Hattanir og kjólarnir voru misfallegir eins og þeir voru margir í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton í Westminster Abbey í London í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Enginn vafi leikur á að hattur Victoriu stal senunni. Hún var stórglæsileg með svartanPhillip Treacyhatt og hárið tekið í tagl. Þá var hún klædd í víðan kjól eftir sjálfa sig og sérsniðna Christian Louboutin hælaskóm. Eiginmaður hennar, David var klæddur íRalph Lauren smóking.
Sjáðu brúðarkjól prinsessunnar hér og skvísuna sem skyggði á prinsessuna þennan dag.
