Lífið

Kex hostel opnar í Reykjavík

MYNDIR/[email protected]
Knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson, athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson, handboltahetjan Dagur Sigurðsson og fleiri opnuðu gistiheimilið Kex hostel formlega í gær en það er staðsett í húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu.

Pétur sagði í viðtali við Fréttablaðið í nóvember 2010 að miklir möguleikar væru fyrir hendi hvað nýtingu húsnæðisins varðaði þar sem þeir vildu einnig vera með veitingahús og menningarviðburði. „Þannig að þetta verður ekki bara ódýr gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn heldur líka eitthvað sem Íslendingar geta nýtt sér."

Eins og myndirnar sýna mætti fjöldi fólks til að fagna með þremenningunum sem hafa greinilega haldið í gamla kexverksmiðjuandann.

Ísland í dag/Kex hostel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.