
Uppáhalds tímaritið þitt!
Frá heimasíðu Landsaðgangsins, hvar.is er hægt að komast í tímaritin til að skoða eða lesa. Einföld leið til að athuga hvort tímarit er í Landsaðgangi er að fara inn á vefinn hvar.is og leita á Tímaritalista A-Z. Einnig veitir starfsfólk bókasafna notendum aðstoð við að leita í Landsaðgangi. Ef tímarit er í áskrift er það aðgengilegt alla daga ársins og á öllum tímum sólarhringsins. Tímaritin eru aðgengileg hvort sem er úr heimatölvum, á vinnustöðum, hjá skólum eða á heitum reitum. Fjöldi rita í Landsaðgangi eru um 17.000.
Þar er ekki aðeins að finna fræði- og vísindarit heldur einnig tímarit á fjölmörgum áhuga- og tómstundasviðum. Flest tímarit almenns efnis eru í gagnasöfnunum ProQuest Central og Ebscohost. Oft er útlit rafrænna tímarita eins og prentaðra útgáfu. Aðgangur getur einnig verið þannig að aðeins texti greinar birtist án myndefnis. Í einstaka tilvikum komast lesendur í tímaritsgreinar á vefsíðum ritanna þar sem myndefni fylgir.
Í stuttri blaðagrein er ekki möguleiki á að telja til öll tímarit á almennum áhugasviðum. En sem dæmi má nefna að áhugafólk um útiveru, heilsurækt og íþróttir getur til dæmis lesið eða skoðað greinar í American Fitness, Backpacker, Bowhunter, Climbing, Dance Magazine, Golf Magazine, Horse & Rider, Joe Weider"s Muscle and Fitness, Motor Boating, National Fisherman, Outdoor Life, Practical Horseman, Runner"s World, Ski, Skiing, The Sporting News, Sports Illustrated, Swimming World og Tennis. Fyrir fólk með áhuga á handverki og listum má nefna tímaritin, African Arts, Acoustic Guitar, Architecture, Art in America, Art Monthly, ArtUS, Bass Player, Billboard, British Journal of Photography, Craft Arts International, Guitar Player, Keyboard, Pottery Making Illustrated og Strings. Fyrir áhugafólk um þjóðmál og samtímaatburði eru eftirfarandi tímarit m.a. aðgengileg, Economist, Foreign Affairs, Time og Newsweek. Fyrir áhugafólk um tölvumál má nefna tímaritin Computer Act!ve og eWeek.
Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum er samlag og greiða ríflega 200 aðilar til þess. Meðal greiðenda eru allir íslensku háskólarnir, opinberar stofnanir, bókasöfn um allt land og einstaka fyrirtæki. Er uppáhaldstímaritið þitt eða tímarit á þínu áhugasviði í Landsaðgangi – hvar.is?
Skoðun

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar