Þjóðmenningarhúsinu. Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fundurinn er opinn öllum þeim sem styðja tilgang félagsins. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópusambandsaðild 1. StjórnmálastöðugleikiAllt frá stríðslokum hafa íslensk stjórnvöld valið að skipa sér í sveit með vestrænum lýðræðisþjóðum. Stærstu áfangarnir voru árið 1949, en þá gengu Íslendingar í NATO, árið 1970 gengum við í EFTA og árið 1993 þegar Ísland varð aðili að EES-svæðinu. Þessi samtök hafa staðið vörð um lýðræði, frelsi og efnahagsframfarir. Samvinnan er hornsteinn að utanríkisstefnu Íslands. Síðan Bandaríkjamenn ákváðu einhliða að flytja herlið sitt úr landi hefur sambandið við þá ekki verið náið. Þeir höfnuðu því t.d. að veita Seðlabanka Íslands lán árið 2008 þegar eftir því var leitað. Norðurlandasamvinna hefur líka verið Íslendingum mikilvæg, en aðeins Norðmenn og Færeyingar eru nú utan Evrópusambandsins. Stefna Evrópusambandsins hefur mjög mikil áhrif á öll ríki á Norðurlöndum. Smáþjóð verður að eiga bandamenn þegar hún lendir í vanda. 2. EfnahagsstöðugleikiUm langt skeið hefur íslenska krónan ógnað efnahagslegu sjálfstæði landsmanna. Opið hagkerfi með lítinn gjaldmiðil er auðveldur skotspónn erlendra og innlendra spákaupmanna. Á árunum 2001-2008 var krónan lengst af allt of hátt skráð. Þannig vann hún gegn hagsmunum útflutningsgreina sem veiktust og þurftu að skuldsetja sig mikið. Nú er hún svo lágt skráð að ungt fólk á erfitt með að sækja nám erlendis og erlend lyf og matvæli hafa tvöfaldast í verði. Ferðalög til útlanda eru nú forréttindi þeirra ríku. Laun á Íslandi eru svo lág að margt ungt fólk íhugar að flytja úr landi. Stöðugt efnahagsumhverfi og trú viðskiptalanda á Íslandi eru forsendur þess að þjóðin geti byggt upp atvinnulíf sem getur selt verðmætar vörur og þjónustu úr landi. Sveiflur ógna bæði fyrirtækjum og einstaklingum. 3. Bein áhrif á framgang alþjóðamálaMeð inngöngu í Evrópusambandið myndu Íslendingar hafa beina aðkomu að setningu fjölmargra laga og reglugerða sem munu hafa áhrif á Íslandi um langa framtíð. Innan Evrópusambandsins hafa fulltrúar smáþjóða mjög víða mikil áhrif. Sem dæmi má nefna að æðsta embætti sambandsins er nú í höndum Belga. 4. Evrópusambandið er hagsmunasamband ríkjaEinn aðalkosturinn við Evrópusambandið er samræming laga og reglna á ýmsum sviðum. Það er grunnurinn að frjálsum og opnum markaði. Hins vegar er Evrópusambandið samband 27 fullvalda ríkja. Danir hafa verið í Evrópusambandinu í tæplega 40 ár og halda hnarreistir fullveldi sínu. Í Danmörku blaktir danski fáninn Dannebrog alls staðar við hún og Evrópufáninn er sjaldséður. Engum dettur í hug að líkja Evrópukeppni í neinni íþrótt við innanlandsmót. 5. Grunngildi Evrópu-sambandsins eru góðMeðal grunngilda Evrópusambandsins eru friður, frelsi, mannréttindi, jafnrétti og umhverfisvernd. Margt af þessu finnst Íslendingum svo sjálfsagt að ekki þurfi að hafa af því áhyggjur. En með aðild væru Íslendingar að leggja áherslu á að þeir vilji taka þátt í því að vernda þessi gildi, ekki bara á Íslandi heldur í allri Evrópu. Stór hluti þeirra landa sem nú er í Evrópusambandinu þurfti í áratugi að vera án þessara réttinda, sem Íslendingar telja sjálfsögð. Sagan sýnir okkur að ekkert slíkt er sjálfgefið. 6. Styrkari samningsstaða út á viðEvrópusambandið hefur gert fjölmarga alþjóðasamninga og hefur á að skipa sérfræðingum á öllum sviðum alþjóðamála. Íslendingar myndu njóta þess að vera í liði með færustu sérfræðingum heims. 7. Áhersla á lítil menningarsvæðiEin grunnstefna Evrópusambandsins er að þúsund blóm blómstri eins og Maó formaður sagði á sínum tíma. Ólíkt formanninum hefur Evrópusambandið fylgt þessari stefnu í verki. Lítil málsvæði hafa fengið stuðning og miklum fjármunum er varið til þess að þýða bækur frá smáþjóðum yfir á önnur mál og öfugt. Nú síðast var keltneska tekin upp sem eitt af opinberum málum sambandsins, en hún hefur átt í vök að verjast á Bretlandseyjum eins og alþekkt er. 8. Íslendingar hefðu mikil áhrifÁ Evrópuþinginu sitja nú rúmlega 700 þingmenn. Enginn þeirra kemur frá Íslandi. Við inngöngu fengju Íslendingar 6 menn á þingið eða um 1% þingmanna. Hér á landi yrðu rúmlega 50 þúsund manns bakvið hvern þingmann á Evrópuþinginu en í Svíþjóð er tæplega hálf milljón manna að baki hverjum Evrópuþingmanni og tæplega milljón í Þýskalandi. Íslendingar fengju fulltrúa í framkvæmdastjórn og líklegt er að Íslendingar yrðu í lykilhlutverki í sjávarútvegsmálum. 9. Íslendingar halda öllum sínum auðlindumHelstu náttúruauðlindir Íslendinga eru fallvötnin, hitinn í iðrum jarðar, náttúran og fiskur í hafinu. Ekkert mun breytast varðandi þrennt það fyrsttalda. Evrópusambandið hefur ekki sameiginleg auðlindayfirráð og þær reglur sem gilda um stjórn orkuauðlinda hafa þegar verið teknar inn í íslensk lög vegna EES-sáttmálans. Hins vegar er í Evrópusambandinu sameiginleg fiskveiðistefna. Meginástæðan fyrir henni er að strandlengja meginlands Evrópu nær yfir fjölmörg ríki og ekkert Evrópuríki er sambærilegt við Ísland sem er eyja í miðju Atlantshafi þar sem margir fiskistofnar eru staðbundnir. Engin erlend þjóð fengi rétt til þess að veiða við Ísland við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og fiskveiðistjórnunarkerfið yrði samkvæmt ákvörðun Íslendinga. Hin formlega ákvörðun um heildarkvóta yrði samkvæmt núverandi reglum í Brussel, en eðlilegt samningamarkmið væri að skylt væri að úthluta í samræmi við gagnsæjar reglur og tillögur vísindamanna. Með því að krefjast þess að ekki sé leyfilegt að veiða umfram slíkar tillögur yrðu Íslendingar áfram í fremstu röð í vernd fiskistofna. Samkvæmt alþjóðasáttmálum ber Íslendingum að semja um veiðar úr sameiginlegum stofnum. Evrópusambandið hefur haldið Íslendingum frá borðinu í sumum tilvikum, einkum þegar flökkustofnar breyta hegðun sinni eða veiðar hafa hafist úr nýjum stofnum. Með aðild komast Íslendingar í sterkari stöðu sem innherjar. 10. Ný tækifæri fyrir landbúnaðSvíar og Finnar fengu nýja reglu um landbúnað samþykkta. Með henni má styrkja landbúnað norðan 62. breiddargráðu meira en almennt gerist innan sambandsins. Sömu reglur myndu gilda á Íslandi. Markaður fyrir landbúnaðarvörur opnast og hefði eflaust í för með sér miklar breytingar fyrir bændur. Reynsla í nágrannalöndum er sú að inngangan hafi haft mjög jákvæð áhrif bæði fyrir bændur og neytendur. Óhagkvæmri framleiðslu hafi verið hætt, en bændur lagt áherslu á framleiðslu sem gæfi þeim bestar tekjur. Nýir markaðir opnast í kjölfar þess að reglur eru samræmdar. 11. Sterkara ÍslandKostnaður Íslendinga við það að standa utan Evrópusambandsins og Evrópska myntbandalagsins hefur verið óskaplegur. Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið hefur þurft að borga margfalda vexti á við jafnaldra sína í öðrum löndum. Hrun krónunnar varð til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna er í skuldafjötrum. Laun eru um helmingur af því sem er víðast hvar í nágrannaríkjum. Íslensk fyrirtæki skortir fjármagn. Flest stærstu fyrirtæki landsins komust í þrot. Útlendingar vilja hvorki lána fé til Íslands né fjárfesta á landinu, þrátt fyrir að hér sé allt sem þarf til þess að byggja upp góð fyrirtæki: Menntun, tæknibúnaður, húsnæði, vegir, fjarskiptakerfi, orka. Hins vegar skortir traust á landinu. Það verða Íslendingar að endurvinna. Aðild að Evrópusambandinu og myndbandalaginu er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að temja sér þann efnahagslega aga sem þarf til þess að missa ekki tök á hagstjórninni í annað sinn. Kreppan hefur komið við allar þjóðir en enga leikið jafnilla og Íslendinga. 12. Þjóð meðal þjóðaÍslendingar geta aldrei aftur lýst því yfir að í þessu landi verði ekki beitt þeim úrræðum, sem best hafa reynst í þessum heimshluta. Aldrei aftur má þessi þjóð hokra undir handafli ofstjórnar og kreppuhugsunarháttar, miðstýringar og mismununar. Líklegt er að smæð þjóðarinnar verði okkur styrkur ásamt með því að við erum að véla við margar hefðbundnar vinaþjóðir. Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að Íslendingar séu sjálfir að búa sér til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja eigin samningsstöðu er menn mæta með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið. Þjóðin má síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einangrun, altekin af ótta og kjarkleysi. Hún verður að sýna reisn og styrk og forðast einangrunarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hlýtur þjóðin að ganga sannfærð um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúin til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolanleg. Á morgun, föstudaginn 12. febrúar, klukkan 16.30 verður félagið Sjálfstæðir Evrópumenn stofnað í Þjóðmenningarhúsinu. Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fundurinn er opinn öllum þeim sem styðja tilgang félagsins. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun