Ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en tveir kanar leyfðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2011 20:18 Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur. Ný stjórn var kosin á þinginu og kemur Rúnar Birgir Gíslason nýr inn í stjórn. Aðrir sem voru kosnir í stjórnina hafa setið þar áður en þau eru Guðbjörg Norðfjörð, Erlingur Hannesson, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Páll Kolbeinsson og Lárus Ingi Friðfinnsson. Í varastjórn voru Bryndís Gunnlaugsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Guðjón Þorsteinsson kosin. Jóhann Waage og Birgir Már Bragason náðu ekki kjöri. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var endurkjörin en hann var einn í framboði.Hér er yfirlit yfir helstu breytingar - Tveir Bandaríkjamenn verða leyfðir á næsta tímabili - Leikin verður fjórföld umferð í Iceland Express-deild kvenna í stað tveggja. A og B skiptingu deildarinnar fellur niður. Leikin verður fjögurra liða úrslitakeppni í stað sex. - Ekki verður fjölgað leikjum í Iceland Express-deild karla - Ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla - Breytingar verða á Lengjubikar karla (Fyrirtækjabikar) - Breytingar verða á Lengjubikar kvenna (Fyrirtækjabikar) Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þingið af heimasíðu KKÍ:Fyrir þinginu voru margar spennandi og ítarlegar tillögur og meðal þeirra breytinga sem voru gerðar var að í Iceland Express-deild kvenna verður leikin fjórföld umferð í einni deild á næsta tímabili. Það þýðir að A og B skiptingu deildarinnar verður ekki haldið áfram og verða því 28 leikir á næsta tímabili í efstu deild kvenna miðað við 20 leiki síðasta vetur. Fjögur efstu lið fara í úrslitakeppni. Fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að takmarka fjölda útlendinga í deildarkeppni meistaraflokka karla og kvenna. Miklar umræður voru um kosti og galla þess að takmarka þann fjölda útlendinga sem er inná vellinum hverju sinni. Kosið var um tillöguna sem hefur verið nefnd 3+2 en hún snérist um það að hverju sinni mátti þjálfari ekki hafa fleiri en tvo útlendinga inná hverju sinni. Óskað var eftir skriflegri atkvæðagreiðslu um málið sem er sjaldgæft því venjulega er kosið með handauppréttingu. Skrifleg atkvæðagreiðsla er leynileg og að lokinni talningu atkvæða var ljóst að skoðanaskipti þingfulltrúa var töluverð en atkvæðin féllu jöfn 43-43 og þrír seðlar voru auðir. Var tillagan því felld vegna þess að hún fékk ekki meirihluta atkvæða. Í kjölfarið á þessu var greitt atkvæði um tillögu þess efnis að leyfa tvo erlenda leikmenn í hverju liði. Það þýðir að lið mega ráða til sín tvo bandaríska leikmenn og tefla þeim fram í sama leik, en áður var það óheimilt og aðeins mátti hafa einn bandarískan leikmann í liðinu. Var þessi tillaga samþykkt með góðum meirihluta atkvæða. Gerðar voru breytingar á Lengjubikar karla og kvenna og verða bæði mót með breyttu sniði næsta vetur. Í Lengjubikar karla verður keppnin með 16 liðum, öllum liðum efstu deildar ásamt fjórum liðum úr 1. deild. Verður liðunum skipt í styrkleikaflokka, fjögur lið í hverjum styrkleikaflokki. Dregið verður í riðla og leikið fyrir áramót með úrslitum hinna fjögurra fræknu. Leikirnir verða eftir að Íslandsmótið hefst. Í Lengjubikar kvenna verður keppni 10 liða. Öll liðin úr Iceland Express-deild ásamt tveimur úr 1. deild kvenna. Leikið verður í tveimur riðlum, fimm lið í hvorum riðli og verður ein umferð leikin þar sem allir spila við alla. Lengjubikar kvenna klárast áður en Íslandsmótið hefst. Óbreytt keppnisfyrirkomulag verður í Iceland Express-deild karla og ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla. Tillaga þess efnis að fella niður reglugerð um sameiginleg lið fékk ekki brautargengi og því stendur hún. Tillaga þess efnis að taka upp 3-dómara kerfi í Iceland Express-deild karla var felld. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur. Ný stjórn var kosin á þinginu og kemur Rúnar Birgir Gíslason nýr inn í stjórn. Aðrir sem voru kosnir í stjórnina hafa setið þar áður en þau eru Guðbjörg Norðfjörð, Erlingur Hannesson, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Páll Kolbeinsson og Lárus Ingi Friðfinnsson. Í varastjórn voru Bryndís Gunnlaugsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Guðjón Þorsteinsson kosin. Jóhann Waage og Birgir Már Bragason náðu ekki kjöri. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var endurkjörin en hann var einn í framboði.Hér er yfirlit yfir helstu breytingar - Tveir Bandaríkjamenn verða leyfðir á næsta tímabili - Leikin verður fjórföld umferð í Iceland Express-deild kvenna í stað tveggja. A og B skiptingu deildarinnar fellur niður. Leikin verður fjögurra liða úrslitakeppni í stað sex. - Ekki verður fjölgað leikjum í Iceland Express-deild karla - Ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla - Breytingar verða á Lengjubikar karla (Fyrirtækjabikar) - Breytingar verða á Lengjubikar kvenna (Fyrirtækjabikar) Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þingið af heimasíðu KKÍ:Fyrir þinginu voru margar spennandi og ítarlegar tillögur og meðal þeirra breytinga sem voru gerðar var að í Iceland Express-deild kvenna verður leikin fjórföld umferð í einni deild á næsta tímabili. Það þýðir að A og B skiptingu deildarinnar verður ekki haldið áfram og verða því 28 leikir á næsta tímabili í efstu deild kvenna miðað við 20 leiki síðasta vetur. Fjögur efstu lið fara í úrslitakeppni. Fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að takmarka fjölda útlendinga í deildarkeppni meistaraflokka karla og kvenna. Miklar umræður voru um kosti og galla þess að takmarka þann fjölda útlendinga sem er inná vellinum hverju sinni. Kosið var um tillöguna sem hefur verið nefnd 3+2 en hún snérist um það að hverju sinni mátti þjálfari ekki hafa fleiri en tvo útlendinga inná hverju sinni. Óskað var eftir skriflegri atkvæðagreiðslu um málið sem er sjaldgæft því venjulega er kosið með handauppréttingu. Skrifleg atkvæðagreiðsla er leynileg og að lokinni talningu atkvæða var ljóst að skoðanaskipti þingfulltrúa var töluverð en atkvæðin féllu jöfn 43-43 og þrír seðlar voru auðir. Var tillagan því felld vegna þess að hún fékk ekki meirihluta atkvæða. Í kjölfarið á þessu var greitt atkvæði um tillögu þess efnis að leyfa tvo erlenda leikmenn í hverju liði. Það þýðir að lið mega ráða til sín tvo bandaríska leikmenn og tefla þeim fram í sama leik, en áður var það óheimilt og aðeins mátti hafa einn bandarískan leikmann í liðinu. Var þessi tillaga samþykkt með góðum meirihluta atkvæða. Gerðar voru breytingar á Lengjubikar karla og kvenna og verða bæði mót með breyttu sniði næsta vetur. Í Lengjubikar karla verður keppnin með 16 liðum, öllum liðum efstu deildar ásamt fjórum liðum úr 1. deild. Verður liðunum skipt í styrkleikaflokka, fjögur lið í hverjum styrkleikaflokki. Dregið verður í riðla og leikið fyrir áramót með úrslitum hinna fjögurra fræknu. Leikirnir verða eftir að Íslandsmótið hefst. Í Lengjubikar kvenna verður keppni 10 liða. Öll liðin úr Iceland Express-deild ásamt tveimur úr 1. deild kvenna. Leikið verður í tveimur riðlum, fimm lið í hvorum riðli og verður ein umferð leikin þar sem allir spila við alla. Lengjubikar kvenna klárast áður en Íslandsmótið hefst. Óbreytt keppnisfyrirkomulag verður í Iceland Express-deild karla og ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla. Tillaga þess efnis að fella niður reglugerð um sameiginleg lið fékk ekki brautargengi og því stendur hún. Tillaga þess efnis að taka upp 3-dómara kerfi í Iceland Express-deild karla var felld.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira