Gætum réttar okkar, segjum nei við Icesave III Björn Bjarnason skrifar 7. apríl 2011 06:00 Sunnudaginn 16. nóvember 2008 ritaði ég á vefsíðu mína bjorn.is: „Tilkynnt var undir kvöld, að samkomulag hefði tekist milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins vegna IceSave reikninganna. Um það hefur verið deilt, hvernig háttað er ábyrgðum á innistæðureikningum samkvæmt Evrópugerð, sem snertir bankaviðskipti yfir landamæri. Evrópusambandinu er mikið í mun, að enginn vafi ríki um þessa ábyrgð. Vandi okkar Íslendinga er, að Evrópugerðin er óljós og þar er alls ekki tekið mið af því, að heilt banka- eða fjármálakerfi hrynji eins og hér gerðist. Sé vafi um ábyrgð á grundvelli þessarar gerðar, vegur hann að trausti á allri bankastarfsemi á evrópska efnahagssvæðinu. Samningsstaða Íslands er því sterk í málinu, þótt þrengt sé að hagsmunum landsins með því að tengja IceSave óskyldum málum. Þeir, sem til slíkra ráða grípa, treysta ekki á eigin málstað. Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi - hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta.“ Benedikt Jóhannesson, ritstjóri og stærðfræðingur, vitnar til tveggja lokaefnisgreina þessarar dagbókarfærslu minnar í grein í Fréttablaðinu 6. apríl til stuðnings þeirri skoðun sinni að segja beri já við Icesave III lögunum. Einhverjir lesendur blaðsins kunna að ætla af grein hans, að ég sé einnig já-maður ESB, Breta og Hollendinga. Því fer víðs fjarri. Frá því að ég ritaði ofangreind orð hefur sífellt orðið skýrara í huga mínum hve brýnt er að rekja þann þráð til enda sem er grunntónn þess sem ég sagði 16. nóvember 2008 og snýr að hinum lagalega rétti okkar Íslendinga. Stjórnvöld hafa því miður ekki borið gæfu til að standa vörð um hann. Undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar var blásið á lögfræðileg sjónarmið og komist að „glæsilegri niðurstöðu“, svo að vitnað sé í orð Steingríms J. um afrek Svavars. Síðan hefur Steingrímur J. verið fastur í þessu fari eins og Icesave III ber með sér. Ég hvet eindregið til þess að þjóðin segi nei í atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Málflutningur dregur dám af málstaðnum. Að já-maðurinn Benedikt Jóhannesson kjósi að bregða upp rangri mynd af skoðun minni á Icesave-málinu og segja það gert í nafni siðsemi og skynsemi dæmir sig sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Icesave Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sunnudaginn 16. nóvember 2008 ritaði ég á vefsíðu mína bjorn.is: „Tilkynnt var undir kvöld, að samkomulag hefði tekist milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins vegna IceSave reikninganna. Um það hefur verið deilt, hvernig háttað er ábyrgðum á innistæðureikningum samkvæmt Evrópugerð, sem snertir bankaviðskipti yfir landamæri. Evrópusambandinu er mikið í mun, að enginn vafi ríki um þessa ábyrgð. Vandi okkar Íslendinga er, að Evrópugerðin er óljós og þar er alls ekki tekið mið af því, að heilt banka- eða fjármálakerfi hrynji eins og hér gerðist. Sé vafi um ábyrgð á grundvelli þessarar gerðar, vegur hann að trausti á allri bankastarfsemi á evrópska efnahagssvæðinu. Samningsstaða Íslands er því sterk í málinu, þótt þrengt sé að hagsmunum landsins með því að tengja IceSave óskyldum málum. Þeir, sem til slíkra ráða grípa, treysta ekki á eigin málstað. Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi - hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta.“ Benedikt Jóhannesson, ritstjóri og stærðfræðingur, vitnar til tveggja lokaefnisgreina þessarar dagbókarfærslu minnar í grein í Fréttablaðinu 6. apríl til stuðnings þeirri skoðun sinni að segja beri já við Icesave III lögunum. Einhverjir lesendur blaðsins kunna að ætla af grein hans, að ég sé einnig já-maður ESB, Breta og Hollendinga. Því fer víðs fjarri. Frá því að ég ritaði ofangreind orð hefur sífellt orðið skýrara í huga mínum hve brýnt er að rekja þann þráð til enda sem er grunntónn þess sem ég sagði 16. nóvember 2008 og snýr að hinum lagalega rétti okkar Íslendinga. Stjórnvöld hafa því miður ekki borið gæfu til að standa vörð um hann. Undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar var blásið á lögfræðileg sjónarmið og komist að „glæsilegri niðurstöðu“, svo að vitnað sé í orð Steingríms J. um afrek Svavars. Síðan hefur Steingrímur J. verið fastur í þessu fari eins og Icesave III ber með sér. Ég hvet eindregið til þess að þjóðin segi nei í atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Málflutningur dregur dám af málstaðnum. Að já-maðurinn Benedikt Jóhannesson kjósi að bregða upp rangri mynd af skoðun minni á Icesave-málinu og segja það gert í nafni siðsemi og skynsemi dæmir sig sjálft.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun