HBT hætti við eftir mælingar 29. mars 2011 05:30 Vélarhús Með rafgreiningu þar sem rafgeymir bíls er notaður til að kljúfa vetni úr vatni telja sumir að draga megi úr eyðslu bíla.Fréttablaðið/SJÓ Vetnisbúnaður sem draga átti úr eldsneytisnotkun bifreiða stendur ekki undir væntingum, að því er fram kemur í umfjöllun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Í frétt á vef Mbl.is um Thor Energy Zolutions var því haldið fram að búnaðurinn gæti dregið úr eldsneytisnotkun bíla og bifhjóla um allt að 30 prósent, auk þess að auka afl og draga úr mengun. Búnaðurinn kostar frá tæpum 70 þúsund krónum og upp í um 130 þúsund. „Ef þú ætlar að framleiða vetnið um borð í bílnum ertu farinn að brenna eldsneyti sem nemur því vetni sem framleitt er í bílnum þannig að í raun á enginn orkuávinningur sér stað. Eldsneytissparnaður upp á jafnvel 30 prósent er einfaldlega óhugsandi,“ hefur fréttavefur FÍB eftir, Ágústu Loftsdóttur eðlisfræðingi og sérfræðingi hjá Orkustofnun, um hvers konar eldsneyti sem nýta má á bíla. Íslenska tæknifyrirtækið HB tækniþjónusta (HBT) ætlaði að framleiða vetnisbúnað fyrir stórar dísilrafstöðvar, búnað sem byggir á sömu hugmyndafræði og hjá Thor Energy Zolutions. Jóhann Benediktsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir þær áætlanir hafa verið slegnar af eftir mælingar. Hann segir þó ekki hafa verið stefnt að meiri árangri en 2 til 5 prósenta minni eldsneytiseyðslu. „En ég vil ekki gera lítið úr því að vel geti verið að búnaðurinn þeirra auki afl vélanna. En þessar sparnaðartölur standast ekki,“ segir hann. - óká Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Vetnisbúnaður sem draga átti úr eldsneytisnotkun bifreiða stendur ekki undir væntingum, að því er fram kemur í umfjöllun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Í frétt á vef Mbl.is um Thor Energy Zolutions var því haldið fram að búnaðurinn gæti dregið úr eldsneytisnotkun bíla og bifhjóla um allt að 30 prósent, auk þess að auka afl og draga úr mengun. Búnaðurinn kostar frá tæpum 70 þúsund krónum og upp í um 130 þúsund. „Ef þú ætlar að framleiða vetnið um borð í bílnum ertu farinn að brenna eldsneyti sem nemur því vetni sem framleitt er í bílnum þannig að í raun á enginn orkuávinningur sér stað. Eldsneytissparnaður upp á jafnvel 30 prósent er einfaldlega óhugsandi,“ hefur fréttavefur FÍB eftir, Ágústu Loftsdóttur eðlisfræðingi og sérfræðingi hjá Orkustofnun, um hvers konar eldsneyti sem nýta má á bíla. Íslenska tæknifyrirtækið HB tækniþjónusta (HBT) ætlaði að framleiða vetnisbúnað fyrir stórar dísilrafstöðvar, búnað sem byggir á sömu hugmyndafræði og hjá Thor Energy Zolutions. Jóhann Benediktsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir þær áætlanir hafa verið slegnar af eftir mælingar. Hann segir þó ekki hafa verið stefnt að meiri árangri en 2 til 5 prósenta minni eldsneytiseyðslu. „En ég vil ekki gera lítið úr því að vel geti verið að búnaðurinn þeirra auki afl vélanna. En þessar sparnaðartölur standast ekki,“ segir hann. - óká
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira