Alþjóðleg lögregla benti á tvo níðinga 22. febrúar 2011 06:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) hafði nýlega hendur í hári tveggja karlmanna sem höfðu í fórum sínum myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, eftir að ábendingar höfðu borist hingað frá Interpol annars vegar og hins vegar frá Europol. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar LRH. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært annan manninn, en hinn bíður ákæru. Í rannsókn sem Interpol og Europol voru með og náði víða um Evrópu komu fram tvær íslenskar IP-tölur, sem leiddu til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur og tölvugögn í báðum málunum. Í báðum tilvikum reyndist vera nokkurt magn af kynferðislegu ofbeldismyndefni með börnum, mun meira hjá þeim sem ákæra hefur enn ekki verið birt. Bæði er um ljósmyndir og hreyfimyndir að ræða. Báðir mennirnir eru af höfuðborgarsvæðinu og báðir voru þeir með ofbeldismyndirnar heima hjá sér. Báðir eru þeir um þrítugt. Málið á hendur þeim sem þegar hefur verið ákærður var þingfest fyrr í þessum mánuði. Sama dag voru þingfestar ákærur yfir tveimur öðrum níðingum sem voru með ofbeldismyndir af börnum í tölvubúnaði á heimili sínu. Hjá öðrum þeirra fundu tæknimenn þjónustufyrirtækis myndefnið eftir að maðurinn hafði farið með tölvu sína í viðgerð. Annar níðinganna tveggja hefur verið dæmdur í 200 þúsunda króna sekt. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara, segir embættið lengi hafa talað fyrir þyngri refsingu á hendur fólki sem sé með kynferðisofbeldismyndir af börnum í fórum sínum. Reynslan hafi sýnt að dómarar líti fremur til magns en grófleika í málum af því tagi. Hinir seku séu dæmdir til sektargreiðslu í yfirgnæfandi meirihluta mála. Michael Moran, yfirmaður hjá Interpol, var nýlega staddur hér á landi á vegum Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Hann sagði þá í viðtölum við fjölmiðla að á tímum internetsins væru engin landamæri. Barnaníðingar sem notuðu internetið til að dreifa kynferðislegum ofbeldismyndum gætu verið hvar sem er í veröldinni og trúlega einnig hér á landi. [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) hafði nýlega hendur í hári tveggja karlmanna sem höfðu í fórum sínum myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, eftir að ábendingar höfðu borist hingað frá Interpol annars vegar og hins vegar frá Europol. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar LRH. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært annan manninn, en hinn bíður ákæru. Í rannsókn sem Interpol og Europol voru með og náði víða um Evrópu komu fram tvær íslenskar IP-tölur, sem leiddu til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur og tölvugögn í báðum málunum. Í báðum tilvikum reyndist vera nokkurt magn af kynferðislegu ofbeldismyndefni með börnum, mun meira hjá þeim sem ákæra hefur enn ekki verið birt. Bæði er um ljósmyndir og hreyfimyndir að ræða. Báðir mennirnir eru af höfuðborgarsvæðinu og báðir voru þeir með ofbeldismyndirnar heima hjá sér. Báðir eru þeir um þrítugt. Málið á hendur þeim sem þegar hefur verið ákærður var þingfest fyrr í þessum mánuði. Sama dag voru þingfestar ákærur yfir tveimur öðrum níðingum sem voru með ofbeldismyndir af börnum í tölvubúnaði á heimili sínu. Hjá öðrum þeirra fundu tæknimenn þjónustufyrirtækis myndefnið eftir að maðurinn hafði farið með tölvu sína í viðgerð. Annar níðinganna tveggja hefur verið dæmdur í 200 þúsunda króna sekt. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara, segir embættið lengi hafa talað fyrir þyngri refsingu á hendur fólki sem sé með kynferðisofbeldismyndir af börnum í fórum sínum. Reynslan hafi sýnt að dómarar líti fremur til magns en grófleika í málum af því tagi. Hinir seku séu dæmdir til sektargreiðslu í yfirgnæfandi meirihluta mála. Michael Moran, yfirmaður hjá Interpol, var nýlega staddur hér á landi á vegum Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Hann sagði þá í viðtölum við fjölmiðla að á tímum internetsins væru engin landamæri. Barnaníðingar sem notuðu internetið til að dreifa kynferðislegum ofbeldismyndum gætu verið hvar sem er í veröldinni og trúlega einnig hér á landi. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira