Með tvö lög í þáttunum So You Think You Can Dance 27. apríl 2011 11:00 „Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. „Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. Næsta þáttaröð So You Think You Can Dance verður sú áttunda í röðinni. Að meðaltali horfðu um fimm milljónir Bandaríkjamanna á síðustu þáttaröð og því er ljóst að kynningin fyrir Ólaf er mikil. Stutt er síðan hann gerði samning við bandarísku umboðsskrifstofuna CAA, sem er ein sú virtasta í heiminum. Hún er með stjörnur á borð við Steven Spielberg, Opruh Winfrey og Brad Pitt á sínum snærum. Ólafur segir aðspurður að geggjað hafi verið að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Los Angeles. „Þetta er skýjakljúfur með gati í gegn. Ég var á ódýrum bílaleigubíl og lagði fyrir utan í kringum Lamborghini- og Maserati-bíla," segir hann og hlær. Ólafur fékk enga greiðslu fyrir að undirrita samninginn við CAA en ef hann fær verkefni við kvikmyndatónlist fær hann töluvert fyrir sinn snúð. Það verður að teljast líklegt því hann fékk góð viðbrögð við tónlist sinni í Hollywood-myndinni Another Happy Day með Sam Levinson, Ellen Barkin, Kate Bosworth og Demi Moore í aðalhlutverkum. „Ég var úti í fimm vikur og þeir [fulltrúar CAA] sendu mig á fundi á hverjum degi. Þeir vildu láta mig kynnast öllum í bransanum og ég fór á fundi með öllum indí-upptökustjórunum og kvikmyndaverunum. Ég fór til Warner, Fox og Disney, sem var mjög gaman." Ólafur er staddur heima á Íslandi þessa dagana við upptökur á næstu plötu sinni en stefnir á að fara aftur út til Los Angeles í haust. Í sumar spilar hann á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, auk þess sem hann er að taka upp nýja plötu þjóðlagasveitarinnar Árstíða. [email protected] Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
„Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. „Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. Næsta þáttaröð So You Think You Can Dance verður sú áttunda í röðinni. Að meðaltali horfðu um fimm milljónir Bandaríkjamanna á síðustu þáttaröð og því er ljóst að kynningin fyrir Ólaf er mikil. Stutt er síðan hann gerði samning við bandarísku umboðsskrifstofuna CAA, sem er ein sú virtasta í heiminum. Hún er með stjörnur á borð við Steven Spielberg, Opruh Winfrey og Brad Pitt á sínum snærum. Ólafur segir aðspurður að geggjað hafi verið að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Los Angeles. „Þetta er skýjakljúfur með gati í gegn. Ég var á ódýrum bílaleigubíl og lagði fyrir utan í kringum Lamborghini- og Maserati-bíla," segir hann og hlær. Ólafur fékk enga greiðslu fyrir að undirrita samninginn við CAA en ef hann fær verkefni við kvikmyndatónlist fær hann töluvert fyrir sinn snúð. Það verður að teljast líklegt því hann fékk góð viðbrögð við tónlist sinni í Hollywood-myndinni Another Happy Day með Sam Levinson, Ellen Barkin, Kate Bosworth og Demi Moore í aðalhlutverkum. „Ég var úti í fimm vikur og þeir [fulltrúar CAA] sendu mig á fundi á hverjum degi. Þeir vildu láta mig kynnast öllum í bransanum og ég fór á fundi með öllum indí-upptökustjórunum og kvikmyndaverunum. Ég fór til Warner, Fox og Disney, sem var mjög gaman." Ólafur er staddur heima á Íslandi þessa dagana við upptökur á næstu plötu sinni en stefnir á að fara aftur út til Los Angeles í haust. Í sumar spilar hann á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, auk þess sem hann er að taka upp nýja plötu þjóðlagasveitarinnar Árstíða. [email protected]
Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira