Hrunadansinn við Tchenguiz bræður kostaði 370 milljarða 15. febrúar 2011 10:00 Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega í dag um viðskipti þeirra Tchenguiz bræðra við Kaupþing undir fyrirsögninni „Hvernig skuldadans Kaupþings við Tchenguiz bræðurna endaði með 2 milljarða punda hruni." Upphæðin samsvarar ríflega 370 milljörðum kr. „Þótt það komi á óvart eru tveir af spjátrungslegustu og ágengustu fasteignamógúlum í Mayfair hverfisins, Robert og Vincent Tchenguiz enn standandi. Þrátt fyrir að hafa horft upp á 2 milljarða punda fjárfestingar sínar hrynja til grunna á undanförnum árum virðast bræðurnir enn efnaðir og njóta alls þess sem heimur hinna ofurríku hefur upp á að bjóða," segir í upphafi umfjöllunar Guardian. „Veni, Vidi, Vici hin 40 metra langa lúxussnekkja Vincents liggur enn við bryggju á Rívíerunni sem og hin 45 metra langa snekkja My Little Violet sem er í eigu bróður hans. Blaðið rifjar upp fréttir síðustu daga um að eignarhald á umfangsmiklu fasteignaveldi Vincent er nú komið í hendur skilanefndar Kaupþings en um tíma námu útlán þess banka við þá bræður um 55% af eiginfé bankans. Fyrir utan að hafa misst fasteignaveldi sitt hefur Kaupþing leyst til sín flestar eignir þeirra bræðra. Þar má meðal annars nefna 10% hlut í Sainsbury verslunarkeðjunni, 27% hlut í kráarkeðjunni Mitchells & Butlers, meirahlutann í Lara Croft tölvuleikjaveldinu og minni hluta í brugghúsinu Greene King and Marston´s. Þeir Tchenguiz bræður eiga nú í málaferlum við Kaupþing bæði í London og Reykjavík. Þeir halda því m.a. fram að bankinn hafi lánað of mikið til Roberts og þar með brotið íslensk lög um bankastarfsemi. Þar að auki hafi bankinn logið að Vincent um hve mikið af veðum þyrfti til að halda þessum lánum gangandi. Kaupþing hefði átt að skrá lánin til þeirra bræðra sem lán til tengdra aðila en samanlagt námu þau um 80% af eiginfé bankans. Þar að auki hafi Kaupþingi láðst að láta Vincent vita af því þegar bankinn jók við yfirdráttinn hjá Robert. Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega í dag um viðskipti þeirra Tchenguiz bræðra við Kaupþing undir fyrirsögninni „Hvernig skuldadans Kaupþings við Tchenguiz bræðurna endaði með 2 milljarða punda hruni." Upphæðin samsvarar ríflega 370 milljörðum kr. „Þótt það komi á óvart eru tveir af spjátrungslegustu og ágengustu fasteignamógúlum í Mayfair hverfisins, Robert og Vincent Tchenguiz enn standandi. Þrátt fyrir að hafa horft upp á 2 milljarða punda fjárfestingar sínar hrynja til grunna á undanförnum árum virðast bræðurnir enn efnaðir og njóta alls þess sem heimur hinna ofurríku hefur upp á að bjóða," segir í upphafi umfjöllunar Guardian. „Veni, Vidi, Vici hin 40 metra langa lúxussnekkja Vincents liggur enn við bryggju á Rívíerunni sem og hin 45 metra langa snekkja My Little Violet sem er í eigu bróður hans. Blaðið rifjar upp fréttir síðustu daga um að eignarhald á umfangsmiklu fasteignaveldi Vincent er nú komið í hendur skilanefndar Kaupþings en um tíma námu útlán þess banka við þá bræður um 55% af eiginfé bankans. Fyrir utan að hafa misst fasteignaveldi sitt hefur Kaupþing leyst til sín flestar eignir þeirra bræðra. Þar má meðal annars nefna 10% hlut í Sainsbury verslunarkeðjunni, 27% hlut í kráarkeðjunni Mitchells & Butlers, meirahlutann í Lara Croft tölvuleikjaveldinu og minni hluta í brugghúsinu Greene King and Marston´s. Þeir Tchenguiz bræður eiga nú í málaferlum við Kaupþing bæði í London og Reykjavík. Þeir halda því m.a. fram að bankinn hafi lánað of mikið til Roberts og þar með brotið íslensk lög um bankastarfsemi. Þar að auki hafi bankinn logið að Vincent um hve mikið af veðum þyrfti til að halda þessum lánum gangandi. Kaupþing hefði átt að skrá lánin til þeirra bræðra sem lán til tengdra aðila en samanlagt námu þau um 80% af eiginfé bankans. Þar að auki hafi Kaupþingi láðst að láta Vincent vita af því þegar bankinn jók við yfirdráttinn hjá Robert.
Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira