Langflestir bera traust til Landhelgisgæslunnar af öllum þeim stofnunum sem spurt var um í könnun MMR sem gerð var á dögunum. Næstflestir bera mest traust til sérstaks saksóknara, en fæstir bera traust til landsdóms.
Um 78,3% bera mest traust til Landhelgisgæslunnar og um 47,4% bera mest traust til sérstaks saksóknara. MMR vekur athygli á því að traust til sérstaks saksóknara hafi minnkað umtalsvert en 59,8% sögðust treysta honum þegar spurt var í febrúar. Einungis 16,4% sögðust bera mest traust til landsdóms.
Könnunin var gerð dagana 6-10 október síðastliðinn. 921 einstaklingur svaraði spurningunni.
