Já er svarið í Icesave Friðrik Indriðason skrifar 7. apríl 2011 09:10 Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn. Einhver mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu undanfarna daga og vikur er að Bretar og Hollendingar vilji ekki eða þori ekki í dómsmál. Þessar þjóðir eiga engan annan kost í stöðunni ef Icesave er fellt. Allt annað væri að lúffa fyrir 300.000 eyjaskeggjum í miðju Norður Atlantshafi. Jafnvel Björn Bjarnason skilur Þá „realpolitík". Næst mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu er að Ísland eigi einhverja möguleika á að sleppa vel úr því dómsmáli sem höfðað verður. Þetta er svona álíka gáfulegt og segja að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt einhverja möguleika á að Hallgerður myndi redda sér á ögurstundinni. Virðing okkar meðal nágrannaþjóða, ef eitthvað er eftir af henni, myndi ekki aukast við „sigur" í málaferlum. Hvað fjármálalega hlið málsins varðar eru 32 milljarðar króna í greiðslu fyrir Icesave fugl í hendi. Að sleppa skaðlaust frá evrópskum dómstólum, og raunar íslenskum líka, eru tveir fuglar í skógi. Ég er viss um að hinir þjóðrembdu geta skotið þá báða niður í sýndarveruleika sínum á blogginu. Í raunveruleikanum eigum við ekki einu sinni háf til að ná þeim. Það eru nokkrar ógnvægilegar staðreyndir að koma upp úr kafinu sem afleiðingar hrunsins. Sú helsta er að Orkuveita Reykjavíkur stefnir í greiðsluþrot á næstu árum nema hún fái að kaupa verulegan gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Forða sem þarf að nota í önnur og brýnni verkefni. Eðlilegur aðgangur að erlendu lánsfé er lykilatriði hér. Nei við Icesave auðveldar ekki þann aðgang hvað sem hver segir. Hægt er að ræða vel og lengi um ýmis atriði þessa Icesave máls. Sjálfum hefur mér alltaf þótt svolítið krúttlegt þegar orðasambandinu „ólögvarin krafa", eða einhverju í þá áttina, er slengt fram í umræðunni. Það liggur jú fyrir að ESA er með vel yfir 90% árangur í dómsmálum sínum og tekur mál raunar ekki fyrir nema vera viss um niðurstöðuna. Svo er eitt séríslenskt fyrirbrigði til staðar í þessu öllu. Það er hve við einblínum á eyrinn en þorum ekki að horfast í augu við krónuna. Þetta kemur fram hjá þeim sem jarma um að við ætlum sko ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Slíkt höfum við verið að gera allt frá hruninu og það svo blætt hefur úr nösunum. Sem dæmi má nefna að við höfum þegar borgað nær 200 milljarða króna fyrir tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans. Fé sem lánað var til þessara sömu óreiðumanna og aldrei fæst endurgreitt. Að þessu gefnu tel ég best fyrir mig að segja já og vona að umræðan fari í eitthvað uppbyggilegra en Icesave næstu þrjú til fjögur árin. Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn. Einhver mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu undanfarna daga og vikur er að Bretar og Hollendingar vilji ekki eða þori ekki í dómsmál. Þessar þjóðir eiga engan annan kost í stöðunni ef Icesave er fellt. Allt annað væri að lúffa fyrir 300.000 eyjaskeggjum í miðju Norður Atlantshafi. Jafnvel Björn Bjarnason skilur Þá „realpolitík". Næst mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu er að Ísland eigi einhverja möguleika á að sleppa vel úr því dómsmáli sem höfðað verður. Þetta er svona álíka gáfulegt og segja að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt einhverja möguleika á að Hallgerður myndi redda sér á ögurstundinni. Virðing okkar meðal nágrannaþjóða, ef eitthvað er eftir af henni, myndi ekki aukast við „sigur" í málaferlum. Hvað fjármálalega hlið málsins varðar eru 32 milljarðar króna í greiðslu fyrir Icesave fugl í hendi. Að sleppa skaðlaust frá evrópskum dómstólum, og raunar íslenskum líka, eru tveir fuglar í skógi. Ég er viss um að hinir þjóðrembdu geta skotið þá báða niður í sýndarveruleika sínum á blogginu. Í raunveruleikanum eigum við ekki einu sinni háf til að ná þeim. Það eru nokkrar ógnvægilegar staðreyndir að koma upp úr kafinu sem afleiðingar hrunsins. Sú helsta er að Orkuveita Reykjavíkur stefnir í greiðsluþrot á næstu árum nema hún fái að kaupa verulegan gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Forða sem þarf að nota í önnur og brýnni verkefni. Eðlilegur aðgangur að erlendu lánsfé er lykilatriði hér. Nei við Icesave auðveldar ekki þann aðgang hvað sem hver segir. Hægt er að ræða vel og lengi um ýmis atriði þessa Icesave máls. Sjálfum hefur mér alltaf þótt svolítið krúttlegt þegar orðasambandinu „ólögvarin krafa", eða einhverju í þá áttina, er slengt fram í umræðunni. Það liggur jú fyrir að ESA er með vel yfir 90% árangur í dómsmálum sínum og tekur mál raunar ekki fyrir nema vera viss um niðurstöðuna. Svo er eitt séríslenskt fyrirbrigði til staðar í þessu öllu. Það er hve við einblínum á eyrinn en þorum ekki að horfast í augu við krónuna. Þetta kemur fram hjá þeim sem jarma um að við ætlum sko ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Slíkt höfum við verið að gera allt frá hruninu og það svo blætt hefur úr nösunum. Sem dæmi má nefna að við höfum þegar borgað nær 200 milljarða króna fyrir tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans. Fé sem lánað var til þessara sömu óreiðumanna og aldrei fæst endurgreitt. Að þessu gefnu tel ég best fyrir mig að segja já og vona að umræðan fari í eitthvað uppbyggilegra en Icesave næstu þrjú til fjögur árin. Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun