Hugvekja við áramót Ari Trausti Guðmundsson skrifar 28. desember 2010 05:45 Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sérgæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréfum. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er samfélagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skilum með sín lán sem nú stendur í 33 milljónum. „Geta greitt", eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð" eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignarhlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækkandi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks" og spyr mæðulega hvort „þetta fólk" ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyrisins svo lækka megi skuld „þessa fólks" sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðstalsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldugum heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólksins eykst og traust á Alþingi og stjórnmálamönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr námsmaðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Merkileg er slagsíðan á samfélaginu. Og enn merkilegri er hagfræði sérgæskunnar. Ein hjón gambla hátt og hratt og stofna hlutafélag eða gæta þess á annan hátt að bera ekki persónulega ábyrgð á gríðarlega háum lánum sem þau telja sig þurfa, helst með veði í fallvöltum hlutabréfum. Önnur hjón og mun yngri taka 60% fasteignalán, með veði í nýrri fasteign, og skulda 25 milljónir króna í verðtryggðu láni. Ef skuldunauturinn er banki eignaðist hann líklega lánið á útsölu. Fyrri hjónin fá afskrifaðar 500 eða 1.000 milljónir króna, kannski enn meira, og standa auðvitað ekki í skilum við lánardrottnana. Tjónið er samfélagsvætt og ríkið og aðrir borga brúsann. Er það ekki svo? spyr námsmaður á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, en erfið til svara, segir kennarinn. Hin hjónin, í ágætri vinnu, standa í skilum með sín lán sem nú stendur í 33 milljónum. „Geta greitt", eins og ráðherra segir stoltur. „Eru ekki í skuldavanda og þurfa ekki aðstoð" eins og annar ráðherra segir með vísifingurinn á lofti. Og þau spara þétt og greiða áfram af láni sínu, aðstoða þannig hin hjónin við að lifa lífinu, jafnvel í ábyrgðarstöðum. Á meðan saxast á eignarhlut seinni hjónanna í íbúðinni með hækkandi höfuðstól og lækkandi íbúðarverði og þau, sem ætluðu að nýta andvirðið einhvern tíma sem lífeyri, sjá skuldunautinn smám saman eignast fallegu íbúðina sína. Bankinn eða Íbúðalánasjóður (með belti og axlabönd í lánveitingum eins og enn annar ráðherra kallaði þetta eitt sinn) gætir þess að taka ekki í mál að lækka höfuðstól lánsins. Talsmaður lífeyrissjóðs fólksins er enn hneykslaðri vegna krafna „svona fólks" og spyr mæðulega hvort „þetta fólk" ætlist virkilega til að sjóðurinn skerði lífeyrisgreiðslur til eigenda lífeyrisins svo lækka megi skuld „þessa fólks" sem getur borgað það sem það skuldar. Og allir ráðherrarnir, bankarnir og lífeyrissjóðstalsmennirnir benda loks hróðugir á að nýboðaðar aðgerðir til hjálpar ofskuldugum heimilum gagnist 50-60 þúsund slíkum. Í hverri viku bætast nokkrir tugir heimila í þann hóp meðan óánægja skilvísa fólksins eykst og traust á Alþingi og stjórnmálamönnum minnkar. En hver á að borga kreppuna? spyr námsmaðurinn á fyrsta ári í hagfræði. Góð spurning, svarar kennarinn, ég get ekki svarað því með neinni vissu en veit þó að það er reynt að jafna byrðarnar og stefnt að friði í samfélaginu.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar