Bieber-æði á Íslandi: Koma grátandi út úr bíó Atli Fannar Bjarkason skrifar 4. mars 2011 00:01 Justin Bieber hefur unnið hjörtu íslensku kvenþjóðarinnar. „Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, samkvæmt Sigurði Victori. „Á laugardaginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir," segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregnir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir," segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrívídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snillingar."Íris Hólm.Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber-æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur listamaður," segir Íris. Hún viðurkennir að hafa ekki búist við miklu af söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni." Eins og yngri aðdáendur söngvarans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mínútum," segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, samkvæmt Sigurði Victori. „Á laugardaginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir," segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregnir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir," segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrívídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snillingar."Íris Hólm.Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber-æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur listamaður," segir Íris. Hún viðurkennir að hafa ekki búist við miklu af söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni." Eins og yngri aðdáendur söngvarans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mínútum," segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira