Fréttaskýring: AGS segir Kínverja standa frammi fyrir ógn Magnús Halldórsson skrifar 16. nóvember 2011 00:27 Christine Lagarde hin franska, er nú framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sendi í morgun frá sér bréf, sem birt er á vef sjóðsins, þar sem áhyggjum er lýst yfir því að bankar í Kína standi frammi fyrir ógnum vegna merkja um að ótrúlegur uppgangstími landsins, sem staðið hefur látlaust í meira en áratug, sé hugsanlega að líða undir lok. Ekki svo að skilja að hagvaxtarskeið sé á enda, heldur frekar að það sé að hægja á hagvextinum og að einstakir geirar efnahagslífsins í landinu geti átt erfiða tíma í vændum. Haft er eftir Jonathan Fiechter, yfirmanni teymis AGS sem hefur haft kínverska hagkerfið til skoðunar, að hættumerkin fyrir banka í Kína séu öðru fremur þau að fasteignamarkaðurinn í landinu sé farin að sýna skýr merki hjöðnunar. Í ljósi mikillar lánaáhættu banka í Kína vegna fasteignaverkefna sé þetta eitthvað sem talist geti sem „ógn" við fjármálakerfið. „Í augnablikinu er bankakerfið traust en það getur breyst til hins verra á skömmum tíma," segir Fiechter í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Það er ekki eitt heldur alltFleiri atriði koma þó inn í myndina heldur en fasteignamarkaðurinn. Hagvaxtarskeiðið upp á níu til tíu prósent að meðaltali á ári hefur ekki síst verið knúið áfram af mikilli framleiðslu útflutningsfyrirtækja, bæði kínverskra og alþjóðlegra. Í ljósi stöðunnar í heiminum, þ.e. minni hagvexti en spár gerðu ráð fyrir og óvissu vegna erfiðrar skuldastöðu ríkja í Evrópu ekki síst, gætu útflutningsfyrirtæki þurft að draga saman seglin vegna minni eftirspurnar. Sem á endanum hefur áhrif á hagkerfið allt.Skuldavandinn hefur áhrifHinni mikli skuldavandi sem Evrópuþjóðir glíma nú við, og raunar Bandaríkin einnig, er ekki ótengdur Kínverjum. Gjaldeyrisvaraforði landsins er meðal annars bundinn í fjórðungi ríkisskuldabréfa Bandaríkjanna, auk stórs hluta af evrueignum einnig. Klaus Regling, framkvæmdastjóri björgunarsjóðs Evrópusambandsins, hefur að undanförnu reynt að fá Kínverja til þess að semja um fjármögnun sjóðsins. Þeir hafa hins vegar ekki samþykkt enn að taka þátt í fjármögnuninni, samkvæmt fréttum Wall Street Journal. Er rætt um að Kína fjármagni allt að tíu prósent af 1.000 milljarða evra sjóði ESB, með skuldabréfakaupum af sjóðnum. Kínverjar hafa svarað því til að nákvæmari áætlanir um aðgerðir einstakra ríkja innan ESB þurfi að liggja fyrir áður þeir taka ákvörðun um hvort þeir taki þátt í fjármögnun sjóðsins, að því er greint hefur verið frá í fréttum Wall Street Journal.Þrýstingur frá BandaríkjunumAð undanförnu hafa Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Barack Obama, forseti, talað fyrir því að Kínverjar tryggi að efnahagur landsins brotlendi ekki eftir þann gríðarlega vöxt sem einkennt hefur landið undanfarin ár. Þeir hafa þó talað varlega, enda eru Kínverjar lánveitendur Bandaríkjanna að stórum hluta eins og áður segir. Fyrst og fremst hafa þeir rætt um að kínversk stjórnvöld þurfi vera snögg til þess að örva hagkerfið ef það kemur til samdráttar, vegna þess hve viðkvæm staðan í efnahagsmálum heimsins er um þessar mundir. Miklar breytingar í Kína muni alltaf hafa áhrif á stöðu mála annars staðar í heiminum. „Þetta er alþjóðlegur vandi og það þarf að nálgast málin þannig," sagði Geithner m.a. á fundi með kínverskum embættismönnum í síðustu viku. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sendi í morgun frá sér bréf, sem birt er á vef sjóðsins, þar sem áhyggjum er lýst yfir því að bankar í Kína standi frammi fyrir ógnum vegna merkja um að ótrúlegur uppgangstími landsins, sem staðið hefur látlaust í meira en áratug, sé hugsanlega að líða undir lok. Ekki svo að skilja að hagvaxtarskeið sé á enda, heldur frekar að það sé að hægja á hagvextinum og að einstakir geirar efnahagslífsins í landinu geti átt erfiða tíma í vændum. Haft er eftir Jonathan Fiechter, yfirmanni teymis AGS sem hefur haft kínverska hagkerfið til skoðunar, að hættumerkin fyrir banka í Kína séu öðru fremur þau að fasteignamarkaðurinn í landinu sé farin að sýna skýr merki hjöðnunar. Í ljósi mikillar lánaáhættu banka í Kína vegna fasteignaverkefna sé þetta eitthvað sem talist geti sem „ógn" við fjármálakerfið. „Í augnablikinu er bankakerfið traust en það getur breyst til hins verra á skömmum tíma," segir Fiechter í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Það er ekki eitt heldur alltFleiri atriði koma þó inn í myndina heldur en fasteignamarkaðurinn. Hagvaxtarskeiðið upp á níu til tíu prósent að meðaltali á ári hefur ekki síst verið knúið áfram af mikilli framleiðslu útflutningsfyrirtækja, bæði kínverskra og alþjóðlegra. Í ljósi stöðunnar í heiminum, þ.e. minni hagvexti en spár gerðu ráð fyrir og óvissu vegna erfiðrar skuldastöðu ríkja í Evrópu ekki síst, gætu útflutningsfyrirtæki þurft að draga saman seglin vegna minni eftirspurnar. Sem á endanum hefur áhrif á hagkerfið allt.Skuldavandinn hefur áhrifHinni mikli skuldavandi sem Evrópuþjóðir glíma nú við, og raunar Bandaríkin einnig, er ekki ótengdur Kínverjum. Gjaldeyrisvaraforði landsins er meðal annars bundinn í fjórðungi ríkisskuldabréfa Bandaríkjanna, auk stórs hluta af evrueignum einnig. Klaus Regling, framkvæmdastjóri björgunarsjóðs Evrópusambandsins, hefur að undanförnu reynt að fá Kínverja til þess að semja um fjármögnun sjóðsins. Þeir hafa hins vegar ekki samþykkt enn að taka þátt í fjármögnuninni, samkvæmt fréttum Wall Street Journal. Er rætt um að Kína fjármagni allt að tíu prósent af 1.000 milljarða evra sjóði ESB, með skuldabréfakaupum af sjóðnum. Kínverjar hafa svarað því til að nákvæmari áætlanir um aðgerðir einstakra ríkja innan ESB þurfi að liggja fyrir áður þeir taka ákvörðun um hvort þeir taki þátt í fjármögnun sjóðsins, að því er greint hefur verið frá í fréttum Wall Street Journal.Þrýstingur frá BandaríkjunumAð undanförnu hafa Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Barack Obama, forseti, talað fyrir því að Kínverjar tryggi að efnahagur landsins brotlendi ekki eftir þann gríðarlega vöxt sem einkennt hefur landið undanfarin ár. Þeir hafa þó talað varlega, enda eru Kínverjar lánveitendur Bandaríkjanna að stórum hluta eins og áður segir. Fyrst og fremst hafa þeir rætt um að kínversk stjórnvöld þurfi vera snögg til þess að örva hagkerfið ef það kemur til samdráttar, vegna þess hve viðkvæm staðan í efnahagsmálum heimsins er um þessar mundir. Miklar breytingar í Kína muni alltaf hafa áhrif á stöðu mála annars staðar í heiminum. „Þetta er alþjóðlegur vandi og það þarf að nálgast málin þannig," sagði Geithner m.a. á fundi með kínverskum embættismönnum í síðustu viku.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira