Fáir muna eftir skónum sem Díana prinsessa klæddist þegar hún gekk að eiga Karl og núna er veðjað á kórónuna sem Kate Middleton mun setja upp á morgun.
Margir eru spenntir að sjá loksins brúðarkjólinn hennar Kate og stóra spurningin er hvaða hönnuður hannar kjólinn. Endalausar spekúlasjónir eru um hárgreiðslu brúðarinnar og að ekki sé minnst á skartið.
Ekki má gleyma útvöldum gestunum sem verða 1900 talsins en hefðin er að konungbornar konur sem og aðrar sem fá að vera viðstaddar athöfnina setji upp skrautlega hatta í tilefni dagsins.
Í meðfylgjandi myndasafni má skoða nokkra misfallega hatta.
Stöð 2 mun að sjálfsögðu gera þessu brúðkaupi aldarinnar ríkuleg skil.
