
Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur
Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina.
Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesavemálsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum.
Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur.
Kostnaðurinn við tapaða dómstólaleið verður aldrei minni en af þeim samningi sem búið er að ná, reyndar örugglega miklu meiri. Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur það hlutverk að túlka og fylgja eftir lögum og reglum tengdum EES, hefur þegar gefið út það álit sitt að Ísland beri ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta þar sem eignir sjóðsins dugðu ekki til að standa undir lögbundinni lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn.
ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland. Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar. Sá dómur gæti fallið sumarið 2012 og þá yrðu Íslendingar að ákveða hvort þeir sinntu niðurstöðu dómstólsins. Gerðu þeir það ekki gæti ESA neyðst til þess að höfða annað mál til þess að fá staðfest að Ísland hefði ekki virt hina fyrri niðurstöðu. Færi nú á sömu leið, það er að EFTA dómstóllinn dæmdi með ESA, flyttist málið yfir á vettvang alþjóðastjórnmála. Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu.
Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum“ eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu.
Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn.
Sá hugsunarháttur hefur þegar kallað yfir okkur eitt hrun og við megum ekki við öðru. Við undirrituð munum því segja já í væntanlegri atkvæðagreiðslu.
Reykjavík, 15. mars 2011
Garðar Garðarsson, hrl.
Gestur Jónsson, hrl.
Guðrún Björg Birgisdóttir, hrl.
Gunnar Jónsson, hrl.
Jakob R. Möller, hrl.
Lára V. Júlíusdóttir, hrl.
Ragnar H. Hall, hrl.
Sigurmar K. Albertsson, hrl.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar