Þeir Domenico Dolce og Stefano Gabbana sýndu á sér nýja og nokkuð ærslafulla hlið á tískuvikunni í Mílanó í síðustu viku. Þar voru stjörnur í aðalhlutverki og sáust þær jafnt á klæðnaði og fylgihlutum.
Í sumum tilfellum voru heilu kjólarnir prýddir stórum sem smáum stjörnum en auk þess mátti sjá þær prentaðar á kraga, vasa og víðar á móti öðru efni. Yfirbragðið varð fyrir vikið heldur ungæðislegt og óhefðbundið.
