Að semja eða svíkja Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. apríl 2011 07:00 Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum. Því hafa þeir tapað þrátt fyrir, að þeir hafi verið fullvissaðir um, að slíkt myndi aldrei gerast. Íslenska þjóðin stæði á bak við bankakerfi sitt. Vandi þess væri ímyndarvandi en ekki hrunhætta. Svo hrundu feysknar stoðir. Fögru fyrirheitin voru bara hluti af blekkingunni... Samt trúa því sumir, að álit Íslands sé engu að síður óskaddað hjá almenningi í útlöndum. Fólk þar hafi um annað að hugsa en Ísland. Það má vel vera. En þegar íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki þurfa á lánsfé að halda til þess að endurfjármagna erlend lán, sem komin eru á gjalddaga, eða til að kosta atvinnuskapandi framkvæmdir þá leita þau ekki til Jóns og Siggu í útlöndum heldur til sjóða og bankastofnana, sem búnir eru að tapa hærri fjárhæðum á íslenskum aðilum en ímyndunaraflið nær yfir. Skyldi vera auðvelt að endurnýja traustið? Ef ekki tekst – hvað gerist þá? Þá gerist það, sem er nú að gerast hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þá verður að hætta framkvæmdum, selja eignir, segja upp fólki og hækka gjöld á íslenskum almenningi. Þetta sjá landsmenn nú ljóslifandi fyrir augunum. Virðir íslenska þráablóðið aldrei staðreyndir? Hvað varð svo um allar þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku til láns í útlöndum? Eitthvað af því fór til vafasamra erlendra kaupahéðna. Mikill meirihluti rann til landsmanna sjálfra. Til eigenda íslensku bankanna. Til fyrirtækja útrásarvíkinga. Til bankareikninga, sem Íslendingar áttu í Lúxemborg, á Tortóla, á Ermarsundseyjum og á Bresku Jómfrúareyjum. Til íslenskra stjórnenda bankanna. Nokkur hluti þessara töpuðu fjármuna endaði sem lánveitingar til íslenskra heimila. Hvaðan halda menn að fjármunirnir hafi komið sem gerðu bönkunum fært að bjóða upp á 100% húsnæðislán; upp á neyslulán sem gerðu íslensk heimili að skuldugustu heimilum; upp á lán í erlendum gjaldeyri, sem íslensk heimili nýttu sér óspart á þenslutímunum? Þeir komu frá erlendum sparifjáreigendum, sem íslensku bankarnir tóku að láni til þess að framlána íslenskum fyrirtækjum, íslenskum útrásarvíkingum, íslenskum stjórnendum bankanna – og íslenskum almenningi. Og svo halda menn, að orðspor Íslendinga í útlöndum sé óskaddað! Í lýðræðisríkjum velur fólk stjórnvöld í almennum kosningum. Stjórnvöld eru ekki valin til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis – heldur til þess m.a. að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þjóðin hefur gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Þannig eru leikreglurnar í samskiptum þjóða. Mörgum sinnum hafa rétt kjörin íslensk stjórnvöld lýst vilja þjóðarinnar til þess að ljúka deilumáli með samningum. Á grundvelli slíkra yfirlýsinga frá ríkisstjórnum Íslands, Alþingi og Seðlabanka hafa vinaþjóðir og AGS fallist á að lána íslensku þjóðinni stórfé til þess að hún geti komist út úr hörmungunum þegar enginn annar vildi ljá okkur lið. Þrívegis hafa svo íslensk stjórnvöld með umboð þjóðarinnar samið við erlendar ríkisstjórnir um lausn mála. Tvívegis hefur Alþingi staðfest slíkan samning. Samt er ætlun margra að reka allt þetta aftur til baka. Hvorki rétt kjörin ríkisstjórn né rétt kjörið Alþingi tali fyrir hönd þjóðarinnar. Hver á þá að gera það? Hver verður til þess fáanlegur? Sá verður nú ekki merkilegur pappír að mínu mati. Verður aldrei hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum? Verður ávallt hægt að hlaupa frá öllum samningum og yfirlýsingum sem þau gefa? Er nokkurt slíkt þjóðríki til í víðri veröld – eða ætla Íslendingar að gerast brautryðjendur um slíka stjórnhætti ofan á allt það, sem á undan er gengið? Sú þjóð, sem getið hefur sér sér orð fyrir sviksemi gagnvart erlendum lánveitendum, ætlar hún þá líka að geta sér orð fyrir sviksemi gagnvart nágranna- og vinaþjóðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum. Því hafa þeir tapað þrátt fyrir, að þeir hafi verið fullvissaðir um, að slíkt myndi aldrei gerast. Íslenska þjóðin stæði á bak við bankakerfi sitt. Vandi þess væri ímyndarvandi en ekki hrunhætta. Svo hrundu feysknar stoðir. Fögru fyrirheitin voru bara hluti af blekkingunni... Samt trúa því sumir, að álit Íslands sé engu að síður óskaddað hjá almenningi í útlöndum. Fólk þar hafi um annað að hugsa en Ísland. Það má vel vera. En þegar íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki þurfa á lánsfé að halda til þess að endurfjármagna erlend lán, sem komin eru á gjalddaga, eða til að kosta atvinnuskapandi framkvæmdir þá leita þau ekki til Jóns og Siggu í útlöndum heldur til sjóða og bankastofnana, sem búnir eru að tapa hærri fjárhæðum á íslenskum aðilum en ímyndunaraflið nær yfir. Skyldi vera auðvelt að endurnýja traustið? Ef ekki tekst – hvað gerist þá? Þá gerist það, sem er nú að gerast hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þá verður að hætta framkvæmdum, selja eignir, segja upp fólki og hækka gjöld á íslenskum almenningi. Þetta sjá landsmenn nú ljóslifandi fyrir augunum. Virðir íslenska þráablóðið aldrei staðreyndir? Hvað varð svo um allar þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku til láns í útlöndum? Eitthvað af því fór til vafasamra erlendra kaupahéðna. Mikill meirihluti rann til landsmanna sjálfra. Til eigenda íslensku bankanna. Til fyrirtækja útrásarvíkinga. Til bankareikninga, sem Íslendingar áttu í Lúxemborg, á Tortóla, á Ermarsundseyjum og á Bresku Jómfrúareyjum. Til íslenskra stjórnenda bankanna. Nokkur hluti þessara töpuðu fjármuna endaði sem lánveitingar til íslenskra heimila. Hvaðan halda menn að fjármunirnir hafi komið sem gerðu bönkunum fært að bjóða upp á 100% húsnæðislán; upp á neyslulán sem gerðu íslensk heimili að skuldugustu heimilum; upp á lán í erlendum gjaldeyri, sem íslensk heimili nýttu sér óspart á þenslutímunum? Þeir komu frá erlendum sparifjáreigendum, sem íslensku bankarnir tóku að láni til þess að framlána íslenskum fyrirtækjum, íslenskum útrásarvíkingum, íslenskum stjórnendum bankanna – og íslenskum almenningi. Og svo halda menn, að orðspor Íslendinga í útlöndum sé óskaddað! Í lýðræðisríkjum velur fólk stjórnvöld í almennum kosningum. Stjórnvöld eru ekki valin til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis – heldur til þess m.a. að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þjóðin hefur gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Þannig eru leikreglurnar í samskiptum þjóða. Mörgum sinnum hafa rétt kjörin íslensk stjórnvöld lýst vilja þjóðarinnar til þess að ljúka deilumáli með samningum. Á grundvelli slíkra yfirlýsinga frá ríkisstjórnum Íslands, Alþingi og Seðlabanka hafa vinaþjóðir og AGS fallist á að lána íslensku þjóðinni stórfé til þess að hún geti komist út úr hörmungunum þegar enginn annar vildi ljá okkur lið. Þrívegis hafa svo íslensk stjórnvöld með umboð þjóðarinnar samið við erlendar ríkisstjórnir um lausn mála. Tvívegis hefur Alþingi staðfest slíkan samning. Samt er ætlun margra að reka allt þetta aftur til baka. Hvorki rétt kjörin ríkisstjórn né rétt kjörið Alþingi tali fyrir hönd þjóðarinnar. Hver á þá að gera það? Hver verður til þess fáanlegur? Sá verður nú ekki merkilegur pappír að mínu mati. Verður aldrei hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum? Verður ávallt hægt að hlaupa frá öllum samningum og yfirlýsingum sem þau gefa? Er nokkurt slíkt þjóðríki til í víðri veröld – eða ætla Íslendingar að gerast brautryðjendur um slíka stjórnhætti ofan á allt það, sem á undan er gengið? Sú þjóð, sem getið hefur sér sér orð fyrir sviksemi gagnvart erlendum lánveitendum, ætlar hún þá líka að geta sér orð fyrir sviksemi gagnvart nágranna- og vinaþjóðum?
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun