Skoðun

Food and Fun er hátíð í heimsklassa

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra skrifar
Ég finn alltaf fyrir spenningi þegar Food and Fun hátíðin hefst. Fyrir nærri áratug datt ég fyrir tilviljun inn á veitingastað sem var þátttakandi í hátíðinni og fékk ótrúlega nýstárlegan og skemmtilegan mat. Mat sem var í heimsklassa og mér er minnisstæð sú mikla gleði sem réði ríkjum. Síðan þá hef ég verið dyggur aðdáandi þessarar hátíðar og ekki látið mig vanta á þessa skemmtilegu hátíð sem Food and Fun er.

Með Food and Fun hefur íslensk matargerð fengið erlenda matreiðslumenn í heimsklassa til að matreiða sælkeramáltíðir úr íslensku hráefni og kynnast því um leið. Í dag sjáum við mörg dæmi þess að íslensk matvæli hafa numið land á nýjum mörkuðum í kjölfar þátttöku erlendra gestakokka á Food and Fun, má þar nefna skyrið, lambakjötið og fiskinn.

Það þóttu mikil nýmæli að selja kjúklingabita í körfum á veitingastað í Reykjavík að erlendri fyrirmynd á seinni hluta síðustu aldar. Eins þóttu það mikil tíðindi að sjá framandi veitingastaði með erlenda matargerð opna hér á landi skömmu síðar. Íslensk matargerð hefur haft einkar gott af erlendum áhrifum. Þegar saman kemur íslensk matarhefð og hráefni í höndum bestu kokka í heimi getur útkoman aðeins orðið stórkostleg.

Ekki einvörðungu er þetta frábær kynning á íslenskum mat heldur einnig frábært tækifæri til að njóta þess besta sem íslenskur veitingaiðnaður hefur upp á að bjóða. Sjáumst á Food & Fun!




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×