Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. apríl 2011 03:30 Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar. Þegar ákvörðunin um 15 metra regluna var tekin í umhverfis- og samgönguráði litu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svo á að um væri að ræða hugmynd sem vert væri að skoða í borgarkerfinu. Okkur þótti það jákvæð þróun að leitað væri leiða til að tryggja að borgarbúar gætu ákveðið sjálfir hvernig þeir notuðu þjónustu borgarinnar. Út frá þeirri hugmyndafræði er hægt að rökstyðja að það sé sanngjarnt að þeir sem valdi auknum kostnaði við sorphirðu umfram aðra hafi val um að annað hvort bregðast við til að lækka kostnað, eða greiða fyrir hann. Ef fara á í slíkar aðgerðir er hins vegar mikilvægt að gæta að jafnræði, sanngirni og góðu samstarfi við borgarbúa. Framkvæmd 15 metra reglunnar hefur verið metnaðarfull að mörgu leyti en því miður hefur ekki tekist að koma í veg fyrir atriði sem valda því að reglan er ekki eins sanngjörn og vonir stóðu til. Ekki er til dæmis sanngjarnt að íbúar í ólíkum stigagöngum sömu blokkar, eða í húsum raðhúsalengja sem eru fjærst lóðarmörkum, standi ekki jafnfætis nágrönnum sínum hvað varðar gjaldheimtu. Þá getur það heldur ekki talist sanngjarnt að íbúar við öskustíga eða í gömlum hverfum þurfi að hlíta reglunni þar sem þeir eiga oft ekki val um færa tunnurnar vegna gróins skipulags. Ef íbúar hafa ekki raunverulegt val um hvernig þeir kjósa að bregðast við 15 metra reglunni getur hún varla talist sanngjörn. Ef regla sem þessi á að standa undir tilgangi sínum verður hún að vera unnin í sátt við borgarbúa og því er mikilvægt að vafaatriði séu túlkuð þeim í hag. Gildistöku 15 metra reglunnar ætti því að fresta þar til búið er að tryggja að framkvæmd hennar sé sanngjörn. Einungis þá er réttlætanlegt að biðja Reykvíkinga um samstarf sem tryggir borgarbúum sanngjarnt val um hvernig þeir nota þjónustu borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar. Þegar ákvörðunin um 15 metra regluna var tekin í umhverfis- og samgönguráði litu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svo á að um væri að ræða hugmynd sem vert væri að skoða í borgarkerfinu. Okkur þótti það jákvæð þróun að leitað væri leiða til að tryggja að borgarbúar gætu ákveðið sjálfir hvernig þeir notuðu þjónustu borgarinnar. Út frá þeirri hugmyndafræði er hægt að rökstyðja að það sé sanngjarnt að þeir sem valdi auknum kostnaði við sorphirðu umfram aðra hafi val um að annað hvort bregðast við til að lækka kostnað, eða greiða fyrir hann. Ef fara á í slíkar aðgerðir er hins vegar mikilvægt að gæta að jafnræði, sanngirni og góðu samstarfi við borgarbúa. Framkvæmd 15 metra reglunnar hefur verið metnaðarfull að mörgu leyti en því miður hefur ekki tekist að koma í veg fyrir atriði sem valda því að reglan er ekki eins sanngjörn og vonir stóðu til. Ekki er til dæmis sanngjarnt að íbúar í ólíkum stigagöngum sömu blokkar, eða í húsum raðhúsalengja sem eru fjærst lóðarmörkum, standi ekki jafnfætis nágrönnum sínum hvað varðar gjaldheimtu. Þá getur það heldur ekki talist sanngjarnt að íbúar við öskustíga eða í gömlum hverfum þurfi að hlíta reglunni þar sem þeir eiga oft ekki val um færa tunnurnar vegna gróins skipulags. Ef íbúar hafa ekki raunverulegt val um hvernig þeir kjósa að bregðast við 15 metra reglunni getur hún varla talist sanngjörn. Ef regla sem þessi á að standa undir tilgangi sínum verður hún að vera unnin í sátt við borgarbúa og því er mikilvægt að vafaatriði séu túlkuð þeim í hag. Gildistöku 15 metra reglunnar ætti því að fresta þar til búið er að tryggja að framkvæmd hennar sé sanngjörn. Einungis þá er réttlætanlegt að biðja Reykvíkinga um samstarf sem tryggir borgarbúum sanngjarnt val um hvernig þeir nota þjónustu borgarinnar.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun