Hætt við mótshald í Barein 13. mars 21. febrúar 2011 16:18 Mótsvæðið í Barein. Mynd: Getty Images Yfirvöld og Formúlu 1 mótshaldarar í Barein hafa ákveðið að fyrsta Formúlu 1 mót ársins fari ekki fram 13. mars, vegna aðstæðna í landinu. Krónprinsinn í Barein, Salman bin Hamad bin Isa Al Kahlifa lét Bernie Ecclestone vita af þessu í símtali í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður því í Ástralíu 27. mars. Átök á milli mótmælenda og starfsmanna yfirvalda upp á síðkastið eru ástæða fyrir því að mótið hefur verið flautað af 13. mars, en dauðsföll og meiðsli hafa litið dagsins ljós í átökunum. Ecclestone lagði það i hendur Al Khalifa að ákveða hvort mótshald yrði í Barein eður ei og haft er eftir Al Khalifa á autosport.com að nauðsynlegt sé fyrir land sitt að leggja áherslu á þjóðarhag og vinna úr hinum sorglegu atburðum sem upp hafa komið í Barein. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort móið í Barein verður haldið síðar á árinu. Mótshaldið í Formúlu 1 hefst i ljósi þessarar tilkynningar tveimur vikum síðar en til stóð og verður ekið á götum Melbourne í Ástralíu. Til stóð að Formúlu 1 lið yrðu við æfingar í Barein dagana 3.-6. mars og úr því verður ekki heldur vegna ástandsins í Barein, eins og gefur að skilja Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Yfirvöld og Formúlu 1 mótshaldarar í Barein hafa ákveðið að fyrsta Formúlu 1 mót ársins fari ekki fram 13. mars, vegna aðstæðna í landinu. Krónprinsinn í Barein, Salman bin Hamad bin Isa Al Kahlifa lét Bernie Ecclestone vita af þessu í símtali í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður því í Ástralíu 27. mars. Átök á milli mótmælenda og starfsmanna yfirvalda upp á síðkastið eru ástæða fyrir því að mótið hefur verið flautað af 13. mars, en dauðsföll og meiðsli hafa litið dagsins ljós í átökunum. Ecclestone lagði það i hendur Al Khalifa að ákveða hvort mótshald yrði í Barein eður ei og haft er eftir Al Khalifa á autosport.com að nauðsynlegt sé fyrir land sitt að leggja áherslu á þjóðarhag og vinna úr hinum sorglegu atburðum sem upp hafa komið í Barein. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort móið í Barein verður haldið síðar á árinu. Mótshaldið í Formúlu 1 hefst i ljósi þessarar tilkynningar tveimur vikum síðar en til stóð og verður ekið á götum Melbourne í Ástralíu. Til stóð að Formúlu 1 lið yrðu við æfingar í Barein dagana 3.-6. mars og úr því verður ekki heldur vegna ástandsins í Barein, eins og gefur að skilja
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira