Skoðun

Mannréttindi eign fjármagnseigenda?

Ég ætla að segja nei við lögunum um Icesave III samninginn því lögin misbjóða minni siðferðisvitund. Ein helstu rök sem hafa verið borin fyrir því að íslenskri alþýðu beri að bæta tjón innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi eru að þeim hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis. ESA hefur sent íslenskum yfirvöldum áminningarbréf um hugsanlegt brot Íslands gegn þessari grunnreglu EES-samningsins. Þá er verið að tala um mismunun á innistæðueigendum á Íslandi annars vegar, og innistæðueigendum í Hollandi og Bretlandi hinsvegar. EES samningurinn verndar þannig innistæðueigendur bankans og mér finnst ekkert rangt við að EFTA dómstóllinn gæti komist að þeirri niðurstöðu að um mismunun á ráðstöfun eigna bankans hafi verið að ræða. En hvernig er hægt að blanda inn í þetta íslenskri alþýðu? Ef dæma á alþýðu skaðabótaskylda á tjóni sem einkarekstur innan vébanda Evrópusambandsins veldur, ber að hafa í huga grunnreglu EES um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Hvernig gæti EFTA dómstóllinn þá nokkurn tímann með góðu móti rökstutt að íslensk alþýða eigi á grundvelli þjóðernis eingöngu að bera ábyrgð á slíku tjóni? Ef einhver alþýða er gerð fjárhagslega ábyrg á slíku tjóni hlýtur jafnt eiga að ganga yfir alla alþýðu innan vébanda Evrópusambandsins, samkvæmt grunnreglu EES samningsins um bann á mismunun á grundvelli þjóðernis. Því lít ég svo á að hugsanleg mismunun á innistæðueigendum Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum geti átt sér stað, en þessi mismunun jafngildir ekki því að hægt sé að gera skaðabótakröfu á íslenska alþýðu, slíkt brýtur gegn sömu grundvallarreglu. Nema jú ef EFTA dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi séu eign fjármagnseigenda eingöngu.



Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×