Siðaðra þjóða háttur Benedikt Jóhannesson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga. Það er einróma álit þeirra að ekki verði lengra náð með samningum en nú. Í nóvember 2008 sagði Björn Bjarnason frá því á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta." Þessi orð Björns eru eins og vegvísir að lokaáfanga samninganna. Samningamenn Íslands héldu svo vel á spilum að fyrir liggur samkomulag sem takmarkar mjög áhættu Íslendinga. Samkvæmt síðasta eignamati skilanefndar Landsbankans var skuldbinding ríkisins liðlega 25 milljarðar króna. Vegna þess hve varfærnislega eignir hafa verið metnar er mjög líklegt að þær verði meira virði. Sennilega munu útgjöld ríkisins verða milli 0 og 10 milljarðar króna þegar upp er staðið. Sumir telja það ríma illa við 26 milljarða króna greiðslu nú. Svo er ekki. Af þeim koma 20 milljarðar króna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og liðlega 6 milljarðar lán úr ríkissjóði. 500 krónur á mánuðiÖllum finnst blóðugt að borga fyrir óreiðumenn. En málið snýst ekki lengur um það. Því má ekki gleyma að þeim var hleypt lausum og eftirlitsaðilar gættu þess ekki að þeir ættu eignir fyrir skuldum. Við getum litið á þetta sem sekt fyrir að óreiðumenn voru leiddir að peningum almennings. Greiðsla upp á 10 milljarða króna á fimm árum jafngildir 500 krónum á hvern einstakling á mánuði. Það jafngildir til dæmis pulsu og kókflösku á mánuði. Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það út að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Nei eykur áhættu Íslands af málinu sjálfu. Og lánakostnaður á ári vex meira en sem nemur heildarkostnaðinum við Icesave-samninginn. Við eigum að segja JÁ vegna þess að það er ódýrara og öruggara en nei. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi og það er skynsamra manna háttur að samþykkja góða samninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Icesave Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga. Það er einróma álit þeirra að ekki verði lengra náð með samningum en nú. Í nóvember 2008 sagði Björn Bjarnason frá því á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta." Þessi orð Björns eru eins og vegvísir að lokaáfanga samninganna. Samningamenn Íslands héldu svo vel á spilum að fyrir liggur samkomulag sem takmarkar mjög áhættu Íslendinga. Samkvæmt síðasta eignamati skilanefndar Landsbankans var skuldbinding ríkisins liðlega 25 milljarðar króna. Vegna þess hve varfærnislega eignir hafa verið metnar er mjög líklegt að þær verði meira virði. Sennilega munu útgjöld ríkisins verða milli 0 og 10 milljarðar króna þegar upp er staðið. Sumir telja það ríma illa við 26 milljarða króna greiðslu nú. Svo er ekki. Af þeim koma 20 milljarðar króna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og liðlega 6 milljarðar lán úr ríkissjóði. 500 krónur á mánuðiÖllum finnst blóðugt að borga fyrir óreiðumenn. En málið snýst ekki lengur um það. Því má ekki gleyma að þeim var hleypt lausum og eftirlitsaðilar gættu þess ekki að þeir ættu eignir fyrir skuldum. Við getum litið á þetta sem sekt fyrir að óreiðumenn voru leiddir að peningum almennings. Greiðsla upp á 10 milljarða króna á fimm árum jafngildir 500 krónum á hvern einstakling á mánuði. Það jafngildir til dæmis pulsu og kókflösku á mánuði. Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það út að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Nei eykur áhættu Íslands af málinu sjálfu. Og lánakostnaður á ári vex meira en sem nemur heildarkostnaðinum við Icesave-samninginn. Við eigum að segja JÁ vegna þess að það er ódýrara og öruggara en nei. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi og það er skynsamra manna háttur að samþykkja góða samninga.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun