„Líður tíminn alltaf jafn hratt?“ 14. apríl 2010 06:00 Bókmenntir Pétur Gunnarsson ræðir hættu gleymskunnar. Frettablaðið/Róbert Annað kvöld verður Pétur Gunnarsson rithöfundur gestur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins (Fischersundi 3) og hefst dagskráin kl. 20. Erindi sitt kallar Pétur „Lífið er stutt, gleymskan löng" og mun hann ræða ýmis heimspekileg og aðferðafræðileg vandamál sem hann mátti takast á við í ritun þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar, en tvö bindi hennar (ÞÞ í fátæktarlandi og ÞÞ í forheimskunarlandi) komu út 2007 og 2009 og hafa hlotið einróma lof lesenda. „Þótt snúningshraði jarðar kringum sólu kunni að vera sá sami í dag og í árdaga gegnir öðru um tíma mannanna, hinn upplifða tíma. Vel fram á síðustu öld lifði fólk landbúnaðarsamfélagsins í eilífum hringdansi, allt sem hafði gerst var rifjað upp og munað. Fólk sem einu sinni hafði litið dagsins ljós náði varla að deyja, svo lifandi var það í stöðugum upprifjunum," segir Pétur í kynningu sinni á umræðuefninu. „Berum þetta saman við okkur hér og nú. Hin óaflátandi stórhríð áreita gerir að verkum að furðu fljótt fennir yfir kennileiti. Fólk sem var á dögum fyrir mannsaldri er gufað upp, jafnvel snilldarverk fennir í kaf. Kappneyslusamfélagið heimtar stöðuga breytingu, bíllinn í ár má ekki líta út eins og bíllinn í fyrra, byggingar rísa og eru rifnar, stöðugt aðstreymi nýrra „upplýsinga" sópa á brott því sem fyrir var. Uns svo er komið að rithöfundurinn finnur sig í sömu sporum og fyrir tíma ritmáls þegar gleymskan var aflvaki skáldskapar. Hlutverk skáldsins þá var að festa atburðarásina með haganlega samsettum orðum. Á öld holskeflumiðlunar freistar höfundur að rifja upp og reyna að muna í (vonlausri?) baráttu við gleymskuna. Að halda leiðum opnum til minninga, í stað þess að spóla í hinu glórulausa núi." Pétur Gunnarsson lauk meistaraprófi í heimspeki frá Université d'Aix-Marseille í Frakklandi. Hann er mikilvirkt ljóð- og skáldsagnaskáld og þýðandi, auk þess að hann hefur sent frá sér fjölda greina um bókmenntir og menningarmál. Lífið Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Annað kvöld verður Pétur Gunnarsson rithöfundur gestur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins (Fischersundi 3) og hefst dagskráin kl. 20. Erindi sitt kallar Pétur „Lífið er stutt, gleymskan löng" og mun hann ræða ýmis heimspekileg og aðferðafræðileg vandamál sem hann mátti takast á við í ritun þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar, en tvö bindi hennar (ÞÞ í fátæktarlandi og ÞÞ í forheimskunarlandi) komu út 2007 og 2009 og hafa hlotið einróma lof lesenda. „Þótt snúningshraði jarðar kringum sólu kunni að vera sá sami í dag og í árdaga gegnir öðru um tíma mannanna, hinn upplifða tíma. Vel fram á síðustu öld lifði fólk landbúnaðarsamfélagsins í eilífum hringdansi, allt sem hafði gerst var rifjað upp og munað. Fólk sem einu sinni hafði litið dagsins ljós náði varla að deyja, svo lifandi var það í stöðugum upprifjunum," segir Pétur í kynningu sinni á umræðuefninu. „Berum þetta saman við okkur hér og nú. Hin óaflátandi stórhríð áreita gerir að verkum að furðu fljótt fennir yfir kennileiti. Fólk sem var á dögum fyrir mannsaldri er gufað upp, jafnvel snilldarverk fennir í kaf. Kappneyslusamfélagið heimtar stöðuga breytingu, bíllinn í ár má ekki líta út eins og bíllinn í fyrra, byggingar rísa og eru rifnar, stöðugt aðstreymi nýrra „upplýsinga" sópa á brott því sem fyrir var. Uns svo er komið að rithöfundurinn finnur sig í sömu sporum og fyrir tíma ritmáls þegar gleymskan var aflvaki skáldskapar. Hlutverk skáldsins þá var að festa atburðarásina með haganlega samsettum orðum. Á öld holskeflumiðlunar freistar höfundur að rifja upp og reyna að muna í (vonlausri?) baráttu við gleymskuna. Að halda leiðum opnum til minninga, í stað þess að spóla í hinu glórulausa núi." Pétur Gunnarsson lauk meistaraprófi í heimspeki frá Université d'Aix-Marseille í Frakklandi. Hann er mikilvirkt ljóð- og skáldsagnaskáld og þýðandi, auk þess að hann hefur sent frá sér fjölda greina um bókmenntir og menningarmál.
Lífið Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira