Bæjarstjóri gerir stuðsamning 31. mars 2011 20:30 upphafsmaður Mugison tók Gúanóstelpuna, óopinbert einkennislag Aldrei fór ég suður, fyrir fjölmiðlafólk á verkstæði KNH á Ísafirði þar sem tónleikarnir fara fram. fréttablaðið/stefán „Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar skulu stuðla að óæskilegri hegðun og almennum kjánaskap meðan á hátíðinni stendur, meðal annars með því að dansa kjánalega, trufla hljómsveitir og ganga á fjörur við sjálft tónlistarfólkið. Enn fremur að vera í stuði yfir dagana fjóra," segir í sérstökum „stuðsamningi" milli skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður og Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra Ísafjarðar, sem skrifað var undir á Ísafjarðarflugvelli á þriðjudag.Margvísleg aðkoma bæjarins að hátíðinni, sem haldin verður í áttunda sinn dagana 21. til 23. apríl næstkomandi, var þar staðfest formlega ásamt samstarfi við fleiri aðila á borð við Flugfélag Íslands, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Inspired by Iceland, en tónleikum hátíðarinnar verður streymt í gegnum heimasíðu markaðsverkefnisins. Um þrjátíu atriði verða í boði á hátíðinni í ár og segir Jón Þór Þorleifsson rokkstjóri áhuga tónlistarfólks á hátíðinni vera forréttindi. Til marks um það hafi hann neyðst til að hafna um 120 atriðum sem vildu koma fram. Meðal atriða í ár má nefna Pál Óskar, Nýdönsk, FM Belfast, Bjartmar og Bergrisana, Klassart, Lifun, Valdimar og Grafík, að ógleymdum Mugison, einum skipuleggjenda hátíðarinnar. Þá mætir ísfirska kvennasveitin Sokkabandið til leiks eftir áralangt hlé.- kg Fréttir Lífið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
„Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar skulu stuðla að óæskilegri hegðun og almennum kjánaskap meðan á hátíðinni stendur, meðal annars með því að dansa kjánalega, trufla hljómsveitir og ganga á fjörur við sjálft tónlistarfólkið. Enn fremur að vera í stuði yfir dagana fjóra," segir í sérstökum „stuðsamningi" milli skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður og Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra Ísafjarðar, sem skrifað var undir á Ísafjarðarflugvelli á þriðjudag.Margvísleg aðkoma bæjarins að hátíðinni, sem haldin verður í áttunda sinn dagana 21. til 23. apríl næstkomandi, var þar staðfest formlega ásamt samstarfi við fleiri aðila á borð við Flugfélag Íslands, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Inspired by Iceland, en tónleikum hátíðarinnar verður streymt í gegnum heimasíðu markaðsverkefnisins. Um þrjátíu atriði verða í boði á hátíðinni í ár og segir Jón Þór Þorleifsson rokkstjóri áhuga tónlistarfólks á hátíðinni vera forréttindi. Til marks um það hafi hann neyðst til að hafna um 120 atriðum sem vildu koma fram. Meðal atriða í ár má nefna Pál Óskar, Nýdönsk, FM Belfast, Bjartmar og Bergrisana, Klassart, Lifun, Valdimar og Grafík, að ógleymdum Mugison, einum skipuleggjenda hátíðarinnar. Þá mætir ísfirska kvennasveitin Sokkabandið til leiks eftir áralangt hlé.- kg
Fréttir Lífið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira