Karl hvetur presta til að minnast á norsku þjóðina á morgun 23. júlí 2011 15:48 Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands Mynd/Valli Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Í bréfi biskups til presta og kirkjufólks segir: „Komum saman í samhug og fyrirbæn fyrir augliti Guðs. Minnumst þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja. Heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag. Það er vilji hefndarverkamannsins. Látum hann ekki ná markmiðum sínum! Styrkjum ásetning okkar og vilja til að taka höndum saman við allt góðviljað fólk í baráttunni fyrir því opna og góða samfélagi þar sem virðing og náungakærleikur ræður og ríkir. Við játum trú á þann mátt sem þjáist í samlíðan með þeim sem líða, sem gekk í dauðann fyrir okkur öll, sem reis af dauðum og lifir. Máttur hans mun sigra alla ógn og alla vá. Fyrirætlanir Guðs eru fyrirætlanir fyrirgefningar en ekki endurgjalds, friðar en ekki ófriðar, réttlætis en ekki ranglætis, lífs en ekki dauða. Og sú vitund og vissa ber uppi von okkar og trú. Áhyggjur allar og kvíða, sorg og söknuð og órólegar hugsanir fáum við að leggja í hendur hans. Þær hendur eru merktar sárum krossfórnarinnar. Hann þekkir sárin lífs og sálar. Og hann mun vel fyrir sjá. Í Guðs friði Karl Sigurbjörnsson“ Og bænin sem fylgir bréfinu hljómar svo:Guð allrar huggunar og vonar, minnstu í mildi þinni norsku þjóðarinnar. Rétt út hönd þína til þeirra sem þjást vegna hinna ólýsanlegu grimmdarverka, hugga þau sem syrgja, líkna þeim sem örvænta, styrk þau sem líkna og hugga og sinna löggæslu og öryggismálum. Blessa norsku þjóðina andspænis ógn og öryggisleysi, lát alla sem leita þín og oss öll styrk og finna návist þína, vernd og hlífð fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Friðarins Guð, þú sem ert uppspretta alls friðar, gef friðvana heimi frið. Hindra ofbeldi og ill ráð ofstopamanna. Ver í verki með þeim sem semja sátt og flytja frið milli þjóða, kynþátta og trúarbragða. Gef oss og öllum jarðarbörnum þann sanna frið sem heimurinn megnar hvorki að veita né frá oss taka. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Hryðjuverk í Útey Noregur Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Í bréfi biskups til presta og kirkjufólks segir: „Komum saman í samhug og fyrirbæn fyrir augliti Guðs. Minnumst þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja. Heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag. Það er vilji hefndarverkamannsins. Látum hann ekki ná markmiðum sínum! Styrkjum ásetning okkar og vilja til að taka höndum saman við allt góðviljað fólk í baráttunni fyrir því opna og góða samfélagi þar sem virðing og náungakærleikur ræður og ríkir. Við játum trú á þann mátt sem þjáist í samlíðan með þeim sem líða, sem gekk í dauðann fyrir okkur öll, sem reis af dauðum og lifir. Máttur hans mun sigra alla ógn og alla vá. Fyrirætlanir Guðs eru fyrirætlanir fyrirgefningar en ekki endurgjalds, friðar en ekki ófriðar, réttlætis en ekki ranglætis, lífs en ekki dauða. Og sú vitund og vissa ber uppi von okkar og trú. Áhyggjur allar og kvíða, sorg og söknuð og órólegar hugsanir fáum við að leggja í hendur hans. Þær hendur eru merktar sárum krossfórnarinnar. Hann þekkir sárin lífs og sálar. Og hann mun vel fyrir sjá. Í Guðs friði Karl Sigurbjörnsson“ Og bænin sem fylgir bréfinu hljómar svo:Guð allrar huggunar og vonar, minnstu í mildi þinni norsku þjóðarinnar. Rétt út hönd þína til þeirra sem þjást vegna hinna ólýsanlegu grimmdarverka, hugga þau sem syrgja, líkna þeim sem örvænta, styrk þau sem líkna og hugga og sinna löggæslu og öryggismálum. Blessa norsku þjóðina andspænis ógn og öryggisleysi, lát alla sem leita þín og oss öll styrk og finna návist þína, vernd og hlífð fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Friðarins Guð, þú sem ert uppspretta alls friðar, gef friðvana heimi frið. Hindra ofbeldi og ill ráð ofstopamanna. Ver í verki með þeim sem semja sátt og flytja frið milli þjóða, kynþátta og trúarbragða. Gef oss og öllum jarðarbörnum þann sanna frið sem heimurinn megnar hvorki að veita né frá oss taka. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.
Hryðjuverk í Útey Noregur Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira