Chazny Morris með rifinn liðþófa - ekki meira með KR í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2011 17:00 Chazny Paige Morris. Mynd/Stefán KR-konur urðu fyrir öðru áfalli í gær þegar ljóst var að bandaríski leikmaðurinn Chazny Paige Morris er með rifinn liðþófa og verður ekki meira með í úrslitakeppninni. Áður hafði Margrét Kara Sturludóttir verið dæmd í tveggja leikja bann og þær verða því hvorugar með í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og KR sem fram fer í DHL-höllinni á morgun. „Það kom í ljós seint í gær að hún er með rifinn liðþófa. Við vissum ekki hvað þetta var en vissum að þetta væri eitthvað mikið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Hún var eyðilögð yfir þessu en við vorum kannski ánægð að heyra að þetta væri liðþófaskaði en ekki eitthvað í krossböndunum. Okkur fannst þetta vera krossbönd á staðnum," segir Hrafn. „Eins og staðan er núna þá verða stelpurnar bara að einbeita sér að því sem þær gerðu vel í fyrsta leiknum og þá sérstaklega varnarlega. Þær geta ekki treyst á það að það verði komin einhver hjálp í næsta leik," segir Hrafn en hann segist ekki vera búinn að finna bandarískan leikmann til þess að fylla í skarð Morris. „Það er alltaf þannig þegar svona gerist að maður sendir út einhverjar fyrirspurnir og er opinn fyrir öllu. Það er bara svo margir óvissuþættir á þessum árstíma eins og hvort leikmenn séu í formi eða tilbúnir að koma hingað fyrir einn eða tvo leiki. Svona samningar eru ekki mjög einfaldir. Það væri eitthvað kraftaverk ef við náum inn nýjum leikmanni fyrir morgundaginn," segir Hrafn. Hrafn er þegar búinn að ákveða það að Sólveig Gunnlaugsdóttir komi inn í byrjunarliðið fyrir Morris á morgun. Sólveig lék mjög vel í síðasta leik en hún er nýbúinn að taka fram skóna í nýjan leik. „Þetta er bara spennandi. Sólveig Helga kemur inn í byrjunarliðið á morgun. Hún er búin að vera að vaxa, vaxa og vaxa og hefur rosalegan leikskilning. Það reynir meira á þessar stelpur en það er það sem þessir leikmenn vilja," segir Hrafn. „Sama hvernig fer þá ætlum við bara að reyna að ná fyrsta leiknum til baka og búa til nýja þriggja leikja seríu með Köru í liðinu," sagði Hrafn en Margrét Kara Sturludóttir kemur inn í KR-liðið í þriðja leiknum sem fram fer á föstudaginn kemur. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
KR-konur urðu fyrir öðru áfalli í gær þegar ljóst var að bandaríski leikmaðurinn Chazny Paige Morris er með rifinn liðþófa og verður ekki meira með í úrslitakeppninni. Áður hafði Margrét Kara Sturludóttir verið dæmd í tveggja leikja bann og þær verða því hvorugar með í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og KR sem fram fer í DHL-höllinni á morgun. „Það kom í ljós seint í gær að hún er með rifinn liðþófa. Við vissum ekki hvað þetta var en vissum að þetta væri eitthvað mikið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Hún var eyðilögð yfir þessu en við vorum kannski ánægð að heyra að þetta væri liðþófaskaði en ekki eitthvað í krossböndunum. Okkur fannst þetta vera krossbönd á staðnum," segir Hrafn. „Eins og staðan er núna þá verða stelpurnar bara að einbeita sér að því sem þær gerðu vel í fyrsta leiknum og þá sérstaklega varnarlega. Þær geta ekki treyst á það að það verði komin einhver hjálp í næsta leik," segir Hrafn en hann segist ekki vera búinn að finna bandarískan leikmann til þess að fylla í skarð Morris. „Það er alltaf þannig þegar svona gerist að maður sendir út einhverjar fyrirspurnir og er opinn fyrir öllu. Það er bara svo margir óvissuþættir á þessum árstíma eins og hvort leikmenn séu í formi eða tilbúnir að koma hingað fyrir einn eða tvo leiki. Svona samningar eru ekki mjög einfaldir. Það væri eitthvað kraftaverk ef við náum inn nýjum leikmanni fyrir morgundaginn," segir Hrafn. Hrafn er þegar búinn að ákveða það að Sólveig Gunnlaugsdóttir komi inn í byrjunarliðið fyrir Morris á morgun. Sólveig lék mjög vel í síðasta leik en hún er nýbúinn að taka fram skóna í nýjan leik. „Þetta er bara spennandi. Sólveig Helga kemur inn í byrjunarliðið á morgun. Hún er búin að vera að vaxa, vaxa og vaxa og hefur rosalegan leikskilning. Það reynir meira á þessar stelpur en það er það sem þessir leikmenn vilja," segir Hrafn. „Sama hvernig fer þá ætlum við bara að reyna að ná fyrsta leiknum til baka og búa til nýja þriggja leikja seríu með Köru í liðinu," sagði Hrafn en Margrét Kara Sturludóttir kemur inn í KR-liðið í þriðja leiknum sem fram fer á föstudaginn kemur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira