Friðrik Dór afhjúpar nýjan stíl Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. október 2011 16:35 Það kom ýmsum í opna skjöldu þegar tónlistarmaðurinn Friðrik Dór tilkynnti að hann og popptónskáldið Ólafur Arnalds væru að vinna saman að næstu plötu hans. Fyrir nokkrum vikum slepptu þeir svo fyrsta laginu af þessari væntanlegu plötu lausu og þá varð augljóst að Friðrik er mikilli mótun þessa daganna. Lagið, sem heitir I don't remember your name, er svalt melónkólískt rafpopp og öllu dýpra en það léttmeti sem einkenni frumraun hans Allt sem þú átt er kom út í fyrra. Útvarpsmenn hafa jafnvel talað um að lagið hljómi svo erlendis að þeir hafi varlað trúað því að þarna væri Friðrik Dór á ferð. Þó svo að nýja lagið hafi fengið prýðis móttökur ætlar Friðrik ekki að skella sér í jólaplötuflóðið í ár. Hann og Ólafur vinna hörðum höndum við nýju plötuna sem greinilega er ætluð fyrir erlenda markaði.Við getum búist við plötunni á fyrri hluta næsta árs. Friðrik Dór verður gestur þáttarins Vasadiskó á morgun en þar ætlar hann að frumflytja eitt eða fleiri lög af þessari væntanlegu annari sólóplötu hans. Einnig mætir hann með vasadiskóið sitt (mp3 spilara) og setur á shuffle. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15 - 17. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni en þar birtast reglulega myndbönd, fréttir, lagalistar og annað tengt þættinum fyrir þá sem styðja á like-hnappinn. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Það kom ýmsum í opna skjöldu þegar tónlistarmaðurinn Friðrik Dór tilkynnti að hann og popptónskáldið Ólafur Arnalds væru að vinna saman að næstu plötu hans. Fyrir nokkrum vikum slepptu þeir svo fyrsta laginu af þessari væntanlegu plötu lausu og þá varð augljóst að Friðrik er mikilli mótun þessa daganna. Lagið, sem heitir I don't remember your name, er svalt melónkólískt rafpopp og öllu dýpra en það léttmeti sem einkenni frumraun hans Allt sem þú átt er kom út í fyrra. Útvarpsmenn hafa jafnvel talað um að lagið hljómi svo erlendis að þeir hafi varlað trúað því að þarna væri Friðrik Dór á ferð. Þó svo að nýja lagið hafi fengið prýðis móttökur ætlar Friðrik ekki að skella sér í jólaplötuflóðið í ár. Hann og Ólafur vinna hörðum höndum við nýju plötuna sem greinilega er ætluð fyrir erlenda markaði.Við getum búist við plötunni á fyrri hluta næsta árs. Friðrik Dór verður gestur þáttarins Vasadiskó á morgun en þar ætlar hann að frumflytja eitt eða fleiri lög af þessari væntanlegu annari sólóplötu hans. Einnig mætir hann með vasadiskóið sitt (mp3 spilara) og setur á shuffle. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15 - 17. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni en þar birtast reglulega myndbönd, fréttir, lagalistar og annað tengt þættinum fyrir þá sem styðja á like-hnappinn.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira