Fréttaskýring: Stórfyrirtæki vega þungt í tekjunum 24. febrúar 2011 20:00 Álver Fjarðaáls er meðal þess sem leitt hefur til tekjuauka fyrir Fjarðabyggð, sem nú hefur tekið fram úr Garðabæ í útreiknuðum meðaltekjum sveitarfélaga miðað við íbúafjölda. Fréttablaðið/Pjetur Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarðabyggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listanum yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með langflesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélagsins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta." Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu.Ef horft er til fámennari sveitarfélaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru sæti kemur svo Grímsnes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekjujöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekjujöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastliðins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagningu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiriháttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðaltekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarðabyggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listanum yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með langflesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélagsins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta." Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu.Ef horft er til fámennari sveitarfélaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru sæti kemur svo Grímsnes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekjujöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekjujöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastliðins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagningu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiriháttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðaltekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira