Yfir 100 þúsund börn hafa misst heimili sín 23. mars 2011 21:00 Ástandið í neyðarskýlum sem sett hafa verið upp í Japan er víða slæmt. Útlit er fyrir að barnshafandi konur þurfi að fæða börn sín þar.mynd/save the children Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. Nao Saito, sem á að eiga barn sitt í næstu viku, hitti fulltrúa Save the Children í Shichigo-barnaskólanum sem breytt hefur verið í fjöldahjálparstöð. Hún segir að vegna skorts á eldsneyti sé hún hrædd um að ná ekki í tíma á sjúkrahúsið í borginni Sendai. Stephen McDonald, sem leiðir neyðaraðstoð barna í Japan, segir um hálfa milljón manns vera á vergangi eftir flóðbylgjuna og margir þeirra búi í yfirfullum fjöldahjálparstöðvum á nær 600 kílómetra strandlengju Japans. „Það er því miður hætt við að konur sem eru langt gengnar með barn neyðist til að fæða í þessum stöðvum," segir McDonald. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir afar mikilvægt að bregðast eins skjótt við og auðið er. „Það er mikill fjöldi barna sem hefur misst heimili sín, skóla, ættingja og vini. Allt þeirra daglega líf er úr skorðum," segir Petrína. „Við leggjum mikla áherslu á að koma upp barnvænum svæðum. og nú hefur um 2.000 hjálparstöðvum verið komið á fót. Það er nauðsynlegt að sjá til þess að börnin fái öryggi og vernd, áfallahjálp og stuðning." Mikill kuldi er nú í Japan og víðs vegar um borgina Sendai og annars staðar á flóðasvæðinu hafa myndast langar biðraðir við bensínstöðvar þar sem fólk bíður eftir eldsneyti. Um 4.000 skólar eyðilögðust í hamförunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir söfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Japan. Hægt er að leggja þeim lið með því að hringja í söfnunarsíma 904 1900 (1.900 krónu framlag) eða 904 2900 (2.900 krónu framlag). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26–001989, kt. 521089-1059. [email protected] Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. Nao Saito, sem á að eiga barn sitt í næstu viku, hitti fulltrúa Save the Children í Shichigo-barnaskólanum sem breytt hefur verið í fjöldahjálparstöð. Hún segir að vegna skorts á eldsneyti sé hún hrædd um að ná ekki í tíma á sjúkrahúsið í borginni Sendai. Stephen McDonald, sem leiðir neyðaraðstoð barna í Japan, segir um hálfa milljón manns vera á vergangi eftir flóðbylgjuna og margir þeirra búi í yfirfullum fjöldahjálparstöðvum á nær 600 kílómetra strandlengju Japans. „Það er því miður hætt við að konur sem eru langt gengnar með barn neyðist til að fæða í þessum stöðvum," segir McDonald. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir afar mikilvægt að bregðast eins skjótt við og auðið er. „Það er mikill fjöldi barna sem hefur misst heimili sín, skóla, ættingja og vini. Allt þeirra daglega líf er úr skorðum," segir Petrína. „Við leggjum mikla áherslu á að koma upp barnvænum svæðum. og nú hefur um 2.000 hjálparstöðvum verið komið á fót. Það er nauðsynlegt að sjá til þess að börnin fái öryggi og vernd, áfallahjálp og stuðning." Mikill kuldi er nú í Japan og víðs vegar um borgina Sendai og annars staðar á flóðasvæðinu hafa myndast langar biðraðir við bensínstöðvar þar sem fólk bíður eftir eldsneyti. Um 4.000 skólar eyðilögðust í hamförunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir söfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Japan. Hægt er að leggja þeim lið með því að hringja í söfnunarsíma 904 1900 (1.900 krónu framlag) eða 904 2900 (2.900 krónu framlag). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26–001989, kt. 521089-1059. [email protected]
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira